Tuesday, May 31, 2005

Tveir daga í komu leynigests Fjeldsted

Koma hans mun snerta marga þætti dagslegs lífs í Eistlandi:

* Leynisgesturinn er karlmaður ( að talið er).
* Saku og A le Coq bjórverksmiðjurnar hafa aukið framleiðslu sína um 23% eftir að það spurðist út um komu hans.
* Leigubílstjórar hafa skipulagt móttökuboð á Stöðinni og 2. júní verður dagur leigubílsstóra í Eistlandi. 15% afsláttur á öllum fargjöldum.
* Rússneski minnihlutinn í Eistlandi ætlar að færa gestinum Saaremaa Vodkaflösku við landinnganginn og bjóða hann velkominn í samfélag minnihlutahópa.
* Rússneska mafían hefur kallað út aukamannskap á öllum vígstöðum.
* Innflutningur á getnaðarvörnum hefur einhverra hluta vegna dregist saman.
* Bareigendur hafa kallað út auka mannskap fyrir helgina.

Monday, May 30, 2005

Gömul kynni rifjuð upp + Leynigestur Fjeldsted

Fékk góða heimsókn um helgina þegar þær Suvi og Laura komu hingað yfir frá Finnlandi en ég hafði ekki séð þær síðan í des. 2002. Margar minningar komu upp í hugann þegar ég sá þær og rifjuðum við upp góðar stundir,,,Ich heisse Auch!! er náttúrulega ógleymanlegt. Partý í íbúðinni minni þar sem að Laura braut stofuborðið mitt,,eða öllu heldur borð eiganda íbúðarinnar.
Sátum við á kaffihúsi fram eftir degi þar til ég flygdi þeim niður á höfn þar sem þær versluðu eins mikið áfengi og þær gátu borið líkt og allir Finnar gera sem hingað koma.
Alla vega þá mun ég fara til Finnlands þann 15-19 júní þar sem ég mun hitta þær aftur.

Annars eru stóru fréttirnar þær að ég er að fá óvænta sendingu frá Íslandi næstkomandi fimmtudag sem verður endursend næsta sunnudag. Ljóst að það verður vegllega tekið á móti leynigesti Fjeldsted þegar hann mun stíga fæti á Eistneska grund. Er ekki frá því að gesturinn eigi eftir að vekja mikla athygli hérna þar sem að hann á fáa sinn líka hér. Kannski að Rússarnir sjá að þeir eigi eitthvað sameiginlegt.

Thursday, May 26, 2005

Bestir i Evropu!!!

Upplifi besta kvold aevi minnar i gaerkvoldi tegar Liverpool var Evropumeistari!! Stofan hja mer var stoppud af folki eda um 20 manns alls. Verd ad jata ad madur var buinn ad bua sig undir allt tad versta tala ekki um tegar stadan var 3-0 fyrir Milan i halfleik. En tvilikur seinni halfleikur ad eg hef aldrei ordid vitni ad odru eins. Eflaust bjuggust flestir vid leidinlegum 0-0 leik en raunin var besti urslitaleikur Meistaradeildarinnar.

.

Wednesday, May 25, 2005

Stundin er runnin upp!!!

.

Liverpool eda Milan? Er buinn ad bida eftir tessum leik i 20 ar , nu er stundin runnin upp. Buid ad skipuleggja party i ibudinni minni i kvold og vedmal komid i gang ef Liverpool vinnur ta mun eg snoda mig ef Milan vinnur mun Giovanni snoda sig.

Monday, May 23, 2005

Allt getur nú gerst í Rússlandi

Fyndin frétt frá Rússlandi þar sem að kjúklingur framdi sjálfsmorð á bændabýli þar sem hann þoldi ekki álagið sem fylgdi því að vera kjúklingur á býlini. Sjá frétt og mynd hér. Mæli einnig með öðrum fréttum þarna sem eru nokkuð fyndnar.

