Monday, March 19, 2007

Er búinn að gefast upp blogspot kerfinu þar sem maður er alltaf að missa út færslur....er búin að stofna aðra síðu....

www.einare.blog.is

Thursday, February 22, 2007

Klámráðstefnunni aflýst

Maður getur eiginlega ekki þagað lengur,,,,,,Hvaða rugl er eiginlega í gangi í þjóðfélaginu?

Hvernig er hægt að fara fram á að banna saklausum og einstaklingum með hreint sakavottorð að koma til landsins á grundvelli starfsvettvangs hans? Þetta er svipað og Bretar myndu neita íslenskum sjómönnum að koma til Bretlands vegna þess að Íslendingar stunduðu hvalveiðar.
Ef þetta fólk væri búið að brjóta einhver lög þá væri það væntanlega til rannsóknar eða sæti í fangelsi. Maður veltir fyrir sér hvort að þessir einstaklingar geti komið hingað til landsins sem einstaklingar til þess að skoða Gullfoss og Geysi? eða hvort það sé velkomið hingað með fjölskyldur sínar?

Það er með ólíkindum hvað búið er að blása þetta upp í fjölmiðlum. Hefði þetta ekki verið nefnt í fréttum hefði þessi atburður farið fram án þess að nokkur maður yrði þess var.

Nú er fólk að fagna "sigri" yfir því að ráðstefnan verði ekki. Persónulega gæti mér ekki verið meira sama um hvort að þessi ráðstefna verði eða ekki. Ekki ætlaði ég að sækja hana eða fylgjast með henni enda hef ég ekki nokkurn áhuga á henni. Það sem snertir mig meira og ég hef meiri áhyggjur af er efnahagsástandið heima. Við erum að borga hæstu vexti í heimi, ein hæstu þjónustugjöld í heimi. KB Banki, Glitnir og Landsbankinn eru reknir með milljarði í hagnað og viðskiptavinir eru gjörsamlega blóðmjólkaðir. Á sama tíma leika Bankastjórarnir sér í Manager, stórveislum og laxveiðum. Við borgum hæsta matvöruverð í heimi, verðbólgan hefur hækkað úr 1,7% í 7,1% á tæpum tveimur árum og svona mætti áfram telja.

Af hverju eyðir fólk ekki meiru púðri í að deila á þessa hluti og reyna fá þessum hlutum breytt? Þessir hlutir snerta mig miklu meira heldur en hvaða fólk er að fara dveljast á Radison SAS.
Af hverju hefur fólk meiri áhyggjur af þessari heimssókn heldur stöðu mála í efnahagsmálum?
Af hverju hefur fólk ekki meiri áhyggjur af fólki sem er á biðlistum til þess að komast í lífsnauðsynlegar aðgerðar vegna þess að það skortir fjármagn í heilbrigðiskerfið.

Nú er búið að gefa fordæmi fyrir því að fólk sem starfa í iðnaði sem er ekki einhverjum hópum hér á Íslandi þóknanlegur hann fær ekki inngöngu í landið. Alcoa framleiðir vörur sem notaðar eru í skriðdreka og vopnaframleiðslu, allir starfsmenn Alcoa eiga ekki að fá að fara inní landið. Einhverjir kaþólskir prestar hafa orðið uppvísir að ógeðfelldum athæfum í störfum sínum, nú þýðir ekkert fyrir kaþólska presta að koma hingað til landsins.

Hingað kemur til landsins Roman Abrahamovic sem á að baki mjög vafasama sögu í rússlandi, hins vegar líkt vefsíðuhaldararnir ódæmdur maður og er reyndar milljarðamæringur. Það þýðir ekkert minna en að Forseti Íslands er fengin til þess að fylgja honum um landið. Hingað kemur til landsins Jiang Zemin og hann fær höfðinglegar viðtökur hjá stjórnvöldum þrátt fyrir að hafa brotið mannréttindi, skert tjáningafrelsi og nýðst á minnihlutahópum í heimalandi sínu,,,,,jú Kína er huge potential market economy!!!!.....

Svo virðist sem allir stjórnmálaflokkar hafi mótað sér stefnu í þessum máli, eins ómerkilegt og það er.....skýringin er einföld, það eru að koma kosningar. Það er spurning hvort að Frjálslyndiflokkurinn átti skilið þá gagnrýni sem hann fékk í innflytjendamálum?
Það virðist sem svo að allir flokkar hafi tekið upp stefnu þess flokks þ.e.a.s. að stjórna því hverjir eru mega koma til landsins, hingað eru ekki allir velkomnir.

Tuesday, February 20, 2007

Bölvað Icelandair

Það sem er mest óþolandi er þegar maður kvartar yfir lélegri þjónustu er að fá engar skýringar eða svör. Hef núna í tvígang sent Icelandair kvörtun vegna lélegrar þjónustu og í hvorugt skiptið fengið eitthvað feedback.

