Saturday, March 19, 2005

Vísindarferð og kínverjar

Fór til Tartu í gær þar sem við heimsóttum tvö fyrirtæki. Annað fyrirtækið er aðallega í vélaframleiðslu en hitt er í bjórframleiðslu,,,jamm önnur heimsókn mín í A le coq verksmiðjuna.

Fyrri heimsóknin var athyglisverð fyrir það leyti að þar störfuðu 500 manns. Þarna tókst fortíðin á við framtíðina. Í salnum þar sem að vélahlutirnir eru framleiddir mátti sjá fólk sitja í röðum og setja gúmmí á málmenda. Þetta höfðu sumir starfsmenn gert síðustu 10 ár átta klukkustundir á dag. Þegar spurt hvort ekki væri hægt að leysa þessi störf með vélum voru svörin einföld. Við framleiðum ekki það mikið að það borgi sig, auk þess sem starfsmennirnir eru ánægðir. Eftir því sem að lengra leið á heimsóknina mátti sjá ýmisskonar framleiðslu, má eiginlega segja að þarna hafi maður verið kominn inn í alvöru kaupfélag. Þarna voru framleiddir þrýsitmælar, gúrkuskerrar, rafmagnssnúrur, prentarahylki o.fl.

Heimsóknin í bjórverksmiðjuna olli engum vonbrigðum eins og búast mátti við. Þarna fengum við að fylgjast með framleiðslunni frá upphafi til enda (frá getnaðinum til fæðingarinnar). Verð ég að játa að ég varð alveg heillaður af þessu ferli og fylltist maður stolti að fá að taka á móti afurðinni eftir allt ferlið. Ef einhver mun segja mér að Íslendingar kunni ekki að haga sér í vísindaferðum eða þar sem að áfengi er frítt þá skal ég standa vörð um drykkjuhætti Íslendinga. Meira segja Íslendingnum ofbauð framkoma og drykkjuhættir Kínverja og annarra.

Þegar (með)gönguferðinni um verksmiðjuna var lokið var sest niður við borð þar sem að áfengi var á borðunum, ef við vildum meira eða aðra tegund máttum við standa upp og fara í ísskapinn sækja okkur. Á meðan að bjórdrykkjunni stóð fór fram kynning á starfsemi A le coq. Byrjum á kínverjunum. Eins og flestir vita þá eru kínverjar einstaklega fíngerðir og þurfa rétt einn bjór til þess að verða blindfullir. Þegar þeir verða fullir þá píra þeir augun enn meir þannig að þeir sjá varla nokkurna skapaðan hlut. Það að komast í frítt áfengi í Kína er eins og komast fá þrjá sólardaga í Íslandi þ.e. ómögulegt. Þarna komust litlur gulu kommúnistarnir í vænan bita. Rétt áður en við fórum af stað heim tóku tveir Kínverjar sig til og fylltu alla vasa og hendur af bjór. Ekki vildi betur til en annars hafði fengið sér tvo bjóra og var þar af leiðandi staurblindur og gekk stigaþrep. Sem betur fer brotnaði bjórinn ekki en því miður slapp kínverjinn ómeiddur.

Hvað önnur þjóðerni varðar þá gerðu Frakkarnir nákvæmlega það sama. Fylltu alla vasa af bjór eftir að hafa hellt hressilega í sig. Hefði maður sætt sig við þessa framkomu ef þeir hefðu nú ætlað bjórnum til social-drykkju í rútunni. Nei, þeir lágu á þessu eins og ormar á gulli alla leiðina heim til þess að geyma í ísskápnum. Ekki nóg með það þá möluðu þeir allan tímann meðan að kynningin fór fram þar til að kennarinn sagði þeir einfaldlega,,,Talk less, drink more!!. Hvað Þjóðaverjana varðar þá drukkur þeir eins og hrútar á meðan að tími gafst og svo fóru þeir veltandi út. Ekki ósvipað og Íslendingar.

Hér eru komnar myndir sem Pim hefur tekið...MYNDIR HÉR

Þar sem ég hef talað mikið um Franz þá verð ég skella mynd af honum hér....