Þá er maður loksins kominn í internet samband og farinn að geta skrifað íslenska stafi. Reyndar ætla ég bara að hafa þetta stutt núna þar sem að heilsan hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu tvo daga þ.e. beinverkir, hiti og kvef. Dreif mig samt á fætur í dag til þess að koma tölvunni í gagnið og til þess að fara í tíma. Tímanum var reyndar frestað vegna veikinda kennara. Annars er nóg um að vera framundan. Næstu helgi fer ég út í eyjuna Saaremaa þar sem að dvalið verður yfir helgina. Síðan er verið að plana ferð til Sankti Pétursborgar í Rússlandi, Riga í Lettlandi og Tartu sem er í suðurhluta Eistlands.
Að lokum langar mér að óska Hákoni frænda til hamingju með afmælið þann 11. febrúar síðastliðinn. Man nú ekki hvað það eru orðnir margir mánuðir síðan ég sá hann síðast og ljóst að maður á ekki eftir að sjá hann fyrr en einhverntímann í sumar.