Á förum
Eftir nákvæmlega sólarhring verður maður staddur í öðru landi sem maður hefur ekki áður stigið fæti á. Flýg í fyrramálið til Danmerkur og um hálf fjögurleytið að íslenskum tíma á ég að lenda í Eistlandi. Er búinn að pakka og allt klárt í nokkurra mánaða dvöl. Verð að játa að það er kominn nettu fiðringur í mann og ætla ég að lofa vera duglegri að blogga úti en hér heima upp á síðkastið. Bið ég bara að heilsa öllum á klakanum í bili og sjáumst í sumar.