Nú fer að styttast í að skólinn fari að enda. Búið að vera mikið um verkefnaskil og próf upp á síðkastið og í dag ætla ég að taka það rólega fyrir endasprettinn. Síðasta prófið mitt er 2. júní og reikna ég með að nota júní í að ferðast um Eistland og Finnland. Ég er búinn að fá einkunnir úr nokkrum kúrsum og er ég nokkuð sáttur við útkomuna lægsta einkun úr þeim er 8 og sú hæsta 9,3. Reyndar er ég mjög sáttur með 9,3 sem var hæsta einkunn í rúmlega 60 manna bekk og prófessorinn frá Bandaríkjunum þykir mjög smámunasamur og strangur. Til að mynda voru 11 nemendur sem fengu 0 og 10 aðrir sem voru með undir 5.
Reyndar byrja lokaprófin á mánudag eftir rúma viku og mun ég taka 3 próf ásamt því að þurfa skila verkefnum í öðrum fögum. Reyndar þarf maður að fara huga að því að panta miðann heim, spurning hvort maður komi ekki bara heim fyrstu helgina í ágúst, beint í verslunarmannahelgar stemmninguna.
Annars var síðasta helgi algjör snilld. Fór út í eyju (Saaremaa) sem er við austurströnd Eistlands ásamt öðrum erlendum nemum hérna. Fengum frábært veður, sólskin og 20 stiga hita allan tímann. Fór í fyrsta skipti í "smoked sauna" sem er algjör snilld. Þá er sánaklefinn hitaður upp með við í um það bil 8 klst. og fyrir vikið tekur það líkamann lengri tíma að hitna en líkaminn er þó betur hitaður en í venjulegu sauna. Eftir að hafa setið inní klefanum í 30 mín gat maður hlaupið út og stokkið út í tjörn án þess að finna fyrir verulegum kulda. Þarna sátum við öll inni í 3 klst. Ekki skemmdi fyrir umhverfið þar sem við dvöldumst en við vorum á sveitabýli þar sem að eigandinn (landlord) átti 80 hectara svæði. 1 hectari=10.000m2. Á föstudagskvöldið var kveiktur varðeldur og djammað fram eftir nóttu. Laugardeginum var eytt í skoðanaferð um eyjuna sem er mjög falleg og um kvöldið var haldin brúðkaupsveisla af eistneskum sið.
Annars er þessi helgi óráðin getur verið að ég fari til Tartu þar sem að eistnesk vinkona mín er búinn að bjóða mér í heimsókn og keyra með mig eitthvað um eistland. Síðan fer að styttast í Eurovision og er verið að skipuleggja mikla veislu í kringum það enda taka Eistar þessa keppni mjög alvarlega. Þá er ég að skipuleggja partý ársins þann 25. maí þegar úrslitaleikurinn í CL verður Liverpool-Milan. Síðustu helgina í maí ætlar Suvi að koma frá Finnlandi og verður gaman að sjá hana aftur eftir rúm tvö ár.