Sunday, July 23, 2006

Liverpool vann Crewe í æfingaleik. Lindfield skoraði sigurmarkið eftir hælsendingu frá Fowler. Markið er hér.

Friday, July 21, 2006

Íslenskur landbúnaður
Það er búið að vera áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur farið af stað í kjölfar skýrslu matverðnefndar um hvaða leiðir skuli fara til lækkunar matvöruverðs á Íslandi. Allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að lækka matvöruverð en hvaða leiðir skuli fara til þess að ná þeim markmiðum eru menn ekki sammála. Ljóst er að tollar og önnur innflutningshöft er hvíla á matvöru eru ein stærsta hindrunin í að hægt sé að lækka vöruverð hér á landi. Hefur umræðan þar af leiðandi beinst að íslenskum landbúnaði. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa ekki orðið neinar breytingar til batnaðar á landbúnaðarkerfi þjóðarinnar. Einkennist núverandi kerfi af höftum og hömlunum þar sem hvorki hagsmunir bænda né neytenda eru látnir ráða för. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður hafi stjórnast af ríkri þjóðerniskennd fremur en efnahagslegum hagsmunum.

Viðbrögð stjórnvalda
Eftir að skýrslan kom út hafa stjórnvöld látið hafa eftir sér að nauðsynlegt sé að standa vörð um íslenskan landbúnað. Um það eru allir sammála en þýðir það óbreytt ástand?. Geir H. Haarde hefur látið hafa eftir sér að ýmislegt megi betur fara í landbúnaðarkerfinu. Af hverju hefur lítið sem ekkert verið gert síðastliðin 11 ár? Hverjir eru að hagnast á íslenskum landbúnaði? Ekki eru það bændur og ekki eru það neytendur. Í raun hefur núverandi kerfið staðið í vegi fyrir framförum og möguleikum í íslenskum landbúnaði. Það er staðreynd að innan landbúnaðarkerfisins eru of margir milliliðir sem gerir það að verkum að verð hækkar. Þá skortir samkeppni víða innan kerfisins þar sem stórir markaðsráðandi aðilar (t.d. Mjólkursamsalan) geta haldið uppi háu verði.

Tími til breytinga – frjáls samkeppni
Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki að virka sem skildi og því breytinga þörf. Það er mín skoðun að ríkisafskipti eru yfirleitt ekki af hinu góða og það sé tímabært að stíga skrefið til fulls og veita íslenskum bændum svigrúm til þess að taka þátt í frjálsri samkeppni. Íslenskir bændur eru fullfærir til þess að taka ákvarðanir varðandi eigin búskap og bregðast við breytingum á íslenskum markaði. Til þess að það geti orðið þarf meðal annars að auka samkeppni á landbúnaðarvörum þannig að dregið sé úr innflutningshömlum í formi tolla og heimila þarf innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. Ég leyfi mér að efast um að Íslendingar muni upp til hópa hætta að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir þó þeim myndi bjóðast erlendar landbúnaðarvörur. Vissulega þyrfti landbúnaðurinn að ganga í gegnum miklar breytingar sem vissulega yrðu ekki sársaukalausar en breytingarnar væru engu að síður óhjákvæmilegar og kæmu bændum til góða síðar meir.

