Sunday, November 28, 2004

Eitt á eftir ólifað

Jæja þá er farið á síga á seinni hlutan hjá manni en í gær varð kallinn 29 ára. Það þýðir að eftir eitt ár þá verður maður kominn á nýjan áratug sem ég get engan veginn hlakkað til. Hef ég sett það afmælisheit að lifa hátt og hratt á þessu síðasta ári sem ég á eftir ólifað á þessum áratug. Ef ég á að segja til hvernig næsta ár verður get ég með engu móti sagt til um það. Alla vega er ljóst að maður verður í Borgarnesi fram að áramótum en hvað tekur við eftir það er ómögulegt að segja. Mestar líkur eru á að ég fari til Eistalands eftir áramótin en ég á von á endanlegri staðfestingu og upplýsingum í næstu viku. Alla vega má það ekki dragast mikið lengur en það þar sem að það er þá bara rétt rúmur mánuður þangað til ég myndi fara. Þetta er skólinn www.ebs.ee . Ef svo myndi fara að ég færi ekki reikna ég með að flytjast til Reykjavíkur þar sem ég myndi vinna að lokaritgerðinni fram á næsta vor. Ekki veit ég hvort ég myndi leigja eða kaupa íbúð en það kemur væntanlega bara í ljós.

Ef ég spái svo fyrir um næsta sumar reikna gæti vel farið svo að maður eyddi því úti í Eistlandi eða einfaldlega í einhverri vinnu í Reykjavík. Reyndar er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um það en í sumar var ég eiginlega búinn að ákveða að ég yrði að skella mér á eina Roskilde tónleika. Ekki ætla ég að útiloka ferð um verslunarmannahelgina til Eyja, þar sem að hún klikkaði illilega hjá mér síðasta sumar. Það verður þá síðasta ferðin til Eyja,,,,humm.
Ekki veit ég hvort að maður spili einhvern fótbolta næsta sumar en þó get ég alveg útilokað að þurfa að fara í brúðkaup innan míns vinahóps :)

Annars þýðir ekkkert að vera með eitthvað volæði, maður tekur bara því sem að höndum ber og framundan held ég að sé mjög spennandi og viðburðarríkt ár, þar sem ýmislegt á eftir að koma á óvart :)