Þá er maður sestur aftur á skólabekk en nú stendur yfir sumarönninn í MA náminu hérna á Bifröst. Það er svolítið skrítin tilfinning aðallega í ljósi þess að maður þekkir varla nokkurn mann hérna lengur og maður er að kynnast nýju fólki, eins og maður sé kominn aftur á 1. ár. Verð að játa það að maður saknar gömlu skólafélaganna þegar maður kemur hingað aftur, þetta er ekki eins og þetta var.
Var í þessu að bóka ferð þann 1. nóv til Brussel. Markmið ferðarinnar að skoða merkilegar stofnanir á vegum ESB. Ætli maður hendi ekki inn starfsumsókn þarna í leiðinni. Væri náttúrulega bara draumur að komast að hjá einhverri ESB stofnun.
Að einhverju skemmtilegra en þá er farið að syttast óhugnarlega mikið í verslunarmannahelgina og alveg ljóst að námið verður sett á hakann þá helgina þrátt fyrir að vera næst síðasta helgi fyrir próf. Mæli með þessari síðu hér enda alveg ljóst að mesta fjörið verður þar. Hlakka mest til að sjá EGO koma saman aftur og vonandi bara að veðrið verði skaplegt. Er búinn að kaupa miða á föstudegi út og til baka kl 11 á mánudegi með herjólfi. Ef það spáir einhverjum leiðindum verður maður bara heima þannig að maður bíður með að kaupa miðann inn á svæðið þangað til maður er kominn á svæðið.