Landbúnaðarkerfi án styrkja?
Ekki er óhugsandi að hér væri hægt að byggja upp landbúnaðarkerfi án beinna styrkja eða niðurgreiðslna til bænda þar sem frjáls samkeppni myndi ná yfir landbúnaðinn líkt og aðrar atvinnugreinar. Slíkt var gert í Nýja-Sjálandi árið 1984 en áður hafði landbúnaðurinn þar í landi notið svipaðra sérkjara og tíðkuðust í öðrum ríkjum. Vissulega óttuðust margir afleiðingar af frívæðingu landbúnaðarins og var talið að fjölmargir bændur yrðu að finna sér nýtt lífsviðurværi. Niðurstaðan var hins vegar sú að aðeins 1% bænda brugðu búi. Bændur sýndu og sönnuðu að þeir væru betur færir en stjórnvöld um lesa skilaboð markaðarins og löguðu sig að breyttum aðstæðum. Helsta breytingin fólst í að fjölbreytni innan landbúnaðargeirans jókst, menn hófu að framleiða vörur sem þeir höfðu ekki framleitt áður. Bændur hagræddu í rekstri sínum og markaðurinn réði verði á aðföngum til bænda. Þó vissulega hafi komið upp erfiðleikar við þessar breytingar, þá blasir við sú staðreynd að eftir breytingarnar þá stórjókst framleiðni og nýting á landbúnaðarafurðum batnaði. Eftir að stjórnvöld hættu öllum styrkveitingum til landbúnaðar hefur reynsla Ný-Sjálendinga verið eftirfarandi:
• Fjöldi bændabýla var í kringum 80.000 árið 1984. Eftir að stjórnvöld hættu að veita styrki fækkaði býlum hins vegar um 1%, mun minna en búist hafði verið við.
• Landbúnaðurinn er sú atvinnugrein sem hefur vaxið hvað hraðast innan hagkerfisins. Hlutfall landbúnaðar af þjóðarframleiðslu hefur aukist úr 14,2% árið 1986 í 16,6% árið 2000.
• Íbúafjöldi í dreifbýli hefur haldist stöðugur. Þrátt fyrir að hefðbundnum bændastörfum hafi fækkað þá hefur störfum í ferðatengdum iðnaði fjölgað í dreifbýli.
• Framleiðni innan landbúnaðarins hefur aukist um 5,9% á ári síðan 1986.• Fjöldi sauðfjárs hefur minnkað um 29% en nautgripum hefur fjölgað um 35% en sauðfjárrækt naut mestrar styrkveitingar á sínum tíma.
• Árið 2001 nam fjárhagsaðstoð stjórnvalda til landbúnaðarins einungis 1% af framleiðsluvirði en sambærilegt hlutfall er um 30% meðal annarra iðnvæddra ríkja. Styrkveitingin var aðallega í formi rannsóknarstyrkja.
• Um 90% af landbúnaðarvörum Nýja-Sjálands er útflutt. Nemur þessi útflutningur um 55% af heildar vöruútflutningi landsins. Meirihluti þeirrar matvöru sem er neytt í Nýja-Sjálandi er framleidd innanlands.

Margt má læra af reynslu Ný-Sjálendinga, þó svo að Íslendingar fari ekki út í jafn rótækar breytingar á landbúnaðarkerfi sínu. Til þess að auka hagkvæmni og stuðla að framförum innan landbúnaðarins ætti það að vera forgangsatriði stjórnvalda að auka frjálsræði innan landbúnaðarkerfisins. Ef til vill mættu stjórnvöld eftirfarandi í huga: “ Óttastu ekki breytingar, óttastu það eitt að standa í stað”.

Grein birt á politik.is

Wednesday, July 19, 2006

Mark Paul Anderson úr leik Liverpool og Wrexham má sjá hér
Mark Graig Bellamy úr sama leik er hér

Tuesday, July 18, 2006

Falin myndavél
Held að þessi falda myndavél slái út flest sambærileg atriði, mæli sérstaklega með seinni hluta myndbandsins.

Verð að bæta líka við þessu snilldar Knock out,,,,Zidane hefði ekki getað gert þetta betur.

Nú er maður rétt búinn að átta sig á því að HM er lokið, þvílíkur sælumánuður að baki og það sem betra er að nú undirbúningstímabilið hafið hjá Liverpool. Þeir byrjuðu á því að vinna Wrexham 2-0 og það var að sjálfsögðu Bellamy sem skoraði, mín spá að þetta verða ein bestu kaup sumarsins. Nú vantar bara síðasta hlekkinn í sóknarlínu Liverpool til þess að fullkomna Dalton-gengið (Crouch, Fowler og Bellamy). Dettur mér fyrst í hug Robbie Earnshaw, sem þykir einstaklega fagur eða John Stead. Hins vegar er bara tæpur mánuður í fyrsta alvöru leik, ætla rétt að vona að maður geti horft á eitthvað útí Sviss. Er hins vegar búinn að finna heimasíðu þar sem hægt að horfa á alla leiki online, hvort sem um er að ræða deild eða Meistaradeild þannig að það er ljóst að maður ætti ekki að missa af neinu í vetur. Ef ekki þá horfir maður bara Luzern vs. Grashoppers.

Sunday, July 16, 2006

Hættur að drekka eða hvað....

Var að átta mig á því að ég hef djammið tvisvar sinnum á Íslandi í allt sumar, eða frá 1. júní. Tók reyndar nokkra daga í Danmörku en það telur ekki með þar sem að það er langt utan þjónustusvæðis. Þessi helgi er þó búin með þeim allra rólegustu hingað til. Búinn að vera í Borgarnesi alla helgina. Borða góðan mat, fara í ræktina lau og sun(skokka 10 km), vinna, lesa, horfa á TV og sofa. Svaf til að mynda í 12 tíma síðustu nótt sem hefur ekki gerst mjög lengi. Er allavega ógeðslega hress í dag og fullur orku.

