Monday, April 18, 2005

Roskilde

Hey,,,er einhver á leiðinni á Hróarskeldu hátíðina í sumar? Er alvarlega að hugsa um að skella mér á mína fyrstu Hróarskeldu hátíð. Sumir segja að hún slái út þjóðhátíð en ég á nú eftir að sjá það.

Annars er að það að frétta að ég fór til Riga um helgina og skemmti mér konunglega. Það sem er ef til vill eftirminnilegast úr þessari ferð var þegar ég yfirgaf hópinn sem ég var með og rannsakaði borgina á eigin spýtur. Skellti ég mér í rússneska kirkju og hef ég aldrei upplifað annað eins. Þarna mátti sjá aðallega eldri konur standa í röðum um alla kirkju og biðja og kyssa líkneski af Maríu mey og Jésu. Þung reykelsislykt lagði um alla kirkjuna og djáknar gengu um gólf og fóru með bænir. Það var ekki laust við til að byrja með að hinn syndugi og saurugi Íslendingur hraktist út eins og vampíra á návist kross. Hins vegar er aðlögunarhæfni Íslendinga ótakmarkuð og eftir 15-20 mín, var ég hættur að spá í hvort að þær fáu ungu konur sem í kirkjunni voru gengju í g-streng. Settist ég þarna niður og fann (vín)andann í sjálfum mér sem hafði komið yfir mig kvöldið áður.

Annars var ferðin fín af öðru leyti. Guido vinur minn eiginlega klúðraði laugardagskvöldinu þar sem hann hafði farið heim með rússneskri stelpu kvöldið áður og fyrir vikið ekki sofið neitt nóttina áður. Reyndar var sú rússneska ekki ánægð að þegar hann vakti hana upp um morgunin áður en hann lagði af stað til Riga. En þar sem hún talaði ekki stakt orð í ensku var honum nokkuð saman. Þetta gerði það að verkum að ég kíkti einn á næturklúbbana. Þar hitti ég þýska stúdenta og eyddi ég kvöldinu með þeim.

Í dag var hins vegar að hefjast "stúdenta vika" sem er sponseruð af bjórverksmiðju hér í landi. Þetta þýðir að búið er að reisa stórt tjald í miðbænum þar sem að bjórinn er nánast ókeypis og allskyns leikir eru í gangi. Rétt áður en ég kom hingað labbaði ég að tjaldinu ásamt finnskum vini mínum Harri, til þess að gera langa sögu stutta þá gekk ég einn framhjá tjaldinu. Það er ekki lengra síðan en í gær að við sátum saman á krá og fengum okkur sitthvorn bjórinn þegar hann sagði nákvæmlega "Einar, I think I have an alcohol problem!!. Spurði ég hann þá af hverju hann myndi ekki bara sleppa því að drekka, kom þá þetta snilldar svar "I have to, It is so cheap!!"
Ef þetta minnir ekki á einhvern Íslending sem ég þekki...