Tuesday, May 30, 2006

Að loknum kosningum og útskrift

Það má segja að síðasta helgi hafi verið viðburðarrík fyrir nokkrar ástæður.

Maður getur ekki komist hjá því að kommenta aðeins á kosningarar sem nú eru að baki. Bæði sigrar og vonbrigði eins og búast mátti við í sveitastjórnarkosningum. Ég var nokkuð ánægður
með kosningaúrslitin í Borgarbyggð. Þar skiptu allir flokkar B+D+L með sér þremur mönnum. Sami meirihluti sem að mínu viti hefur staðið sig ágætlega hingað til. Margt gott og ólíkt fólk komið inní bæjarstjórn sem ég tel að geti gert góða hluti fyrir bæjarfélagið.

Kosningarnar í Reykjavík vöktu þó meira athygli mína þó svo að úrslitin þar hafi ekki komið mér á óvart. Í rauninni tel ég að enginn flokkur geti fagnað sem einhver sigurvegari. Enginn flokkur náði neitt umfram því sem stefnt var og úrslitin þar af leiðandi nokkuð í takt við það sem búast mátti við. Hins vegar má segja að það versta sem hugsast gat gert varð að veruleika. Sjö menn frá D og einn frá B mynduðu meirihluta. Eiginlega er ég þeirrar skoðunar að þetta er verri kostur en D hefði náð hreinum meirihluti. Allir vita hvernig B menn eru í höndunum D mönnum.
Hins vegar er ekki hægt að kenna neinum um hvernig svona fór nema þeim sem stóðu að gamla R-listanum.

V-Grænir stóðu sig vel í kosningabaráttunni. Voru að mínu mati með þann frambjóðanda í fyrsta sæti sem stóð sig hvað best þ.e. Svandísi Svavarsdóttur og eitthvað segir mér að við eigum eftir að vera meira vör við hana heldur en Dag B. í stjórnarandstöðunni. Höfðu vit á því að læsa Árna Þ. Sigurðsson inní skáp meðan að kosningabaráttunni stóð.

B-listi stóð fyrir sínu. Komst inn eins og búast mátti við, þrátt fyrir að kannanir hefðu sýnt annað. Menn eru víst ekkert alltof glaðværir að gefa það upp að þeir kjósi framsóknarflokkinn, virðist vera meira feimnismál að vera framsóknarmaður en samkynhneigður í dag.

F-listinn eins máls flokkur sem kom í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur næði hreinum meirihluta. Virðist höfða til miðjukjósenda sem eru örlítið hægra megin en vilja ekki kenna sig við Framsóknarflokkinn.

D-listi breyttu um áherslur í kosningabaráttu sinni frá síðustu tveimur borgarstjórnarkosningum með ágætis árangri. Hættu í þessum neikvæða áróðri (Skuldasöfnun, persónuleg skítköst, Línu net og rangfærslum) og einblíndu á mjúk málefni og framkvæmdagleði.

Samfylking voru að mínu mati Looserar þessara kosninga. Ef þú spyrð einhvern að því fyrir hvað Samfylkingin hafi staðið í þessari kosningabaráttu verður fátt um svör. Fókusinn var enginn og í stað þess að reka markvissa kosningabaráttu með skýrum valkostum, þá lá Samfylkingin í vörn gagnvart gjörðum R-listans. Hvað þurfti Árni Þ. Sigurðsson að svara mörgum spurningum um R-listann? Ekki hjálpaði til að Samfylkingin reyndi hvað eftir annað að ná höggstað á D-listanum þrátt fyrir að lausafylgið væri aðallega gagnvart hinum flokkunum.
Þá klikkaði ímyndaruppbygging Samfylkingarinnar algjörlega Dagur var sýndur með fjölskyldunni, Hann var sýndir einn með borgina í bakgrunn, hann var sýndur með Stefáni Jóni og Steinunni. Fyrir hvað stóð Dagur?,,,ekki hugmynd. Niðurstaðan er lélegasta kosningabarátta Samfylkingar frá 1999 staðreynd.
Frá því að R-listinn tók við hefur gríðarlega margt gott verið leitt til lykta í Reykjavík. Meira gott en slæmt. Af hverju lagði Samfylkingin ekki áherslu á það jákvæða hún hefur lagt af mörkum til uppbyggingar borgarinna. Af hverju lögðu þeir ekki plagg í hendurnar á kjósendum þar sem týnt var til það jákvæða sem gert hefur verið í borginni á undanförnum árum. Þá hefðu stefnumálin mátt koma mun skýrar fram og mun fyrr.