Að öðru leyti er maður farinn að búa sig undir brottför en ég hef verið að finna hentugt flug til Sviss. Gert til að mynda verðkannanir á mat og bjór....ææi,,gleymdi hættur að drekka. Verðum tveir lærlingar þarna í Genf skilst mer. Búinn að fá skaffaða íbúið með öllum búnaði sem ég þarf ekkert að borga fyrir. Fæ auk þess borgað farið fram og tilbaka og munar um það, en það verður tekið á móti mér á flugstöðinni í Genf. Búinn að tékka að það er stutt að fara til Lyon og Milan, þannig að maður getur farið að á Meistaradeilarleiki í vetur,,,,allavega í Lyon. Get þó heimsókt Giovanni í Milan og farið á deildarleik í Seiria A.

Að öðru leyti er bara gott að frétta, var alvarlega að spá í að fara til Danmerkur og vera í eina viku. Pantaði miða fyrir mömmu en ákvað sjálfur að sitja heima. Má eiginlega segja að eitthvað tengt Svíþjóð hafi haft ráðið þar mestu um,,, þó ekki lestarstöðin í Malmö.
Nú er bara að vona að veðrið fari eitthvað að skána svo maður geti farið að ferðast eitthvað eða gera eitthvað skemmtilegt utandyra. Verlsunarmannahelgin að fara skella á, skal alveg játa að það fer nettur skjálfti um mann þegar maður sér auglýsingarnar frá Eyjum.....Ætla þó ekki að fara þangað, en langar þó að fara eitthvað,,,hvert kemur í ljós síðar.

Monday, July 10, 2006

Achmet Kurany Kurdiztan Idol 2006

Thursday, July 06, 2006

Myndir frá Roskilde

















Svo verða uppáhaldsfrændurnir Elías og Hákon sitt pláss.












Að lokum smá Nude myndir..... bara fyrir Steinar









Því miður helltist ég fljótlega úr lestinni í Hróarskelduhlaupinu vegna meiðsla en stefni ótrauður á að koma sterkari til baka á næsta ári.

Monday, July 03, 2006

Roskilde lokið

Þá er maður búinn að upplifa Roskilde festival og alveg á tæru að hún gleymist ekki. Hátíðin er eins og samfellt partý, frá fimmtudegi til mánudags. Má eiginlega segja að þetta sé eins og þjóðhátíð í eyjum nema bara miklu stærra í sniðum. Tæplega 100.000 manns og 25-30 stiga hiti allan tímann. í dag er maður bara aumur á höndum og öxlum eftir sólina.

Tónleikalega séð verð ég að segja að hápunkturinn hafi verið Sigurrós og Franz Ferdinand. Roger Waters var einnig góður í gær, með flott show en þekkti þó ekki mikið af lögum eftir hann. Þrátt fyrir að Guns N Roses hafi ekki fengið góða dóma fyrir sína framistöðu á tónleikunum þá skemmti mér mjög vel enda lögin þeirra snilldar partýlög.

Stemmningin var meiriháttar á svæðinu, maður varð ekki var við nein læti enda flestir vel í glasi eða svo skakkir að þeir höfðu ekki rænu á að vera með neitt slíkt. Reyndar eins og gefur að skilja voru tjaldsvæðin orðin ógeðsleg þegar líða fór og helgina og sterk hlandlykt uppvið allar girðingar og göngustíga. Það skipti svo sem ekki öllu máli þar sem við Stebbi og Hrefna héldum okkur mestmegnis inná tónleikasvæðinu á daginn þannig að maður fór rétt upp tjaldstæðið til þess að leggja sig í nokkra klukkutíma. Tónleikarnir byrjuðu uppúr kl 12 alla daga þannig að vinsælt var að kaupa sé ískalda bjóra, setjast niður á grasið, kjafta og hlusta á góða tónlist. Skal þó alveg játa að það verður ljúft að vakna upp í rúmi á morgun en ekki í svitakófi inní tjaldi. Það verður eflaust erfitt að standast þá freistingu að fara ekki aftur að ári. Verð þá að geta þess að skipulagið á þessari hátíð var með ólíkindum gott enda 22.000 sjálfboðaliðar sem koma að hátíðinni.

Er núna hjá Önnu systir, ágætt að gíra sig aðeins niður áður en maður heldur heim. Ekk laust við að maður sé farinn að huga að flutningunum til Genf. Maður þarf alla vega fara huga að því að kaupa farmiða, jafnvel einhver jakkaföt og auk þess að undirbúa sig undir nýtt starf. Verð að játa að það er kominn pínulítil tilhlökkun í mann en maður á samt sem áður eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna. Vonast alla vega til að fá einhverjar heimssóknir þarna út, veit ekki hvort ég komist heim um jólin en allavega þá er geðveikt skíðasvæði þarna og jafnvel stutt að skreppa til Milan. Jæja,,ætla að fara skella mér í sólina, maður fær víst ekki of mikið af henni heima :)