Friday, August 20, 2004

Göfugasta íþrótt allra tíma.

Ég verð að játa að ég hef ekki fylgst mikið með ólympíuleikunum en þó eru nokkrar íþróttagreinar sem ég hef nennt að fylgjast með. Þótt ótrúlegt sé að þá hef ég mikið fylgst með kvennafimleikunum. Ótrúlega spennandi keppni og inn á milli sætar stelpur en því miður er þetta samt í 90% tilvika eins og freak show. Held að hávaxnasta stelpan sem keppir í fimleikum á leikunum er 169 cm. Síðan voru tvær í franska landsliðinu og í því rússnenska sem voru unfir 140 og ein var 35 kíló. Skilst að flestir keppendurnir séu á milli 18-25 ára en það mætti frekar halda að maður væri kominn í leikfimistíma hjá miðskólastigi. En eins og ég segi þá eru þarna inná milli stelpur sem eru flottar eins og Petterson og Khorkina.

Besta íþróttin á leikunum er tvímælalaust strandblak kvenna. Gooood…ég gat ekki setið á mér og fjárfesti í videospólupakka með 18 klst upptöku. Það á að sýna nokkra leiki á Sýn um helgina og ætla ég ekki að missa af neinu. Ég á ekki nein orð til að lýsa þessari íþrótt,,,,nema kannski að þetta er eins og raunveruleika þáttur af Baywatch. Legg ég til að hér verði farið að stunda strandblak af fullri alvöru, þá skal ég glaður fara fylgjst með kvennaíþróttum. Kunna ýmsir að halda að það sé ekki hægt hér á landi vegna veðráttu. Bull og vitleysa!! Nú á bara að reisa strandblakshallir líkt og fótboltahallir hafa verið að rísa útum allt. Held að þetta sé kjörið sport fyrir Íslendinga og sérstaklega íslenskar stelpur sem þykja bæði hávaxnar og þær fallegustu í heimi.

Áfram Ísland.

Monday, August 16, 2004

Það var ef til vill kominn tími til að skrifa eitthvað hérna. Alla vega er sumarönninn búin núna í Masternum en ég á samt sem áður eftir að skila nokkrum verkefnum fyrir mánaðarmótin. Aðallega er um að ræða ritgerðir þar af ein sem á að vera um 3000 orð á ensku.

Eftir frábært fótboltasumar er enski boltinn byrjaður á ný. Þvílík sæla, ekki laust að maður hafi gróið við sófan um helgina. Sex leikir í beinni í hverri viku. Ekki versnar það þegar að , meistaradeildin, ítalski og spænski boltinn byrjar á sýn. Það þarf fleiri klukkutíma í sólarhrigninn. Nokkuð ljóst að maður þarf að kaupa spólur í upptökutækið þar sem að hætta er að leiki munu skarast á. Allavega frábær fótboltavetur framundan!!