17. nóvember
Til hamingju með afmælið systir!!
Hvað ertu eiginlega orðinn gömul?,,,,,,humm a.m.k eldri en eldgosið í Vestmannaeyjum og það er nú orðið helvíti gamalt. Meira að segja farið að kveikna líf í köldu hrauninu. Það verður gaman fyrir þig að takast á við þetta ár enda viðburðarríkt ár framundan í þínu lífi.
Annars er maður bara að skríða saman eftir Brussel ferðina sem var mjög vel heppnuð í alla staði. Fyrirlestrar, kokteilboð, matarboð, skoðannaferðir o.fl gerðu þessa ferð ógleymanlega.
Hvað Brussel varðar þá kom sú borg mér mjög á óvart. Í raun hefur hún engin séreinkenni nema ef til vill þau að hún ber einkenni helstu miðborga V-Evrópu. Í raun fer það algjörlega eftir því í hvaða hverfi maður er þá getur maður upplifað að maður sé í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og jafnvel Spáni.
Það er reyndar ljóst að ferðin tók sinn toll, reyndar meiri toll en ég komst með inní landið. Fór í fótbolta á mánudaginn og daginn eftir var ég að sálast úr harðsperrum á milli allra rifbeinanna. Orsakast það af óvenju hröðum andardrætti. Hef ég átt erfitt með það rétta úr mér að þessum sökum og sú kenning að hnerri valdi 10% fullnægingu á engan vegin við í þessu tilfelli. Til að bæta líkamlega vanlíðan skellti ég mér í Body Pump sem hefur orsakað enn meiri vanlíðan í dag þ.e. harðsperrur í öllum skrokknum.