Monday, May 02, 2005

Bænheyrður

Fyrir ekki löngu síðan bölvaði ég því að þurfa vaska upp, strauja eða ryksuga. Verst af öllu var að þurfa að labba útí búð sem tók heilar tíu mínútur í nístingskulda. Ekki nóg með það tók það heilar 5 mínútur að rölta útí næstu vínbúð eftir bjór. Nú er þetta allt að baki og nú get ég farið að sinna náminu og fjölskyldunni í meira mæli.

Eftir rúman mánuð sá ég að ég var engan vegin að höndla heimilisverkin upp á eigin spýtur eða öllu heldur ég var engan vegin að nenna því. Komst að því að heimilisverk eru eitt það leiðinlegasta uppátæki sem fundið hefur verið upp. Verð ég að játa að helstu hetjur í lífi mínu hér eftir eru mamma og ömmur mínar sem hafa sinnt þessu vanþakkláta starfi ásamt öðrum störfum eins síns liðs. Þegar útskriftarfélagið bauð uppá heimilisþrif í fjáröflunarskyni var ég fljótur að grípa tækifærið. Kom þessi hörkuduglega rússneska stelpa og þreif allt í bak og fyrir, ekki skemmir fyrir að hún hefur útlitið með sér. Ákvað ég að semja við hana um að hún kæmi um hver mánaðarmót, rétt áður en húseigandinn kæmi og þrifi hjá mér fyrir smá pening. Sú var til í þetta og nú þarf ég bara að vaska upp og sturta niður eftir mig. Ekki skemmir fyrir að húseigandinn er alltaf að hrósa mér fyrir hversu snyrtilegur ég er, reyndar er mig farið að gruna að haldi að ég sé hins segin vegna snyrtimennskunnar.

Til þess að fullkomna allt saman þá mun opna supermarkaður fyrir framan blokkina hjá mér þann 5. maí sem þýðir að það mun taka innan við mínútu að fara út í búð, þar sem ég mun einnig get keypt bjór. Allt mun þetta skila sér betri námsárangri og betra fjölskyldulífi. Er ég alvarlega að íhuga að framlengja dvöl mína hér í Eistlandi til þess að njóta þeirra kosta sem mér hefur hlotnast undanfarið.


Góð hvíld er nauðsynleg