Friday, April 08, 2005

Magnaður fyrirlestur

Verð að játa að ég hef ekki bloggað mikið undanfarið einfaldlega vegna leti og mikið hefur verið að gera í skólanum. Það sem uppúr stendur er að ég hélt fyrirlestur um Ísland og íslenska menningu í kúrs sem fjallar um menningnarleg samskipti milli þjóða. Þar sem ég er einn frá Íslandi fékk þurfti ég ekki að halda langan fyrirlestur c.a. 10 mín. meðan aðrir þurftu að halda 20 mín fyrirlestur. Venjulega eftir fyrirlestrana nennir engin að spyrja spurninga þar sem að kynningarnar hafa verið fremur daufar og formlegar.

Ákvað ég að búa til skemmtilega og frumlega kynningu þar sem ég gerði grín að Íslandi, íslenskri menningu og öðrum þjóðum. Fyrirlesturinn var c.a. 20 mín og ekki nóg með það þá þurfti ég að svara spurningum um Ísland í 20 mín í viðbót þar til að við vorum komin 5 mín yfir venjulega klukkustund og kennarinn þurfti að stoppa umræðuna.

Það sem vakti meðal annars góða lukku var þegar ég sýndi þeim myndir af íslenskri náttúru t.d. fossum, fjöllum, jöklum, bláa lóninu og öðrum náttúru fyrirbærum. Það er engin spurning að mesta auðlind Íslendinga er náttúran og fékk ég margar spurninga tengdar henni. Það er ekki laust við að manni sárni það hugarfar íslenskra stjórnvalda að eina lausnin í atvinnumálum er að byggja álver hringin í kringum landið. Virkjum frekar íslenskt hugvit.

Hápunkturinn í kynningunni var eflaust þegar ég sýndi þeim myndir af íslenskum þorramat og hvað það væri sem fólk væri að borða. Sviðahausarnir, hákarlinn og síðast en ekki síst hrútspungarnir vöktu margar spurningar og mikinn hlátur. Ekki gat ég sleppt því að minnast á fegurð kvenfólksins á Íslandi og sýndi þeim Thule auglýsinguna um ástæðu þess af hverju það væri svona fallegt www.kvikmynd.is . Nefndi ég síðan allskyns þætti sem við íslendingar eru þekktir fyrir t.d. vín(ó)menninguna, verðlagið, lífsgæðakapphlaupið og fleira.
Þegar ég var kominn í hvað mesta haminn og var við það að fara segja sögur af Nóa þá stoppaði kennarinn mig af.