Tuesday, October 31, 2006

París að baki

,,,hvað getur maður sagt eftir svona ferð annað en París er geggjuð borg. Ég skil núna af hverju svo margir nefna París sem uppáhaldsborg sína. Þessi borg hefur hreinlega allt sem þú leitar að, fjölbreytileika, fegurð, kyrrð, sögu og rómantík. Við Maj-Britt hittumst uppá hótelherbergi á föstudeginum þar sem byrjað var að skála í kampavíni fyrir komandi helgi enda bæði búin að bíða lengi eftir þessari helgi.

Fórum út að borða við fræga götu sem ég man ekki nafnið á :S. Verða að játa að það voru mestu vonbrigði ferðarinnar. Pantaði mér önd sem kostaði hátt í 3000 krónur og þegar maturinn kom á borðið fékk ég tvær þunnar sneiðar af andapaté, þrjá dropa af einhverri brúnni sósu og berjasultu. Langaði að fara gráta þarna við borðið, en MajþBritt gaf mér bita af sínum mat þannig að ég fór ekki alveg jafn svangur út af staðnum eins og ég kom inn á hann. Eftir matinn fórum við að skoða Sigurbogann og fórum þar undir en þaðan sáum við Eiffel turninn og ákváðum að taka lestina þangað. Vorum kominn þangað um hálf ellefu leytið um kvöldið sem þýddi að það var nánast engin röð og skelltum við okkur beint á toppinn, þrátt fyrir að sumum fannst nóg um hæðina á annarri hæð. Skal alveg játa að lyftuferðin upp á toppinn tók alveg þokkalega á jafnvægisskynið og kjarkinn. Lyftuferðin var þó alveg þess virði þegar maður horfði yfir París. Þarna sá maður upplýsta minnisvarða og byggingar auk þess sem ljósin frá strætum Parísar. Geggjað útsýni, geðveikt rómantískt, geggjað móment......damn, ætlaði ekki að láta þetta hljóma væmið en svona var þetta bara. Væri vissulega meira mascular að láta þetta hljóma,,"fórum upp Eiffel turnin sem er nú bara að bara eins og Hallgrímskirkjuturn, ekkert þar að sjá nema einhverjar gamlar byggingar og sveitta túrista".

Laugardaginn var mjög busy. Áttum pantað borð á veitingastað í Centre Pompidou safninu, sem reyndist einn af hápunktum ferðarinnar. Geggjaður matur, á geggjuðum stað og frábær þjónusta. Fæ enn vatn í munninn þegar ég hugsa matinn. Pantaði mér önd sem reyndist vera öndin sem ég hafði ætlað að fá mér kvöldið áður. Fengum okkur síðan súkkulaðiköku var ein sú besta sem ég hef smakkað. Mæli með að fólk á leið til Parísar panti sér borð á þessum stað með góðum fyrirvara. Síðan var haldið í skoðunarferðir að Notra Dame og þaðan fórum við á Musée du Louvre þar sem við sáum meðal Monu Lisu málverkið. Reyndar að safnið svo HUGE að það er ekki nokkur leið að skoða það allt í einni tilraun. Fórum síðan í verslunargötu þar sem við löbbuðum um en sumir áttu þó eitthvað orðið erfitt með gang á þessum tímapunkti, ætla ekkert að fara nánar út í það :). Um kvöldmatarleytið fórum við í Latínuhverfið þar sem við fengum okkur mjög góðan indverskan mat. Allt fullt af veitingastöðum þar og börum þar sem allt iðar af lífi. Fengum okkur síðan kokteila og bjóra áður en við héldum heim á leið á litlum bar þar sem að þjónninn tók öll völd í sínar hendur. Spilaði tónlistina, stjórnaði skjávarpanum og því hver átti að sitja hvar.

