Wednesday, October 06, 2004

Fjölgun

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum sem mér hafa borist þá virðist sem svo að fjölgun sé í Eyjólfs-fjölskyldunni. Reyndar voru skilaboðin á dönsku og stendur þýðing yfir. Nú virðist sem eftirnafnið Nielsen verður komið inní ættartré Eyjólfs-fjölskyldunnar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hver veit nema það verði hérna Eyjólfur Nielsen eða Þóra Nielsen sem sprikli hér á pallinum eftir einhverja mánuði. Reyndar hafa systkin mín það alltaf í pokahorninu að skýra Einar þar sem að frændinn á eftir að verða einhleypur ríkur maður sem erfir nafna sinn öllum sínum eignum árið 2069. Dánarorsök: Fall í stiganum á Hverfisbarnum.
Reyndar stór efa ég það enda hvorugt nafnið hægt að bera fram á dönsku. Það er margt sem á eftir að breytast. Ekki er ólíklegt að sérkenni fjölskyldunnar dvergvöxtur og ístra eigi eftir að glatast í sumruna við ríkjandi dönsk gen. Það sem ég óttast mest hins vegar er að ég eigi aldrei eftir að koma til með að skilja barnið. Reyndar er það ef til vill ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem ég er fremur fámáll af eðlisfari og hver veit nema barnið verði það líka.

En hvað þýðir þetta? jú, næstu jólaboð og fjölskylduveislur verða óbærileg fyrir mig. Það er ljóst að maður þarf að svara fyrir það hvort að maður sé ekki að koma með eitt. Ætli ég svari því ekki bara þannig að ég sé búinn að láta fjarlægja bæði eistun þar sem ég hyggst fara leggja stunda á hjólreiðar. Þá er ekki einu sinni hægt að segja að það sé farið að klingja í mér. Held samt að það sé nú betra að spara yfirlýsingarnar þar sem að maður gæti nú dottið í hlutverk helgarpabba með minnsta fyrirvara eftir misheppnað markskot.

Þegar öllu á botnin hvolft er þetta bara jákvætt og frábær tíðindi sem við fengum frá Önnu og vonum við nú bara að allt gangi vel.

Annars er nú ekki mikið að frétta. Tók fínt djamm í bænum með Steinari og Nonna. Hitti síðan hluta af ÍKÍ liðinu í bænum. Þegar ég ætlaði heim (Til Nóa) um kl 6:30 var þvílík leigubílaröð að ég hef aldrei verið vitni að öðru eins í Reykjavík. Það bjargaðist samt sem áður þar sem að Nonni á góð sambönd í miðbænum. Næsta helgi hins vegar lofar góðu,,,Sauðamessa í Borgarnesi!!.