Tuesday, June 28, 2005

Monday, June 20, 2005

Finnland að baki

Þá er maður búinn að koma sér tilbaka frá Finnlandi en ferðin gekk mjög vel. Byrjaði á því að fara til Helsinki þar sem maður var samferða Finnum sem voru í áfengisinnkaupum í Eistlandi. Má eiginlega segja að þetta sé hálfgerð dauðaganga fyrir þá þar sem að það er keypt fyrir eins mikið og menn geta borið.

Var kominn til Helskinki um miðjan miðvikudag og verð að játa að hún er ekki mikið frábrugðin örðum stórborgum í Evrópu. Helsti kostur hennar er hins vegar að borgin er mjög lífleg, tónlist allstaðar og mikið af fólki. Annars kostur við að heimsækja Finnland er að Finnar eru mjög kurteisir og opnir. Helstu ókostir Finnlands er að það er mjög dýrt að heimsækja það, ekki ósvipað og Ísland. Veitingastaðir, samgöngufaratæki, hostel og öll þjónusta er í dýrari kantinum.

Var í Helsinki án þess að gera eitthvað meir en að skoða mig um en kíkti reyndar aðeins út um kvöldið og fór á skemmtilega útitónleika sem haldið var í húsasundi í miðborginni. Fór næsta dag til Salo sem er um 25 þús. manna bær. Þar hitti ég Suvi og Lauru sem veittu mér fría gistingu. Salo er mjög rólegur en fallegur staður sem er þakinn skógi. Reyndar 70% af Finnlandi þakið skógi. Ekki var gert mikið þarna enda ekki mikið í boði fórum á veitngastað og tjöttuðum eitthvað frameftir.

Á föstudaginn fór ég norður til Kokkola. Þar upplifði ég furðulegustu lestarferð mína á ævinni. En skammt frá Kokkola var stæðsta Rokkhátíð í Finnlandi á þessu ári en þangað voru komnar helstu þungarokkhljómsveitir í heimi með Marlyn Manson fremstan í flokki. Verð ég að játa að þvílíkt samansafn af ólíkum einstaklingum hef ég ekki séð. Þarna mátti sjá gúbbur eins og Gothic, pönkara, rappara og eitthvað sem ég hef ekki orð yfir. Til að mynda var einn gaurinn þarna með tattú á öllum líkamanum þar með talið allt andlitið og ekki nóg með það þá var hann einnig þakinn eyrnarlokkum.

Harri tók á móti mér í Kokkola sem eru um 35 þús. manna bær en virkar eins og risavaxið Borgarnes af því leyti að það gerist nákvæmlega ekki neitt. Held að Harri hafi tekið mig í 3 tíma göngutúr og ég held að ég hafi mætt þremur einstaklingum á gangi. Í kokkola er fjögur verslunarmoll og voru þau nánast tóm. Það sem vakti hins vegar athygli mína að öll götuheiti og skilti voru á finnsku og sænsku. Til dæmis var á lestarstöðinni skilti sem dagði Kokkola/Karleby, ein gatan hét á sænsku Strandgata, önnur Thorsgatan og svo koll af kolli.
Um kvöldið komu þeir Giovanni, Guido, Michalis og Erik á staðinn og settumst við í garð og héldum mikið partý. Síðar fórum við reyndar á skemmtistaðina í Kokkola sem eru reyndar ekki margir en þar var þó eitthvað fólk.

Á laugardeginum fóru þeir fjórmenningar en ég var áfram hjá Harri. Þar sýndi hann mér meira af Kokkola sem er ekki mikil turist attraction líkt og Borgarnes verður að segja. Um kvöldið buðu foreldrar hans okkur í grill og var það algjör snilld. Loksins fékk maður grillmat og loksins heimatilbúinn mat, ég hreinlega gat ekki hætt að borða. Þar kynntist ég finnskri hefð sem felur í sér að maður verður ad taka vodka skot í hvert skipti sem maður fyllir á diskinn. Held að ég hafi tekið þrjú skot með matnum. Um kvöldið kom svo frændfólk Harris í heimsókn og þvílíka drykkjuveislu hef ég sjaldan séð. Varð ég eiginlega kjaftstopp hve miklu magni af áfengi fólk gat innbyrgt. Engu að síður var þetta mjög skemmtilega og gaman að sjá finnskt heimili.

