Saturday, December 04, 2004

Ekki vissi ég hvernig á mér stóð veðrið þegar ég las þann pistill sem að fyrrum bróðir minn skrifaði mér til heiðurs á 29 ára afmæli mínu. Pistillinn var að mörgu leyti góður en hins vegar fór hann mjög frjálslega með staðreyndir, sumt var hreinlega ritstuldur og sumt var helber lýgi.

Maggi segir:
Í dag ber ég sorgarband. Þetta er svartur dagur í mannkynssögunni, ekki síst fyrir mig því nákvæmlega á þessum degi fyrir 29 árum voru örlög mín ljós. Rétt eins og 20. apríl er þekktur sem fæðingardagur Hitlers, 21 desember sem fæðingardagur Stalíns og 9. maí sem fæðingardagur Sigurðs Kára Kristjánssonar, þá verður 27. nóvember ætíð minnst sem fæðingardagur Einars Þorvaldar, bróðurómyndar minnar. Þvílík ragnarrök sem þessi dagur ber í för með sér. Ekki nóg með að dagurinn er svartur þá er drengurinn sjálfur kolsvartur í þokkabót. Fyrir mig er þessi dagur minn D-dagur.

Nákvæmlega sömu augum litu heiðingjar fæðingardag frelsarans fyrir rétt rúmum 2000 árum. Alla sína tíð mátti frelsarinn sæta ofsóknum og niðulægingu af ýmsum hópum samfélagsins og jafnvel sinni nánustu. Þó svo að 27. nóvember hafi ekki verið hátíðlegur dagur í augum þeirra sem bitrir eru, lifa í hefnd og þorsta þá hefur dagurinn skipað sér sess í hjörtum elskandi manna er lifa í náungakærleik og sátt.

"Þá mælti himnafaðir; ..mun þá sonur aftur upprísa, fæddur í aftan árs 27. .Getinn verður af torf og hór. Safnar sér visku í litlu skurði og bíður síns tíma.
Blóð rennur, jörð nötrar, rauð sól og falur máni. Austur og vestur takast á, ragnarrök, Veröldin grætur sína blómatíð.
Úr björginni ríður dökkur bogmaður, Af lítilli eyju norður í sæ, einherji er berst einn. . Frelsari deilandi fylkinga, hinn dökki maður með hið lýsandi ljós." Matteusarguðspjall (64:32)

Það er vissulega rétt hjá þer Magnús að þetta er D-dagur hjá þér, þ.e.a.s. drottins og dýrðardagur.

Maggi segir:
Fyrir tilstuðlan þessa drengs hef ég greinst með eftirfarandi sjúkdóma: ofsahræðslu, tourette´s, stama, bronkitis, ilsig, vélindabakflæði (vegna þungra bakhögga), vott af parkinson (höfuðhögg), maníska paranoju, skalla, varanlegar skemmdir á efnaskiptakerfi sem skilar sér í aðeins of mikilli þyngd og tímabundið minnisleysi. Já, ég var barinn í æsku og það í harðfisk. Hver einasti dagur fól í sér þjáningu. Fyrstu 15 ár ævi minnar læddist ég með veggjum heima hjá mér af ótta við að illfyglið yrði var við mig. Mamma og pabbi settu á hann múl því hann beit mig í tíma og ótíma og á tímabili var búið að ákveða að byggja fyrir hann búr. En þar sem Pálmi á Hálsum átti að byggja búrið var það aldrei gert og stendur það enn til. Þetta hefur hins vegar betur fer batnað síðustu 8 árin eða svo og spila þar margir þætti inn í. Sem betur fer er drengurinn dvergvaxinn og um 16 ára aldur var ég búinn að ná honum í hæð og réði því betur við hann. Í öðru lagi varð ég einnig klárari en hann og í þriðja og síðasta lagi flutti ég að heiman frá mömmu og pabba, eitthvað sem hann hefur blessunarlega látið ógert.

Ég get engan veginn fallist á að valdur af öllum þessum sjúkdómum þó svo ég eigi orsök af nokkrum þeirra. Ekki fengu foreldrar mínir að skíra mig Einar Skaðvaldur eða Einar Orsakavaldur, því tóku þau upp á því að skíra mig Einar Þorvald sem er dregið af áðurnefndum lýsingarorðum. Þykir mér helvíti langsótt að fara kenna mér skalla og þyngdaraukningu, sem er álíka fjarstætt og að fara kenna mér um Downsyndromið. Það þarf nú bara að líta á fjölskyldualbúmið til þess að rekja ástæður skallans, þar sem að forfeður okkar í báða leggi virðast hafa verið uppfullir af testósterónum að enginn þeirra myndi standast lyfjapróf. Þetta með þyngdaraukninguna er alfarið þín sök sem má rekja til þíns aktíva testósteróns. Þar náðir þú þeim einstaka árangri að þyngjast meira á 9 mánuðum en ólétt kærasta þín. Á tímabili var orðið spurning hvoru meginn getnaðurinn hafi átt sér stað. Það kom þó í ljós sex mánuðum síðar þegar að fóstrið fór að sparka í maga móðurinnar. Reyndar hélt Magnús því fram að hann hafði fundið fyrir sparki í iðrum sér en þegar betur var að gáð reyndist það einungis garnagaul.

Vissulega þurfti að taka á þér öðru hverju enda erfiðara barn var vart að finna í þessum friðsæla bæ. Held að þú hafir ekki verið orðinn 10 ára þegar þú stútaðir einu stykki gróðurhúsi. Reyndar fórstu að róast með aldrinum sem gerði það að verkum að maður gat sleppt af þér takinu. Það er reyndar alveg rétt hjá þér að þú varðst þá orðinn líka stærri en ég þ.e.a.s þú varst kominn tveimur þyngdarflokkum yfir mig. Reyndar flutti ég að heiman á undan Magnúsi og hef reyndar búið á Akranesi, Flateyri, Laugarvatni, Bifröst, Reykjavík, Bolungarvík, Bournemouth, Luneburg, Borgarnesi og Ólafsvík á síðustu 10 árum, minnst 4 mánuði á hverjum stað. Þannig að þessar ásakanir hans eiga ekki engan vegin við rök að styðjast. Reyndar er niðurlag þessarar greinar ritstuldur úr Neðra Nesar-sögu sem segir orðrétt "síðasta lagi flutti ég að heiman frá mömmu og pabba, eitthvað sem hann hefur blessunarlega látið ógert." Þarna lýsir Þórir Sigurðsson endurminningum sínum þegar hann flutti til Svíþjóðar og kvaddi bróðir sinn Obba í Nesi. Þarna hefur Magnús gert orð Þóris að sínum án þess að geta nokkurra heimilda.

Ætla ég að láta þetta uppgjör duga í bili.