Sunday, September 26, 2004

.
Nr 8 Magnusson

Mynd tekin 10 mín fyrir leik Liverpool-Mónako. Eftir létta upphitun þ.e.a.s tvo kalda og sönginn "You never walk alone" eru menn klárir á á völlinn eða fyrir framan sjónvarpið.

Sorry Maggi minn, það voru þín knattspyrnulegu mistök að fara til Japans. Næstu mánuðir skipta gríðarlegu máli í uppeldi barna hvað varðar fótbolta. Er búinn að hafa drenginn yfir helgina og hann er búinn að læra segja eftirfarandi:

Common you reds, Common you reds !!!!
Liverpool, Liverpool, Liverpool !!!
Blue wankers,,blue wankers !!!
Everton Ojjj,,, Hann segir það bara einu sinni,,ekki endurtekning á eftir eins og í hinum.

Svo kann hann að segja eftirfarandi nöfn:
Baros = hljómar Baos
Cisse = hljómar Siððé
Gerrard = Gerrra (með arabrísku r-i) Hljómar accha!!
Alonso = Afa

En þetta er allt að koma, hann verður orðinn góður í þessu þegar hann kemur út. Ekki láta þér bregað þó hann fari að rumska Never walk alone eða Common you Reds upp úr svefni eins og hefur verið að gerast undanfarnar nætur. Það er bara tímabundið meðan upplýsingarnar eru festast í undirmeðvitundina. Vertu samt ekkert að minnast á Everton við hann því henn verður bara pirraður að heyra á það minnst, kannski að ég eigi einhvern þátt í því, held samt bara að það sé í blóðinu.


.
Yeeeehh MAAARRKKK!!! MILAN BAROS
Þvílík viðbrögð þegar Milan skoraði annað mark Liverpool rétt fyrir leikslok að annað eins hefur ekki sést á Hamravík. Drengurinn gjörsamlega missti sig í fagnaðarlátunum. Gekk svo langt að það þurfti að halda honum niðri. Efnilegur á The Kop eftir 15-20 ár.

Sayonara Maggi San !!!