Friday, September 17, 2004

Jæja þá er Maggi kominn til Japans en á þessari síðu www.maggisan.blogspot.com má fylgjast með ævintýrum hans. Nokkuð ljóst að fjarvera hans á eftir að raska ýmsu í mínu lífi. Að minnsta kosti er ljóst að dögum Eggertsgötu 6 er lokið og þarf maður að fara finna sér nýjan viðverustað í Reykjavík.

Eins og ég var búinn að segja áður setti ég áform um íbúðarkaup í Reykjavík á hilluna og farinn að leita út fyrir landsteinanna. Búinn að vera skoða Háskóla og alþjóðlegt samstarf víðsvegar um Evrópu og margt freistandi í boði. Reyndar er ég dálítið bundinn yfir skólanum á Bifröst þar sem ég á að skila MA ritgerðinni næsta vor. Efast um að ég nái að klára fyrir þann tíma en þetta skýrist allt með tímanum. Er spenntastur fyrir A-Evrópu enda spennandi heimshluti sem maður fékk smjörþefinn af í Evrópuferðinni í fyrra. Spurning um að fara til Búlgaríu og reyna finna einn fallegan kvenmann. Þrátt fyrir ítarlega leit fannst hún aldrei. Reyndar fórum við ekki með vini hans Nóa sem lofaði okkur fallegu og ódýru kvenfólki á skemmtistaðnum sínum.

Nú er aðeins rétt rúmur mánuður þar til ég fer til Brussel. Nú fer maður að kynna sér aðeins borgina þannig að maður viti nokkurn veginn hvert skal halda í leit að gleði og hamingju. Reyndar hef ég ekki fengið neina dagskrá enn um hvernig planið er þannig þangað til verður þetta bara gleðiferð.

Lokahóf Skallagríms á morgun á Búðarkletti og viðeigandi að skála ágætisárangri þó svo að markmiðið hafi ekki náðst. Er enn óákveðinn hvort skórnir fara upp á hillu eftir þennan skelfilega endi á annars ágætis tímabili og eflaust mínu besta hingað til. Held að það sé var varla hægt að toppa þetta þ.e. sjálfsmark, rot og rautt spjald.