Borat
Fór á Borat í síðustu viku og skemmti mér konunglega. Það besta við hana er hvað Bandaríkjamenn koma illa útúr þessari mynd og enn betra að þeir gera sér enganveginn grein fyrir því að þeir eru einn helsti skotspónn myndarinnar. Ætla ekki að fara ræða einstök atriði úr myndinni en það eru ófáar senurnar sem maður hreinlega grenjar úr hlátri.
Á morgun held ég til Portúgal þar sem starfseiningin ætlar í vinnu- og skemmtiferð. Þar hitti ég einnig Maj-Britt sem kemur með flugi frá Bretlandi á. Verð að vinna allan föstudaginn og geri ráð fyrir að hún verði verslunum á meðan. Veit að hópurinn ætlar að vera nánast allur saman yfir helgina í Lissabon þannig að ég geri ráð fyrir að það verður farið eitthvað út að borða og kíkt á næturlífið. Verð að játa að ég veit ekki mikið um þessa borg enda aldrei komið til Portúgals þannig að það verður eflaust fróðlegt. Ekki segja annað en að maður hafi verið virkur í ferðalögum undanfarið. Búinn að fara tvisvar til Luxemborg og Brussell í tenglsum við EFTA, rómantíska helgarferð til Parísar og ekki rómantíska ferð til Zurich. Síðan er það Portúgal þessa helgina og eftir hana koma einhverjar þrjár helgar sem maður hefur áður en maður heldur heim í jólafríið.
Langar ekki að tala mikið um enska boltann en maður getur þó stundum fagnað óförum annarra þegar liðið manns er í skítnum. Játa að ég fagnaði mikið sigri Celtic á United í gær og efast ekki um að næstum allir yrðu sáttir að sjá Benfica vinna United í síðasta leiknum í riðlinum sem myndi gera það að verkum að United kæmist ekki áfram,,,,ekki ósvipað og Porto gerði hér um árið.