Þann 3. janúar síðastliðinn var ég rukkaður um 4000 krónur af Flugleiðum eftir að ég ætlaði að tékka mig inn á Leifsstöð. Þannig var mál með vexti þegar pöntunin var gerð var sett inn skírnarnafnið mitt sem eftirnafn og öfugt. Þannig að ég var bókaður sem Eyjólfsson, Einar í stað Einar Eyjólfsson.

Þegar ég flaug þann 22.des frá Bretlandi með nákvæmlega sömu pöntun í höndunum var engin athugasemd gerð á check-in borðinu hjá Flugleiðum. Þegar ég benti konunni á Leifsstöð á þá staðreynd hafði hún engin svör og sagði mér að bara að fara á söluskriftofuna og borga fyrir breytinguna á miðanum. Þegar ég kom þangað var ég rukkaður um þessar 4000 krónur fyrir breytingu á miðanum og spurði afgreiðslustúlkan þar hvort ég væri tilbúinn að greiða fyrir þær breytingar.

Spurði ég að bragði hvort ég hefði einhverja aðra kosti í stöðunni....sem var auðvita ekki í þessu tilviki.

Frá því að þetta atvik hefur komið upp hef ég flogið með tveimur í öðrum flugfélögum og í gamni mínu lék ég mér að því að slá í skírnarnafni mínu eftir á. Í báðum tilvikum var engin athugasemd gerð af hálfu flugfélaganna. Í seinna skiptið benti ég viðkomandi stúlku við innritunarborðið á "mistök" mín og benti hún mér á að þau skiptu engu máli. Vélin tæki á loft hvort sem Einar Eyjólfsson eða Eyjólfsson, Einar væri í sæti nr 29A.

Ég velti fyrir hvað gera þau á innritunarborðinu í þessum málum þegar afríkumaður með t.d. 8 nöfn tékkar sig inn?

Ég get einnig miðað annari miður skemmtilegri reynslu minni af Flugleiðum í þessum ferðum mínum. Þann 22. des í allri ösinni sem var þá í Heathrow þurfti ég að skipta um terminal. Á rafræna miðanum mínum sem ég fékk frá Flugleiðum stóð að flugið mitt væri frá terminal 2. Dreif ég mig frá terminal 4 að terminal 2 til þess að ná fluginu með allann farangurinn og þurti meðal annars að hýsa í rúman klukkutíma í tjaldi fyrir utan bygginguna. Þegar ég loks komst inn eftir að mínu holli var hleypt inn þá var ekki að sjá innritunarborð frá Flugleiðum. Eftir að hafa spurst fyrir um innritunarborðið fékk ég þau skilaboð að búið væri að flytja innritunarborð Flugleiða í terminal 1.
Þangað þurfti ég svo að hendast í stresskasti en náði þó fluginu, sem seinkaði þó ekki nema um 7 klukkustundir. Hefði verið vel þegið að fá sendan póst um breytt terminal í tíma líkt Icelandexpress sendir viðskiptavinum sínum.

Þá langar mig aðeins að kommenta á þjónustuna um borð. Flugleiðir lítur ekki á sig sem lágfargjaldaflugfélag og þá gerir maður vissulega væntingar um að þjónustan um borð sé betri en hjá lágfargjaldaflugfélögum.

Á leiðinni til Íslands var ekkert útvarp eða hljóð í sætum, þannig að maður gat ekkert fylgst með því sjónvarpsefni sem var í boði eða hlustað á tónlist. Skjárinn sem var beint fyrir framan mig og var næst mér var grænn allann tíman.
Þá var maturinn um borð í báðum þessum ferðum vægast skelfilegur. Langar að benda flugfélag sem veitir mjög góðan mat um borð, Turkish Airlines.

Það er alveg á tæru að ég mun í framtíðinni reyna eftir fremsta megni að sniðganga það að þurfa ferðast með Icelandair þar af leiðandi hef ég bókað ferð með Icelandexpress næst til Íslands. Held að Icelandair ætti alvarlega að fara íhuga að bæta þjónustu sína við viðskiptavini sína annars er ég ansi hræddur um að sú uppsveifla sem verið hefur hjá fyrirtækinu undanfarið verði skammvinn, þegar viðskiptavinirnir fara leita annað....

Wednesday, January 17, 2007

HAHAHAHA!!!
Nýr leikmaður kynntur til sögunnar hjá þeim bláu.
Gulldrengurinn snýr aftur heim!
Úffff,,,get haldið endalaust áfram,,,,held að myndin
ein og sér sé nóg til þess að fá hláturskast.