Fengum auka klukkutíma á sunnudeginum þar sem að Evrópubúar færðu klukkuna sína aftur um einn klukkutíma þann dag. Byrjuðum á því að fara skoða Sacre Coeur kirkjuna en fórum þaðan aftur niðri Latínu hverfi þar sem við borðuðum Crépes á litlu kósý kaffihúsi. Fórum þaðan inná hótelherbergi og lögðum okkur aðeins áður en við fórum og borðuðum kvöldmat á Buddha-Bar. Fengum mjög góðan mat í skemmtilegu umhverfi. Þjónustan í veitingasalnum var góð en það var samt pínufyndið að við vorum búin að kaupa mat fyrir 15.000 krónur og gefa c.a. 1000 krónur í tips að þegar Maj-Britt ætlaði að sækja kápuna sína í fatageymsluna var hún rukkuð um 1.50 evru. Kom það nokkuð flatt upp á okkur og áttum við aðeins 1.40 evru í klinki. Voru þjónustustúlkurnar í fatageymslunni ansi efins og horfðu á okkur eins og einhverja fátæklinga og ætluðu ekki að láta okkur fá kápuna. Eftir mikið krafs í veskinu fundust 2 evrur í veskinu. Kom þá á daginn að þær áttu ekki skiptimynt og með trega létu þær okkur fá kápuna og tóku 1.40 evrurnar. Segja má að endaspretturinn á ferðinni hafi reynst erfiðastur þegar þar sem ég fékk heiftarlega í magann og svaf ekki dúr alla nóttina eða allt til klukkan 5:30 þegar ég þurfti að fara upp á flugvöll. Þá tók ekki betra við að vesalingurinn í Lobbýinu kunni ekki á síma né að panta leigubíl, sem gerði það að verkum að ég þurfti að fara út og reyna finn leigubíl sem tókst þó eftir nokkuð labb og stress. Var kominn síðan í vinnuna kl 10:30 þreyttur og slappur.

Þrátt fyrir smá hrakfarir í lokin verð ég að segja að þessi ferð var ein sú besta sem ég hef farið og ég mæli hiklaust með að fólk fari og skoði París.

Friday, October 13, 2006

Nokkur myndbönd til þess að kveikja upp í mönnum fyrir helgina

Það fyrra var mikið spilað á (r)Ugluhólunum til þess að hressa menn við fyrir helgarnar eða einfaldlega til þess að lífga upp á tilveruna. Eitur hresst lag. Eric Prydz með lagið
Call on me.

Hitt lagið heitir Booba og ég sá það á franska MTV, skal játa það að ég hef ekki staldrað jafnlengi á franskri sjónvarpsstöð og þegar ég sá þetta myndband.....legg til að þið signið ykkur upp hjá Youtube til þess að sjá þessi myndbönd :)

Góða helgi!!!

Tuesday, October 10, 2006

Ferðalög framundan















Nú eru ekki nema 17 dagar þangað til að maður pakkar niður og skellir sér í helgarferð til Parísar. Hitti Maj-Britt þar þann 27. okt og munum við dvelja þar fram á mánudag. Gerði mér eiginlega grein fyrir því hvað ég veit lítið um París þegar ég var spurður hvað ég ætlaði að gera og hvað ég ætlaði að skoða. Ljóst að maður fer upp í Eiffel turning að kvöldlagi og kíkt verður að franska veitingastaði og kaffihús. Að sjálfsögðu verður síðan bragðað á frönsku rauðvíni.

Helgina þar á eftir munu síðan Anna systir og Pabbi koma í heimsókn til mín. Ljóst að maður þarf að undirbúa þá heimsókn, reyndar auðvelt að gleðja kallinn, fullt af góðum veitingastöðum hérna og svo eru Svisslendingar frægir fyrir súkkulaðið sitt. Spurning um að fara með Karlinn í Lindt súkkulaði verksmiðjuna. Það yrði nú bara eins og Charlie and the Chocolate Factory.














En það eru fleiri ferðalög framundan. Fer til Lissabon þann 23. nóvember til 26. nóvember þar sem að um er að ræða nokkurskonar starfsmannaferð, sem felst bæði í vinnu og svo fríi yfir helgina. Þannig að maður fær tækifæri til þess að sjá Lissabon og mjög hagstæðum kjörum. Ákváðum við Maj-Britt að gefa hvort öðru í afmælisgjöf ferð handa henni til Lissabon þar sem við eigum bæði afmæli í kringum þessa daga. Hótelið er ekkert af verri endanum 5 stjörnu hótel í miðborg Lissabon. En hér má sjá myndir af því.

Annars er maður búinn að panta farið heim um jólin. Kem heim þann 22. des og fer út aftur þann 3. jan. Ljóst að tíminn er naumur sem maður hefur, jákvæða þó að það verður búið að gera allt fyrir jólinn þannig að maður getur nánast bara sest beint að matarborðinu. Tala ekki um að losna við allt stressið á Íslandi síðustu daganna fyrir jólin og það besta af öllu er að þurfa ekki að hlusta á síendurtekin jólalög í útvarpinu mánuðinn fyrir jólinn. Verður fínt að fá þetta svona í einum stórum skammti á daginn fyrir jólinn til að koma sér á jólaskap. Reyndar tók ég nú eftir því í um helgina að verið að var að setja upp jólaljós í nokkrum verslunum hérna í Genf. Einhver sagði mér að þeir versluðu jólagjafirnar mjög snemma og slökuðu svo á þegar nær drægi jólunum.

