Það fór eins og maður óttaðist mest, en því miður verður ekki hægt að fara til Tallinn eftir áramót. Hins vegar stendur mér til boða að ganga í skólann næsta haust. Það er því alveg spurning um að skrifa ritgerðina næsta hálfa árið og skella sér svo út í framhaldinu og taka nokkra áfanga. Þar sem ég átti alveg eins von á þessu ákvað var ég með áætlun B í bakhöndinni sem ég er nú að farinn að skoða.
Nú eru einungis 5 dagar þangað til ég fer til Brussel. Var að fá dagskrána og óhætt að segja að hún sé þétt og spennandi. Var reyndar að vona að Anderlecht væri að spila í meistaradeildinni á sama tíma og ég yrði þarna en því miður eiga þeir útileik. Hins vegar er ég að spá í að nota fríhelgina í að fara einhvern leik í belgísku deildinni. Fattaði reyndar að ég á heimkomu Laugardaginn 13. nóv liggur beint við að fara beint á djammið í bænum. Nú er bara spurning hver er tilbúinn í að tæma tollinn með mér:)