Saturday, January 08, 2005

Laugardagskvöld

Ekki mest spennandi laugardagskvöld sem ég hef upplifað. Að vera blogga á laugardagskveldi ber merki um elli eða uppgjöf. Til þess að létta kvölina hef ég fengið mér nokkra bjóra.
Nýja árið fer ágætalega af stað, allt eins og það á að vera. Ekkert hefur breyst meira segja Davíð Oddsson heldur áfram að líka Íraksstríðinu við uppskurðinn sem hann fór í síðastliðið sumar. Persónulega finnst mér þetta mjög svo ógeðfelld samlíking. Fyrir utan að gera mjög lítið úr skoðun c.a. 80% þjóðarinnar óháð í hvaða stjórnmálaflokki það styður þá metur hann líf sitt meira virðis en þeirra þúsunda manna sem dáið hafa í Írak. Persónulega tel ég að Bush sé mun meiri ógnun við heimsfriðinn heldur en Saddam var nokkurn tímann. Ef einhverjir halda að stríðið sé á enda eða friður sé að komast á í Mið-Austurlöndum skjátlast þeim illilega, því miður held ég að þetta ástand sé einungis byrjunin. Hér á landi hefur maður orðið var við andúð gagnvart fólki frá Mið-Austurlöndum, hvort sem um er að ræða araba eða gyðing. Persónulega tel ég að rót vandans sé Bandaríkin. Ef ég ætti að velja á milli þess að þurfa dvelja tímabundið í návist araba eða Bandaríkjamanns er ekki nokkur vafi að ég myndi velja araban. Bandaríkjamaðurinn væri líklegri til að vakna um miðja nótt og stinga mig til bana fyrir það eitt að hrjóta.

Ekki ætla ég að vera eyða meira púðri í þetta enda sjá um 80% þjóðarinnar mistökin í stuðning við innrás í Írak. Sem styður ennfremur að 20% þjóðarinnar er siðblind. Innrás sem byggð var á fölskum forsendum og getgátum. Vissulega var Saddam "geðveikur" en það á við ráðamenn í öðrum löndum eins og Sri Lanka, N-Kóreu og USA.