Hins vegar er ljóst að það verður að plana eitthvað partý milli jóla og nýárs eða jafnvel á gamlárskvöld.

Að lokum verð ég að minnast á að ég heyrði í Emma á sunnudaginn. Það var greinilega einhver þynnka í gangi en hann sagði mér góða sögur af næturlífinu í Rússlandi. Til að mynda þá er Face-Check á nokkrum skemmtistöðum, sem þýðir að ófríðu kvenfólki er ekki hleypt inn. Þá er öllum útlendingum hleypt inn þar sem að vitað er að þeir eyða manna mest.

Wednesday, October 04, 2006

Geggjuð auglýsing

Snyrtivörufyrirtækið Axe hefur verið duglegt að koma fram með frumlegar og sexý auglýsingar. Þessi slær þeim öllum við!!!!

http://www.youtube.com/watch?v=ZAOAcHz-aeU

Komst beint inná topp fimm yfir uppáhalds auglýsingarnar mínar.

Sunday, October 01, 2006

Þýskt sjónvarpsefni

Hvað gerir maður á sunnudögum þegar allt er lokað? Jú, maður liggur fyrir framan sjónvarpið og horfir á eitthvað skemmtilegt. En Frakkar, Þjóðverjar og Ítalir framleiða versta sjónvarpsefni sem hægt er að bjóða uppá. Er nú svo komið að ég er virkilega farinn rússnesku stöðvanna sem ég hafði í Eistlandi. Þar mátti þó alla vega njóta þess að sjá svarthvítar myndir af skógarhöggsmönnum sem börðust berhentir við skógarbirni og kappakstur milli tveggja Lada bifreiða á strætum Moskvu. Hérna er þetta verulega slæmt. Söngvaþættir eru virkilega vinsælir og á nánast öllum sjónvarpsstöðvum um allar helgar. Ímyndið ykkur "Það var lagið" í tíu mismunandi útgáfum, nema bara í helmingi ýktari útgáfum. "Það var lagið" er nú ekki svo slæmt eftir allt saman. Hemmi Gunn er töffari í flottum jakkafötum. Hemmi Gunn þeirra Þjóðverja hefði verið flottur árið 1977, með sítt að aftan í einhverjum furðulegum samsetningi af jakkafötum og þjóðbúningi, sem þarf helst að hafa nógu afbrigðilegan lit sem vonlaust er að útskýra.

Til þess að gefa ykkur smá hugmynd um hvað ég er að tala um ætla ég að sýna ykkur nokkrar myndir af þýskum sjónvarpsþáttum og þáttastjórnendum:

















Hérna má sjá þýska stjórnandann Thomas Gottschalk sem stjórnar þættinum "Wetten, dass...?! með J-Lo í settinu hjá sér. Myndi maður virkilega velja þessi jakkaföt vitandi það að maður væri að fara að taka á móti J-Lo? og myndi maður virkilega stara á kaffibollann á þessu augnabliki?. Idiot!













Ekki sjaldséð sjón! Það eru tugir svona þátta (yfirleitt raðað niður á helgarnar) þar sem þjóðverjar koma saman og syngja þýsk þjóðlög. Virkilega vont sjónvarpsefni. Ímynduð Íslenskan sjónvarpsþátt þar sem Thor Vilhjálmsson væri þáttastjórnandi klæddur upp í íslenska þjóðbúninginn, sungin væru íslensk þjóðlög og ALLIR í salnum myndu syngja með og vagga sér í takt. Við sérstök tilefni fengju sjónvarpsgestir að stíga þjóðdans, þegar rétta lagið kæmi í spilun og þá væri nú kátt í salnum og gleðin mikil. Sambærilegir þættir væru sýndir á Stöð 2, Ruv og Skjánum, allar helgar, á sama tíma. Svona gerist bara í Þýskalandi.










Jafnvel dýr eru ekki undanþegin ættjarðarást og þjóðbúningaæði Þjóðverja. Samkvæmt sænskum rannsóknum þá þjást 67% allra hundategunda af þunglyndi og er fæðingarþunglyndi meðal meðal tíkna (bitches) hvergi hærra. Hvergi er hærri sjálfsmorðstíðni meðal hunda en í Þýskalandi. Adolph (mynd að ofan) hefur barist við þunglyndi frá 7 mánaða aldri (jafngildir c.a. 5 mannsárum) eða frá þeim tíma er hann uppgvötvaði þjóðernisvitund sína.

Ég hef ekki sagt mitt síðasta í umfjöllun minni um sjónvarpsefni hér í Sviss!!!