Thursday, November 04, 2004

Stórfréttir

Fékk skemmtilegt símtal hingað til Brussel en þar var mér tilkynnt að ég hef fengið inngöngu í Estonian Business School eftir áramótin. Þetta þýðir að nú er karlinn að flytja búferlum til Eistlands um áramótin. Hef ég ákveðið að kaupa one way ticket og sjá til hvernig mér líkar í framhaldinu, ef mér líkar vel þá er alveg inní myndinni að vinna þarna í einhvern ákveðinn tíma,,nú ef mér líkar ekki vel þá er alltaf sá möguleiki að koma heim.

Annars hefur ferðin hingað til Brussel verið algjör snilld. Við erum búin að sitja fyrirlestra í gær og fyrradag hjá íslenska sendiráðinu þar sem að fulltrúar íslensku ráðuneytana hafa verið að kynna starfsemi sína. Í dag vorum við svo hjá fulltrúum EFTA og hef ég komist að því að Íslenskir embættismenn eru lítið annað en lobbýistar á meðan Íslands er utan ESB. Annars er maður búinn að lifa mjög diplómatísku lífi hérna í Brussel enda vel við hæfi. Höfum setið fundi og mætt í ýmis opinber boð þar sem að sendiráðsfulltrúar reyna að smjaðra fyrir erlendum erindrekum.

Fórum á kosningavöku amerískafélagsins hérna í Brussel. Þar voru komin saman einhver hundruð manns. Reyndar nennti ég ekki að bíða eftir fyrstu tölum sem og var farinn að sofa um kl. 3. Úrslitin eru sjálfsagt öllum kunn og undirstrika það að Bandaríkin eru heimskasta og hættulegasta þjóð í heimi. Reyndar tel ég að þetta muni ýta undir það að Hiilary Clinton verður forseti eftir fjögur ár og held ég að þetta hafi verið með ráðum gert hjá Demókrötum að stilla upp veikum forseta gegn Bush. Ef Kerry hefði unnið hefði það legið beint við að Kerry hefði haldið áfram eftir fjögur ár en þess í stað kemur fram annar kandídat á þeim tíma sem ég tel að verði Hillary.

Annars er maður núna bara að fara út að borða og eitthvað aðeins í glas. Nokkuð þægilegt líf maður sækir fyrirlestra til fjögur eða fimm, síðan einhver kokteilboð og svo út að borða á eftir. Síðan er kíkt á pöbbana á eftir. Lenti í skemmtilegu djammi á mánudagskvöldið þar sem ég spjallaði við bareiganda frá Albaníu sem lýsti fyrir mér lífinu í þessu harðstjórna kommúnista ríki. Komst að því að Ísland á ýmislegt sameiginlegt með Albaníu.

Á svo að hengja Þórolf Árnason og fyrir verk kolkrabbans? Sá í dag að menn eru farnir að velta fyrir sér stöðu hans. Verð samt að segja að forstjóra olíufélaganna á þessum tíma á að draga til ábyrgðar og þeir eigi að svara til saka. Um er að ræða gífurlegt fjársvikamál þar sem að almenningur var snuðaður um 80 milljarða króna. Ef sambærilegt atvik hefði átt sér stað í Frakklandi þá hefði almenningur hreinlega hlaupið til og kveikt í bensínstöðvum.