Sunnudagurinn fór einingis í að kveðja og ferðalag til Tallinn sem tók um 9 klst. Var kominn hingað seint á sunnudagskvöldið, þreyttur en ánægður eftir vel heppnað ferðalag :)

Tuesday, June 14, 2005

Finnland a morgun

A morgun verdur vaentanlega sidasta ferdalagid i tessari ferd en ta mun eg fara til Finnlands. Mun dveljast eina nott a finu hosteli i Helskinki. Daginn eftir fer eg til Salo tar sem eg mun vera i eina nott. Skildist a Suvi og Lauru ad tad se einhver hatid tar i gangi tessa daganna tannig ad tad aetti ad vera eitthvad um ad vera. A fostudeginum fer eg svo nordur til Kokkola og hitti Harri og fru. Er buinn ad vera lesa mig eitthvad um Finnland og finna einhverja stadi til ad skoda en tvi midur er timinn ekki mikill. Aldrei ad vita nema madur framlengi midan og eitthvad sidar tilbaka.
Ef einhver tarf ad na i mig verd eg med islenska numerid medan eg verd i Finnlandi.

Sunday, June 12, 2005

Nu er farid ad styttast i heimferd, ekki nema einhverjar vikur tar til madur komi heim. Tad er frekar einmannalegt herna nuna tar sem ad flestir eru farnir heim eda eru a einhverju ferdalagi. Harri for til Finnlands i dag en eg mun sja hann reyndar naestu helgi tegar eg heimsaeki hann i Kokkola. Eg fer reyndar yfir til Finnlands a midvikudaginn og verd eina nott i Helsinki. A fimmtudeginum fer eg til Salo sem er um 150 km fra Helsinki og heimsaeki taer vinkonur Suvi og Lauru en taer hafa sagt mer ad tad se eitthvad um ad vera tar a fimmtudag. A fostudeginum fer eg til Kokkola tar sem ad Harri bidur med einn kaldann. Tar mun eg einnig hitta Giovanni, Guido, Erik og Michalis sem verda a ferdalagi um Finnland a sama tima og eg. A sunnudagskvoldinu a eg bokad far aftur yfir til Tallinn.

Annars er helgin buin ad vera roleg hja mer. Er eiginlega bara buinn ad vera plana Finnlandsferdina og var rett i tessu ad boka fint herbergi a hosteli i Helskini. A morgun verd eg ad fara i skolann og reyna huga adeins ad lokaritgerdinni en loksins er eg buinn ad finna ritgerdarefni sem mun fjalla um European identity an tess ad fara nanar uti tad her.

Thursday, June 09, 2005

Eistland-Portúgal

Í gær fór ég á landsleik Eistlands og Portúgal sem endaði með sigurmarki Ronaldo. Eiginlega er forsaga þess hvernig ég komst á leikinn öllu áhugaverðari. Þannig var að Michael vinur minn frá Sviss fór upp á fjórðu hæð á Radison Hótel þar sem er veitingastaður og gott útsýni yfir Tallinn. Þegar hann var þar uppi komu þeir Figo og Petit inná staðinn ásamt forseta portúgalska knattspyrnusambandsins. Fór hann og fékk eiginhandaráritun hjá þeim og spurði hvar væri hægt að fá miða á leikinn. Dró þá forsetinn upp miða og gaf honum VIP miða á landsleikinn.

Nú kem ég til sögunnar. Þannig var að Michael þurfti að fara heim sama dag og leikurinn var og komst því ekki á leikinn og var hann mjög niðurbrotinn yfir því. Hann varð hins vegar enn niðurbrotnari þegar hann fattaði það að hann hefði verið með myndavélina í vasanum þegar hann hitt Figo og Petit. Ég verð að játa að ég hef sjaldan séð niðurbrotnari mann. Ákvað hann að gefa mér miðann sinn þar sem hann sagðist aldrei hafa séð sjúkari knattspyrnuáhugamann og sem verðlaun fyrir meistaradeildina.

Skellti ég mér á leikinn í gær og mætti í VIP stúkuna þar sem ég sat í hópi Portúgala sem flestir voru jakkaklæddir og ásamt leikmönnum úr 21 árs landsliði Portúgala. Þar sat ég við hliðina á strák sem heitir Hugo Almeida sem spilar með Boavista en ég verð að játa að ég þekki ekki mikið til hans en verður forvitnilegt að fylgjast með honum í framtíðinni. Spjallaði ég aðeins við hann en hann var mjög forvitinn um Ísland og spurði talsvert um land og þjóð.

Leikurinn var alveg ágætur þó svo að Portúgalir hafi verið mun betri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ronaldo skoraði síðan í seinni hluta fyrri hálfleik eftir sendingu frá Figo. Reyndist það sigurmarkið þrátt fyrir að Eistar hafi fengið ágætis færi til að jafna á síðustu mínútu leiksins.