Tuesday, May 17, 2005

Sold Trafford

Jamm það eru forvitnilegir hlutir að gerast hjá ameríska knattpsyrnuliðinu Man Utd.

Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar hefur Malcolm Glazer nú náð völdum yfir Manchester United með því að eignast 75% hlut í félaginu. Glazer getur nú skráð félagið úr kauphöllinni í Lundúnum og hrint áætlunum sínum í framkvæmd án þess að taka nokkurt tillit til annarra hluthafa.Óljóst er hvort Galzer muni halda áfram að kaupa bréf þar til hann nær næsta áfanga, 90%, sem neyðir alla aðra hluthafa til að selja.

Maður er bara nokkuð stoltur að halda með liði þessa daganna sem er í úrslitum Meistaradeildar og hefur knattspyrnuhugsjónina í fyrirrúmi. Því miður getur það ekki keppt við peningamaskínur eins og Chelsea og United en ég held að Jamie Carragher orði þetta þetta best.

"Chelsea hefur keypt góða leikmenn og hafa frábæran knattspyrnustjóra en stuðningsmenn eins og okkar fást ekki fyrir peninga,"

"Ég er ekki að reyna að sína virðingarleysi í garð annara liða þegar ég segi það, að engir stuðningsmenn eru betri en okkar" sagði Carragher.

Það er vonandi að United fari að einbeita sér að upphaflegum gildum félagsins en því miður geta svona hlutir gerst þegar peningar skipta orðið meira máli en fótbolti. Það er forvitnilegt að vita hvað Emil gerir þegar Manchester United er komið í flokk með Coca Cola og öðrum amerískum stórfyrirtækjum?.

Friday, May 13, 2005

Nú fer að styttast í að skólinn fari að enda. Búið að vera mikið um verkefnaskil og próf upp á síðkastið og í dag ætla ég að taka það rólega fyrir endasprettinn. Síðasta prófið mitt er 2. júní og reikna ég með að nota júní í að ferðast um Eistland og Finnland. Ég er búinn að fá einkunnir úr nokkrum kúrsum og er ég nokkuð sáttur við útkomuna lægsta einkun úr þeim er 8 og sú hæsta 9,3. Reyndar er ég mjög sáttur með 9,3 sem var hæsta einkunn í rúmlega 60 manna bekk og prófessorinn frá Bandaríkjunum þykir mjög smámunasamur og strangur. Til að mynda voru 11 nemendur sem fengu 0 og 10 aðrir sem voru með undir 5.

Reyndar byrja lokaprófin á mánudag eftir rúma viku og mun ég taka 3 próf ásamt því að þurfa skila verkefnum í öðrum fögum. Reyndar þarf maður að fara huga að því að panta miðann heim, spurning hvort maður komi ekki bara heim fyrstu helgina í ágúst, beint í verslunarmannahelgar stemmninguna.

Annars var síðasta helgi algjör snilld. Fór út í eyju (Saaremaa) sem er við austurströnd Eistlands ásamt öðrum erlendum nemum hérna. Fengum frábært veður, sólskin og 20 stiga hita allan tímann. Fór í fyrsta skipti í "smoked sauna" sem er algjör snilld. Þá er sánaklefinn hitaður upp með við í um það bil 8 klst. og fyrir vikið tekur það líkamann lengri tíma að hitna en líkaminn er þó betur hitaður en í venjulegu sauna. Eftir að hafa setið inní klefanum í 30 mín gat maður hlaupið út og stokkið út í tjörn án þess að finna fyrir verulegum kulda. Þarna sátum við öll inni í 3 klst. Ekki skemmdi fyrir umhverfið þar sem við dvöldumst en við vorum á sveitabýli þar sem að eigandinn (landlord) átti 80 hectara svæði. 1 hectari=10.000m2. Á föstudagskvöldið var kveiktur varðeldur og djammað fram eftir nóttu. Laugardeginum var eytt í skoðanaferð um eyjuna sem er mjög falleg og um kvöldið var haldin brúðkaupsveisla af eistneskum sið.

