Jól í fasistaríki.
Það má segja að jólin hafi endanlega verið eyðilögð í dag þegar ég fékk þær fréttir að Sálin fengi ekki að vera með ball eftir miðnætti á jóladag. Þess í stað verður ballið að vera eftir miðnætti annan í jólum en eins og flestir vita þá er mánudagur daginn eftir og þar af leiðandi vinnudagur. Reyndar vildi lögregluembættið í Keflavík leyfa þennan dansleik á upprunalegum tíma en lögregluembættin í Rvk, Hafnarfirði og Borgarnesi settu sig öll upp á móti.
Tel ég ástæðuna vera lög nr. 32 frá 1997. sem eru lög um helgifrið.
í 2. grein segir
Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.
í 3. grein segir ennfremur
Um starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar gilda eftirfarandi reglur:
1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil.
2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil: a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.
Samkvæmt þessum lögum má reikna með að allir skemmtistaðir landsins verði lokaðir yfir hátíðarnar. Í hvurs lags fasista ríki myndi þetta viðgangast. Hver er að hagnast á slíkum boðum og bönnum?. Að mínu mati er hér verið að brjóta á frelsi einstaklingsins. Það hlýtur að vera undir hverjum og einum einstaklingi komið hvernig hann ver jólum sínum þ.e.a.s. með fjölskyldu, vinum og o.s.frv.. Ef að einstaklingur kýs að eyða jólunum á einhverjum ölkrám um jólin á hann á hann að geta valið þann kost. Það má alveg deila af hvort að það megi hafa opið á aðfangadag eða ekki en að mínu mati ætti það að vera val eiganda veitingastaðarins að ákveða það. Af hverju á atvinnurekandi sem er hindúi, múslimi eða einhverrar annarar trúar að þurfa lúta lögum er byggjast á trúarbrögðum annara einstaklinga. Nota Bene í ríki þar sem gildir trúfrelsi.
Annað dæmi um hversu slæm þessi lög eru að hér dvelst fjöldinn allur af útlendingum yfir jólin en Ísland hefur til að mynda verið að markaðssetja hér heitt næturlíf yfir kaldan vetrartíma. Held að þeir eigi eftir að verða fyrir nokkrum vonbrigðum með næturlíf þessara helgar nema þeir komist í eitthvað gott heimapartý. Fyrir utan það tap sem hlýst af eyðslu útlendinga þessarar helgar munu veitingamenn stórtapa af eyðslu skemmtanaglaðra Íslendinga þessa helgi. Ekki veit ég hvort að starf lögreglunar verður eitthvað einfaldara þar sem að meira verður sjálfsagt að útköllum í tengslum við partý í heimahúsum.
Já ég er fokvondur yfir þessu,,búið að eyðileggja hápunkt jólanna hjá manni útaf reglum sem eiga við engin rök að styðjast. Engin græðir á þessum lögum en allir tapa. Nú er bara að biðja um frí í vinnunni á mánudag.