Eftir leikinn var síðan farið í kaffi í sérstöku herbergi þar sem að leikurinn var ræddur þar sem að þeir sem voru í VIP stúkunni fengu inngang. Þarna hitti maður voru einhverjir stórkarlar úr viðskiptalífinu bæði frá Eistlandi og Portúgal ásamt leikmönnum 21 árs liðsins. Síðar komu nokkrir leikmenn úr báðum liðum inní herbergið en því miður ekki allir. Þeir sem ég þekkti þarna úr voru Deco, Tiago og Alex. Þarna var ég ásamt félaga mínum frá Portúgal sem fékk hinn miðann frá Michael í c.a. hálftíma þar sem við gengum á milli manna og spjölluðum um leikinn. Alla vega þá var ég virkilega sáttur við þennan dag og ég reikna með að vera ekkert að segja Michael of mikið frá þessu þar sem hann myndi endanlega fríka út.

Tuesday, June 07, 2005

Leynigestur Fjeldsted farinn (ad eg held)

Ja, eg get alveg fullyrt tad ad koma drengsins stod FYLLIlega undir vaentingum. Aetla samt ekkert ad vera tja mig um hvad var gert og hvad gerdist. Agaett ad hafa tetta bara tannig: What happened in Estonia, stays in Estonia.

Annars var eg ad fa einkunn ur European Integration og ma segja ad kallinn hafi sprengt skalann eda A+ sem er 10 og gott betur ta nadi eg ad svara aukaspyrningunni lika rett sem gaf mer 10,3!! i einkunn. Held ad sa naesti hafi verid med 9,2 i einkunn og medaleinkun i kursnum var um 7,5. Verd samt ad jata ad eg hafdi tekid adur kurs upp a Bifrost um svipad efni tad er stofnannauppbygginum og stefnumal ESB en engu ad sidur ta synir tetta bara ad eg hef laert eitthvad og ad Bifrost er topp skoli ;)

Thursday, June 02, 2005

Sidasta prófid ad baki!!!!

Ta hefur madur lokid sidasta prófinu hérna i Eistlandi og jafnframt sidasta profinu i MA naminu. Held ad eg hafi stadist tetta nokkud orugglega en tetta var krossapróf med 15 spurningum. Lauk profinu eftir um 15-20 min. og gekk ut fyrstur, öruggur sigurvegari, eins og Liverpool mönnum er einum lagid. Reyndar var tetta próf 50% af lokaeinkunn en höfdum adur tekid annad eins krossaprof fyrr a önninni. Er kominn med einkunnir ur flestum fögum sem liggja a bilinu 8-9,5 er bara sattur vid tad.

Nu tekur vid ritun lokaritgerdar en er ad spa i ad skrifa um stefnu ESB gagnvart minnihlutahopum eda innflytjendum og reyna ad tegnja tad tjoderniskennd. Aetla ad reyna byrja eitthvad nu i juni ad skrifa eitthvad eda taka einhver vidtöl. Sidan hyggst eg kikja yfir til Finnlands um midjan juni en eg reikna ekki med ad fara til annarra landa ad tessu sinni.

Nu er bara ad fara ut a flugvöll eftir tvo tima og taka a moti leynigesti Fjeldsted tad er ad segja ef hann er um bord. Aldrei ad vita nema madur skrifi einhverja ferdasogu tegar vid hofum afrekar eitthvad heimskulegt. Alla vega verdur haldid upp a proflok i kvold og jafnvel eitthvad frameftir helginni.

Wednesday, June 01, 2005

Leynigestur Fjeldsted kemur a morgun

Ta er tad ad skella a en i dag flygur hann til Kaupmannahafnar. Reyndar tarf hann ad vakna kl 9 i fyrramalid og er eg a badum attum hvort hann nai fluginu tar sem ad hugurinn og reynslan segir mer ad hann eigi eftir ad kikja a strikid i kvold. Hvort sem ad hann naer fluginu eda ekki er eg nokkud viss um ad Danaveldi kaeri sig um navist tesssa einstaklings og verdur hann vaentanlega sendur hingad med fyrsta flugi eda gam.

Er eg nokkud vel undirbuinn fyrir komu leynigests Fjeldsted tar sem eg hef fyllt isskapinn af bjor og allur otarfa varningur eins og mjolk, alegg og kjot hefur verid sett inni skap. Ta akvad eg sidustu helgi ad fara ekkert a djammid og bragda ekki bjor tar sem eg veit nakvaemlega hvad bidur min naestu trja daga. Reikna eg med ad tegar eg lik sidasta profinu a morgun ad fara beint uta flugvoll og tekka hvort ad farfuglinn hafi komist um bord, ef ekki ta mega Danir vara sig.