Monday, August 16, 2004

Það var ef til vill kominn tími til að skrifa eitthvað hérna. Alla vega er sumarönninn búin núna í Masternum en ég á samt sem áður eftir að skila nokkrum verkefnum fyrir mánaðarmótin. Aðallega er um að ræða ritgerðir þar af ein sem á að vera um 3000 orð á ensku.

Eftir frábært fótboltasumar er enski boltinn byrjaður á ný. Þvílík sæla, ekki laust að maður hafi gróið við sófan um helgina. Sex leikir í beinni í hverri viku. Ekki versnar það þegar að , meistaradeildin, ítalski og spænski boltinn byrjar á sýn. Það þarf fleiri klukkutíma í sólarhrigninn. Nokkuð ljóst að maður þarf að kaupa spólur í upptökutækið þar sem að hætta er að leiki munu skarast á. Allavega frábær fótboltavetur framundan!!