Wednesday, January 10, 2007

Istanbúl á morgun

Kannski kominn tími á smá bloggfærslu en maður er kominn aftur til Genf þar sem ég á tvo mánuði eftir af samningi mínum. Hafði það gott um jól og áramót fyrir utan smá kvefflensu milli jóla og nýárs, var samt ágætt að komast aftur burt úr íslenska skammdeginu og í birtuna í Sviss. Reyndar búið að vera skrítið veður undanfarið í Sviss miðað við árstíma en þetta er einn heitasti janúar mánuður í Sviss frá því að mælingar hófust. Það þýðir að maður þarf að fara hátt upp í fjöllin til þess að komast á skíði en ekki það að mér liggi eitthvað á að komast á slíkt þar sem við erum búin að bóka 5 daga ferðalag til Istanbúl á morgun. Kostar ekki nema um 45.000 krónur flug fyrir okkur bæði og gisting á fjögurra stjörnu hóteli. Það verður gaman að fara kanna upprunan í múslimaríkinu og aldrei að vita nema maður hitti Ismael eða Rahmad.

Ætla að reyna nota þessar síðustu helgar sem maður hefur hérna til þess að ferðast. Er að plana helgarferð til Hamburgar, með viðkomu í Luneburg, hefði verið toppurinn ef Nonni og Steinar hefðu ekki guggnað á því að fara. Svo verður pottþétt farið í skíðaferð auk einnar borgarferðar sem ekki hefur verið ákveðin. Svo má auðvita ekki gleyma því að ég er búinn að ráða mig í nýja vinnu í byrjun mars.

Thursday, December 21, 2006

Heimferð á morgun

Þá er farið að styttast í að maður fari að lenda á klakanum. Reyndar spurning hvort maður geti kallað þetta land klaka nema þá bara yfir sumartímann, þar sem að allt er á floti þarna samkvæmt fréttum sem maður hefur séð. Samt sem áður get ég ekki neitað því að það var erfitt að verjast hlátri þegar maður horfði á sumar fréttir, eins og þessa hérna. Þar segir að bóndinn og fréttamaðurinn hafi átt fótum sínum fjör að launa. Þegar þetta er skoðað betur eru það eiginlega myndatökumaðurinn og fréttamaðurinn sem gjörsamlega fríka út af hræðslu, meðan bóndinn er tiltölulega rólegur. Það sem er kannski verst af öllu er hræðsla myndatökumannsins sem átti tækifæri á frábæru fréttaskoti og verðmætu myndefni,,,,,en þess í stað sér maður bara jörðina og öran andardrátt myndatökumannsins.

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=206756

Þetta myndskeið fer væntanlega ekki í sögubækurnar með stórbrotnum fréttamyndum sem gleymast seint.

http://video.google.com/videoplay?docid=-4991115915112877160&q=amazing+videos&hl=en

Fyrir þá sem hafa gaman af einstökum fréttamyndum er þetta vefurinn World Press Photo

Wednesday, November 22, 2006

Borat

Fór á Borat í síðustu viku og skemmti mér konunglega. Það besta við hana er hvað Bandaríkjamenn koma illa útúr þessari mynd og enn betra að þeir gera sér enganveginn grein fyrir því að þeir eru einn helsti skotspónn myndarinnar. Ætla ekki að fara ræða einstök atriði úr myndinni en það eru ófáar senurnar sem maður hreinlega grenjar úr hlátri.

Á morgun held ég til Portúgal þar sem starfseiningin ætlar í vinnu- og skemmtiferð. Þar hitti ég einnig Maj-Britt sem kemur með flugi frá Bretlandi á. Verð að vinna allan föstudaginn og geri ráð fyrir að hún verði verslunum á meðan. Veit að hópurinn ætlar að vera nánast allur saman yfir helgina í Lissabon þannig að ég geri ráð fyrir að það verður farið eitthvað út að borða og kíkt á næturlífið. Verð að játa að ég veit ekki mikið um þessa borg enda aldrei komið til Portúgals þannig að það verður eflaust fróðlegt. Ekki segja annað en að maður hafi verið virkur í ferðalögum undanfarið. Búinn að fara tvisvar til Luxemborg og Brussell í tenglsum við EFTA, rómantíska helgarferð til Parísar og ekki rómantíska ferð til Zurich. Síðan er það Portúgal þessa helgina og eftir hana koma einhverjar þrjár helgar sem maður hefur áður en maður heldur heim í jólafríið.

Langar ekki að tala mikið um enska boltann en maður getur þó stundum fagnað óförum annarra þegar liðið manns er í skítnum. Játa að ég fagnaði mikið sigri Celtic á United í gær og efast ekki um að næstum allir yrðu sáttir að sjá Benfica vinna United í síðasta leiknum í riðlinum sem myndi gera það að verkum að United kæmist ekki áfram,,,,ekki ósvipað og Porto gerði hér um árið.