Myndir og Borgarnes
Hér má sjá myndir sem teknar voru í Tartu.
Þegar ég var að gera kynningu mína um Ísland rakst ég á nokkrar heimasíður ferðalanga sem höfðu komið til Íslands. Verð ég að játa að Borgarnes fékk ekki góða dóma frá þeim ferðamönnum sem sóttu landið heim.
Þessi var greinilega ekki sáttur.
og þessi lét sér duga að taka myndir frá Hyrnunni.
Annars er það að frétta að ég fer í ferðalag á morgun til Lettlands og verð í Riga hugsanlega tvær nætur og þaðan er stefnan sett á Litháen en ekki víst hvort það verði Kaunas eða Vilnijus sem verður fyrir valinu. Annars er bíður maður bara spenntur þessa daganna þar sem að maður fer að eignast lítinn frænda eða frænku. Spurning hvort það verði Einar Larsen eða Einarita Larsen???