Sem betur fer hef ég misst af tveimur síðustu landsleikjum Íslands í fótbolta. Í raun er það engin tilviljun þar sem ég hef ekki nokkurn áhuga að sjá þetta miðlungslið. Í raun þurfa úrslit síðustu leikja ekki að koma á óvart þegar sá mannskapur sem spilaði leikina er skoðaður. Í raun má segja að í liðinu sé einungis einn heimsklassaleikmaður og einn góður leikmaður á alþjóðlegum mælikvarða. Þá er ég að tala um Eið og Hemma. Aðrir leikmenn eru hreinlega miðlungsleikmenn og varla það sem sést best þegar þau lið sem þeir spila með eru skoðuð. Það að fá á sig fjögur mörk á heimavelli þrátt fyrir að pakka í vörn er með öllu óafsakanlegt og ljóst að það þarf að skoða landsliðsþjálfaramálin upp á nýtt. Persónulega hefði ég viljað sjá Guðjón Þórðarson ráðinn þegar þeir Ásgeir og Logi voru valdnir enda árangur þeirra ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Sigurinn á úthaldslitlu B-liði Ítala ætlar greinilega að lifa lengi. Hins vegar tel ég að helsta vandamálið liggi í að framboð af góðum knattspyrnumönnum er um þessar mundir af skornum skammti sem sést best þegar íslenski landsliðshópurinn er skoðaður. Þarna eru menn sem varla komast í liðið hjá norskum miðlungsliðum eða eru valdnir vegna þess að þeir geta hlaupið. Er þá e.t.v. kominn tími til þess að velja Sigurkarl Gústavs og Jón Arnar í landsliðið enda úrvals hlauparar þar á ferð. Það er staðreynd að eftir að Eyjólfur Sv. hætti þá hefur vörn Íslendinga verið eins og höfuðlaus her og þegar Íslendingar hætta get spilað vörn þá get þeir endanlega ekki neitt.
Einar Thorvaldz
Þessi síða inniheldur skoðanir og hugsanir Einars og þarf á engan hátt að endurspegla skoðanir almennings.