Friday, April 15, 2005

Frændi kominn í heiminn!!

Fékk þau gleðilegu tíðindi að Anna systir og Lars eignuðust sitt fyrsta barn í gær þann 14. apríl. TIL HAMINGJU!! Anna og Lars.
Þetta þýðir væntanlega að nú þarf maður að rifja upp dönsku kunnáttuna sem var nú ekki beisin fyrir. Alla verðum við frændurnir jafningjar hvað dönskuna varðar fyrstu tvö árin. Nú eru systkynabörnin orðin tvo og er ég hálffegin því að vera erlendis fjarri ættingjum um þessar mundir þar sem að maður fengi örugglega heyra hver væri næstur. Annars hef ég nú alltaf verið að þeirri skoðun að skauf*** á mér hefur meira skemmtanagildi en notagildi.

Það er með ólíkindum hvað Eistlendingar eru uppteknir af söngvakeppnum og fegurðasamkeppnum. Þetta er nú slæmt á Íslandi en hefur þó skánað mikið en hérna er þetta margfalt verra. Í hverjum einasta háskóla er keppt í fegurðasamkeppni kvenna enda kvenfólkið hérna eitt helsta stolt þjóðarinnar og skil ég það vel. Í kvöld fer fram í fegurðarsamkeppnin Miss EBS sem er minn skóli. Hérna má sjá myndir af stelpunum.
Höfum við útlensku strákarnir sett af stað veðmál líkt og við gerðum þegar annars skóli hélt sína fegurðarsamkeppni. Hver og einn leggur undir c.a. 250 krónur ísl. Ætla ég að veðja á Hanna Laasmägi sem er einstaklega fögur hryssa. Reyndar verð að ég að viðurkenna að það eru mun fallegri stelpur í skólanum sem ekki taka þátt en engu að síður er þetta alveg fínt.

Eftir tvær vikur fer síðan fram Miss University sem er víst stæðsta keppnin og flottustu stelpurnar. Mun ég flytja fréttir af því þegar nær dregur ;)

Hér er einn linkur handa Emma en þetta er einn af vinsælustu næturklúbbunum í Tallinn.
Verð að játa að þetta er einn af betri og villtari klúbbum sem ég hef farið á. Til að mynda er gegnsætt dökkt gler á milli kvenna- og karlaklósettanna. Terrarium.ee