-27 gráður!!
Fékk að kynnast mesta kulda sem ég hef upplifað á ævinni í þessari viku þegar að hita stigið fór í -27 gráður og ekki bætti þokkalega sterkur vindur. Þrátt fyrir það þá klæddi maður sig upp og skellti sér í skólann og síðan í afmælisveislu sem var haldin til heiðurs André Francois Strobrand.
Franz eins og hann er kallaður er ein af þessum persónum sem maður á aldrei eftir að gleyma. Hann er tvítugur Hollendingur sem er að fara að heiman í fyrsta skipti. Seinheppnari persónu held ég að ég hafi ekki kynnst. Þegar ég sá hann fyrst vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að koma fram við hann. Hann var með hárið allt greitt til hliðar, með þykka svört gleraugu og klæddur í þykka græna úlpu. Allar hreyfingar og allir taktar minna óneitanlega á Bjarna Valtý.
Í fyrstu vikunni ætlaði Franz að þvo af sér óhrein föt. Ekki vildi vildu betur til en hann gleymdi að skrúfa frá vatninu og vatnsinntakið sprakk í loft upp. Eitthvað virðist þetta hafa reynt of mikið á vatnslagnir í íbúðinni hans þar sem að ekkert heitt vatn kemur lengur úr eldhúsvaskinum.
Eitt kvöldið var ákveðið að fara á skemmtun þar sem að klæðnaður var í formlegra lagi. Var kappinn mættur þar í ljósum jakkafötum, líklega frá því eftir fyrri heimsstyrjöld. Gekk hann hægra megin við mig og ræddum við eitthvað í sambandi við skólann. Höfðum við gengið í um 5 mín þegar kappinn skyndilega tekur Bjarna Valtýs-stökk vinstra meginn við mig. Ekki vildi betur til en að þar var eini drullupollurinn í 5 km radíus. Fyrir vikið voru ljósu jakkafötin komnar með dökkbrúnar skálmar.
Fyrir tveimur vikum var farið í heimssókn í þingið. Þurftum við að hafa með okkur vegabréf til þess að komast inn. Auðvitað þurfti Franz að gleyma sínu heima svo hann tók Bjarna Valtýs stökk og sprett beint heim til sín. Þegar allir nemendur voru komnir í gegnum öryggishliðið var haldið inní eitt af þingherberjum þingsins þar sem þingmaður hélt fyrir okkur ræðu um þingið almennt. Þegar allir eru sestir og þingmaðurinn hafði talað í um 10 mín opnast hurðinn skyndilega og Franz kemur á harða spretti inní herbergið, snýr sér í tvo hringi og fer að leita að sæti. Hættir þá þingmaðurinn að tala og segir þá Franz,,,,"My name is André Francois Strobrand and I am late, sorry!!" Ekki þarf að segja frá viðbrögðum salarins eftir þessa innkomu.
Fleiri sögur hef ég af Franz og eflaust eiga þær eftir að verða enn fleiri.
Annars er ég kominn með eistneskt símanúmer ef svo ólíklega vill til að einhver verði svo fullur að hringja í mig.
00 372 56776041
Ekki senda sms í tengslum við enska boltann.