Tuesday, August 15, 2006

Tæpar tvær vikur
Þá eru ekki ekki nema tvær vikur í að maður yfirgefur svæðið og haldi til stjórnstöðva EFTA.
Ætlar að fara út fyrr en áætlað var þar sem ég hef ákveðið að eyða nokkrum dögum í Danmörku áður en ég held til Genf. Við Maj-Britt förum saman til Danmerkur á mánudaginn 28. ágúst og munum gista í íbúðinni hennar Önnu meðan við dveljum þar. Ætlum að eyða dögunum í Kaupmannahöfn, kíkja í Nýhöfn, á Strikið og Tívólíið svo eitthvað sé nefnt, vona bara að veðrið verði jafngott og ég var síðast í Danmörku,,,,og ástandið á mér líka. Á fimmtudeginum verður flogið til Genf þar sem stefnan er sett að á að vera a.m.k. næstu 6 mánuðina. Ætlar Maj-Britt að koma með mér þangað og vera yfir fyrstu helgina, þannig að manni ætti ekki að leiðast fyrstu daganna. Þarf reyndar að mæta til vinnu á föstudeginum en mér skilst að það verði meira hugsað sem kynningardagur en formlegur vinnudagur.

Annars er maður bara enn að jafna sig í skrokknum eftir leikinn á móti Neista á laugardaginn og næsti leikur strax á morgun upp á Akranesi. Ljóst að það verður harður leikur og ekkert gefið eftir enda og svo loks á laugardag er síðasti leikur tímabilsins gegn Tindastól í Borgarnesi. Ekki laust við að maður sé hálffeginn að þetta sé að verða búið enda gengið ekki jafngott og maður hafði vonast til, en þó eins og við mátti búast. Ekki er ólíklegt að það verði síðasti leikurinn sem maður spilar opinberlega enda óljóst hvar maður verður staddur á jörðinni eftir eitt ár. Verð þó að játa að mig langar til þess að ná 100 leikjum með Skallagrím en eftir leikinn á morgun og laugardag verða þeir orðnir 91 talsins og mörkin c.a. 10. Þegar leikir með öðrum liðum taldnir með þá eru leikirnir rúmlega 110 og mörkin um 16. Það að þurfa ná 9 leikjum á einu tímabili þýðir að maður þarf að eyða heilu sumri í þetta og ég verð að játa að það er á mörkunum að maður nenni að vera keyra upp í Bgn og jafnvel norður á land úr Rvk annað sumarið í röð.

Síðan verður huge partý þann 26. ágúst. Útskriftin hjá Magga og Hildi. Nokkuð ljóst að maður þarf að fara setjast niður og semja einhvern pistil til þess að flytja. Þarf að skjóta nokkrum fallbyssukúlum áður en ég fer erlendis og svara fyrir þann pistil sem Maggi sendi mér á útskriftinni minni. Ætla bíða með að skjóta því sem ég ætlaði að skjóta á Pabba við betra tækifæri.

Friday, August 11, 2006

Styttist í Genf
Nú eru ekki nema fáeinir dagar dagar þar til maður yfirgefur landið og heldur á vit ævintýrana í Sviss. Er komin með helstu upplýsingar sem ég þarf á að halda en ég mun vinna í SGO Unit sem er eiginlega stjórnstöð EFTA. Þar mun ég sjá um að undirbúa fundi, afla tölulegra upplýsinga og vinna með ýmiskonar statistics. Skilst að þetta andrúmsloftið á vinnustaðnum sé heldur óformlegt þó svo að maður þurfi að vera í jakkafötum allann daginn. Það er ekki nema 25 starfsmenn EFTA þarna í Genf þannig að maður mér skildist að hópurinn væri náin og góður vinnumórall.

Þó svo að manni hlakki til að fara út að þá neita ég því ekki að það leynist líka smá kvíði. Það verður erfitt að hitta ekki fjölskylduna, vinina og Maj-Britt, sem ætlar þó að vera dugleg að koma út og heimsækja mig:). Maður er þó orðinn nokkur vanur að fara svona út, þar sem maður bjó einn útí Englandi og Eistlandi og þurfti að kynnast nýju fólki og aðlaga sig að nýju umhverfi. Alltaf gaman að prófa nýja hluti í lífinu og ég er ekki í nokkrum vafa að þetta verður ógleymanlegur tími. Skilst þó að skrifstofan sé lokuð í kringum jólinn þannig að ég mun væntanlega koma heim um jólin.

Annars eru síðustu dagar búnir að vera rólegir. Held ég hafi aldrei upplifað jafn rólega verslunarmannahelgi. Var í sveitakyrrðinni upp á Bifröst og horfði á fréttamyndir frá þeim stöðum sem mig langaði að vera á þ.e. Eyjar og Ásbyrgi. Verð hins vegar að játa að mér leiddist alls ekki og þegar uppi var staðið var þetta mjög fín helgi í sveitakyrrðinni enda í góðum félagsskap.

Ætla að nota seinni partinn í dag og fara kíkja á jakkaföt, þarf víst að kaupa tvenn til viðbótar þeim sem ég á. Ekki það skemmtilegasta sem ég geri að fara í verslanir og kaupa föt, allra síst jakkaföt þar sem að það tekur miklu meiri tíma að máta þau.

Thursday, August 10, 2006

Hvar er Steingrímur J. ?