Annars er þessi helgi óráðin getur verið að ég fari til Tartu þar sem að eistnesk vinkona mín er búinn að bjóða mér í heimsókn og keyra með mig eitthvað um eistland. Síðan fer að styttast í Eurovision og er verið að skipuleggja mikla veislu í kringum það enda taka Eistar þessa keppni mjög alvarlega. Þá er ég að skipuleggja partý ársins þann 25. maí þegar úrslitaleikurinn í CL verður Liverpool-Milan. Síðustu helgina í maí ætlar Suvi að koma frá Finnlandi og verður gaman að sjá hana aftur eftir rúm tvö ár.

Thursday, May 05, 2005

Liverpool til Istanbul!! (rimar lika)

Draumaurslitaleikurinn vard ad veruleika. Tannig er Giovanni italskur vinur minn herna er hardur AC Milan fan og tegar dregid var i 16 lida urslit var ljost ad lidin myndu ekki maetast neman ta i urslitaleik. Ekki bjost eg vid ad ord min myndu raetast tegar eg sagdi vid hann eftir 16 lida drattinn "we will then have to kick your ass in the finals"!!!.

Nu er moguleikinn til stadar og ljost ad vid munum fylgjast med urslitaleiknum hlid vid hlid a pobbnum.

Monday, May 02, 2005

Bænheyrður

Fyrir ekki löngu síðan bölvaði ég því að þurfa vaska upp, strauja eða ryksuga. Verst af öllu var að þurfa að labba útí búð sem tók heilar tíu mínútur í nístingskulda. Ekki nóg með það tók það heilar 5 mínútur að rölta útí næstu vínbúð eftir bjór. Nú er þetta allt að baki og nú get ég farið að sinna náminu og fjölskyldunni í meira mæli.

Eftir rúman mánuð sá ég að ég var engan vegin að höndla heimilisverkin upp á eigin spýtur eða öllu heldur ég var engan vegin að nenna því. Komst að því að heimilisverk eru eitt það leiðinlegasta uppátæki sem fundið hefur verið upp. Verð ég að játa að helstu hetjur í lífi mínu hér eftir eru mamma og ömmur mínar sem hafa sinnt þessu vanþakkláta starfi ásamt öðrum störfum eins síns liðs. Þegar útskriftarfélagið bauð uppá heimilisþrif í fjáröflunarskyni var ég fljótur að grípa tækifærið. Kom þessi hörkuduglega rússneska stelpa og þreif allt í bak og fyrir, ekki skemmir fyrir að hún hefur útlitið með sér. Ákvað ég að semja við hana um að hún kæmi um hver mánaðarmót, rétt áður en húseigandinn kæmi og þrifi hjá mér fyrir smá pening. Sú var til í þetta og nú þarf ég bara að vaska upp og sturta niður eftir mig. Ekki skemmir fyrir að húseigandinn er alltaf að hrósa mér fyrir hversu snyrtilegur ég er, reyndar er mig farið að gruna að haldi að ég sé hins segin vegna snyrtimennskunnar.

Til þess að fullkomna allt saman þá mun opna supermarkaður fyrir framan blokkina hjá mér þann 5. maí sem þýðir að það mun taka innan við mínútu að fara út í búð, þar sem ég mun einnig get keypt bjór. Allt mun þetta skila sér betri námsárangri og betra fjölskyldulífi. Er ég alvarlega að íhuga að framlengja dvöl mína hér í Eistlandi til þess að njóta þeirra kosta sem mér hefur hlotnast undanfarið.


Góð hvíld er nauðsynleg

Sunday, May 01, 2005

Your Inner European is Russian!



Mysterious and exotic.
You've got a great balance of danger and allure.



Það er ef til vill orðið tímabært að fara huga að því að panta miðann heim ef maður ætlar sér ekki að setjast að hér :S