Sold Trafford
Jamm það eru forvitnilegir hlutir að gerast hjá ameríska knattpsyrnuliðinu Man Utd.
Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar hefur Malcolm Glazer nú náð völdum yfir Manchester United með því að eignast 75% hlut í félaginu. Glazer getur nú skráð félagið úr kauphöllinni í Lundúnum og hrint áætlunum sínum í framkvæmd án þess að taka nokkurt tillit til annarra hluthafa.Óljóst er hvort Galzer muni halda áfram að kaupa bréf þar til hann nær næsta áfanga, 90%, sem neyðir alla aðra hluthafa til að selja.
Maður er bara nokkuð stoltur að halda með liði þessa daganna sem er í úrslitum Meistaradeildar og hefur knattspyrnuhugsjónina í fyrirrúmi. Því miður getur það ekki keppt við peningamaskínur eins og Chelsea og United en ég held að Jamie Carragher orði þetta þetta best.
"Chelsea hefur keypt góða leikmenn og hafa frábæran knattspyrnustjóra en stuðningsmenn eins og okkar fást ekki fyrir peninga,"
"Ég er ekki að reyna að sína virðingarleysi í garð annara liða þegar ég segi það, að engir stuðningsmenn eru betri en okkar" sagði Carragher.
Það er vonandi að United fari að einbeita sér að upphaflegum gildum félagsins en því miður geta svona hlutir gerst þegar peningar skipta orðið meira máli en fótbolti. Það er forvitnilegt að vita hvað Emil gerir þegar Manchester United er komið í flokk með Coca Cola og öðrum amerískum stórfyrirtækjum?.