Finnskur megrunarkúr
Var að gera mér grein fyrir því að nú er um það bil mánuður eftir að skólanum. Þó hyggst ég ekki á heimferð þar sem ég ætla mér að ferðast eitthvað í júní. Er ég að spá í að fara til Rússlands í eina viku en það er þó hægara sagt en gert þar sem ég þarf að verða mér úti um vegabréfsáritun. Síðan er ætlunin að fara í eina viku til Finnlands og heimsækja Suvi vinkonu og Harri ef hann verður ekki farinn í meðferð. Annars verð ég að játa að kommentið sem Agnes og Bárður settu hér að neðan um Tælandsför er að vísu ansi freistandi þar sem að maður hefur ekki séð mikið af sól undanfarið.
Reyndar er ég alveg hættur að botna í Harri. Eins og ég hef áður sagt að þá líður ekki sá dagur sem hann sullar í bjór og í hlutfalli við það hefur maginn á honum þannist út. Eitthvað hefur þetta verið að angra hann og í gærkvöldi fórum við á grískan stað sem selur mjög góðar pítur. Yfirleitt pantar maður sér tvær pítur þar sem þær eru frekar litlar en Harri ákvað að fá sér bara eina þar sem hann væri kominn á diet. Allt í góðu með það að borða minna en til þess að bæta upp orkutapið skolaði hann pítunni niður með stórum bjór. Meðan ég borðaði seinni pítunna pantaði Harri sér annan bjór. Sem sagt finnskur megrunar kúr "eat less, drink more".