Monday, January 31, 2005

Eistland heilsar

Ta er madur buinn ad vera i Tallinn i heila tvo daga og margt sem hefur komid a ovart. Eg var mjog heppinn med ibud en eg er einn i tveggja herbergja ibud i midbaenum alveg vid skolann.
Nog plass fyrir gesti allavega. Tad sem kom mer mest a ovart var hversu vel buin hun var en tar var upptvottavel (hef reyndar aldrei notad slikt taeki), gervihnattarsjonvarp med yfir 50 stodvum, orbylgjuofn o.fl..

Reyndar var eg dalitid radvilltur tegar eg kom inni ibudinna i fyrsta skiptid tar sem ad folkid sem eg leigi af minnir ohjakvaemilega a foreldra Raymonds i tattunun Everybody loves Raymond. Hann Russi og fra Eistlandi og i hvert skipti sem hun opnadi munninn fussadi kallinn og noldradi. Samt sem adur voru tau mjog vingjarnleg gagnvart mer.

Eftir ad hafa skrifad undir samninginn aetladi eg ad fara koma mer fyrir en tad var vist enginn timi til tess tar sem ad gaurarnir sem sottu mig drifu mig uppi bil og syndu mer skolann og settu mig ut tar sem ad bua Itali og Finni. Adur en eg vissi af vorum vid a leid i party og eg bara med visakortid og vegabrefid a mer. Fyrir algjora tilviljun ta hafdi eg skrifad heimilsfangid mitt a mida sem atti eftir ad koma ser vel til ad komast heim um nottina. I partyinu voru um 18 skiptinemar samankomnir og var tadan haldid a skemmtistad. A leidinni var fajrfest i vodka og ta kom fyrsta menningarsjokkid. Jamm halfur liter af vodka a 85 kronur islenskar. Nu haettir madur tessu bjor sulli og fer ad sotra vodka ser til daegrarstyttingar :) . Tetta endadi nattla bara einn veg ad madur var ordinn vel i glasi og ekki hjalpadi treyta ferdarinnar til. Um klukkan fjogur sa eg a leiknum var lokid og tar sem eg hafdi ekki hugmynd um hvar eg bjo ta kom midinn ser vel.

Annars hefur bara allt gengid vel. A samt i sma erfidleikum med ad skilja ekki eistnesku. Lenti til ad mynda i tvi ad kaupa mer sjavarrettargradostapizzu. Sa hana bara i ofninum og fannst hun mjog grinilega, helt ad tetta vaeri magaritapizza en annad kom a daginn.
Reyndar bjost eg ekki vid ad tad vaeri svona hrikalega kalt herna. Ljost ad islenska ullarpeysan hefdi komid ser vel. Reyndar er eg ekki hissa ad vodkinn se svona odyr og kvenfolkid svona fallegt herna enda iljar hvort tveggja. Annars er skolinn ad fara byrja a fullu a morgun og madur tarf ad fara gera sig klaran i namid.

Friday, January 28, 2005

Á förum

Eftir nákvæmlega sólarhring verður maður staddur í öðru landi sem maður hefur ekki áður stigið fæti á. Flýg í fyrramálið til Danmerkur og um hálf fjögurleytið að íslenskum tíma á ég að lenda í Eistlandi. Er búinn að pakka og allt klárt í nokkurra mánaða dvöl. Verð að játa að það er kominn nettu fiðringur í mann og ætla ég að lofa vera duglegri að blogga úti en hér heima upp á síðkastið. Bið ég bara að heilsa öllum á klakanum í bili og sjáumst í sumar.

Tuesday, January 18, 2005

.

Saturday, January 08, 2005

Laugardagskvöld

Ekki mest spennandi laugardagskvöld sem ég hef upplifað. Að vera blogga á laugardagskveldi ber merki um elli eða uppgjöf. Til þess að létta kvölina hef ég fengið mér nokkra bjóra.
Nýja árið fer ágætalega af stað, allt eins og það á að vera. Ekkert hefur breyst meira segja Davíð Oddsson heldur áfram að líka Íraksstríðinu við uppskurðinn sem hann fór í síðastliðið sumar. Persónulega finnst mér þetta mjög svo ógeðfelld samlíking. Fyrir utan að gera mjög lítið úr skoðun c.a. 80% þjóðarinnar óháð í hvaða stjórnmálaflokki það styður þá metur hann líf sitt meira virðis en þeirra þúsunda manna sem dáið hafa í Írak. Persónulega tel ég að Bush sé mun meiri ógnun við heimsfriðinn heldur en Saddam var nokkurn tímann. Ef einhverjir halda að stríðið sé á enda eða friður sé að komast á í Mið-Austurlöndum skjátlast þeim illilega, því miður held ég að þetta ástand sé einungis byrjunin. Hér á landi hefur maður orðið var við andúð gagnvart fólki frá Mið-Austurlöndum, hvort sem um er að ræða araba eða gyðing. Persónulega tel ég að rót vandans sé Bandaríkin. Ef ég ætti að velja á milli þess að þurfa dvelja tímabundið í návist araba eða Bandaríkjamanns er ekki nokkur vafi að ég myndi velja araban. Bandaríkjamaðurinn væri líklegri til að vakna um miðja nótt og stinga mig til bana fyrir það eitt að hrjóta.

Ekki ætla ég að vera eyða meira púðri í þetta enda sjá um 80% þjóðarinnar mistökin í stuðning við innrás í Írak. Sem styður ennfremur að 20% þjóðarinnar er siðblind. Innrás sem byggð var á fölskum forsendum og getgátum. Vissulega var Saddam "geðveikur" en það á við ráðamenn í öðrum löndum eins og Sri Lanka, N-Kóreu og USA.




Wednesday, January 05, 2005

Er enn í letikasti eftir jólin þó svo að fríið hafi ekki verið mikið þessi jól. Það fer reyndar að koma gott frí hjá mér þar sem ég fer að hætta í vinnunni. Ætli ég eigi ekki þessa og næstu viku eftir. Verð að játa að það er kominn nokkur tilhlökkun í mann að hætta þessu vinnu rugli og fara einbeita sér að náminu. Fékk flugmiðann til Eistlands í dag en Anna systir sótti hann út á flugvöll í Köben. Bara þrjár vikur þar til maður fer út og get ég vart beðið. Ekki verður leiðinlegt að fá Nóa í heimsókn til Eistlands meðan maður dvelur þarna og skal ég lofa honum að hann verður ekki fyrir vonbrigðum. Ýmislegt hefur nú gerst í Rugluhólunum en það verða bara smámunir þegar Nói miðað við það sem verður brallað í Eistlands.

Hvernig er það Nói er ekki eitthvað að gerast í Rugluhólunum um helgina? langar að djamma,,,fékk ekki nóg um jólin og áramótin...



Saturday, January 01, 2005

GLEÐILEGT 'AR
.
....og verum (brjóst)góð á nýju ári.