Monday, June 30, 2003

Ég ligg hér enn upp í rúmi í náttsloppnum og klukkan að ganga þrjú. Ég hef reyndar góða ástæðu fyrir því, þar sem að Búnaðarbankamótið tók frá mér alla orku um helgina. Mótið gekk býsna vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra. Rigningin sá til þess að maður er pínu stíflaður og að æfingasvæðið verður vart notað í bráð. Þegar þessari helgi er lokið er stór hluti sumarsins að baki í þjálfuninni þar sem að við taka reglulegir leikir í Íslandsmótinu.

Ég mikið verður spurður að því hvort að ég sé kominn á fast þar sem að ég hef ekkert verið að blogga upp á síðkastið. Svarið er Nein. Það er ég ekki og stefni ekki á þar sem að ég hef hreinlega ekki tíma til þess. Þar sem ég er ekki enn kominn með vinnu stefnir hugur minn enn út í lok ágúst. Ég veit að Skorri er að fara flytja til Ungverjalands og hef ég hug á að kíkja til hans. Þaðan myndi leiðin liggja væntanlega til Þýskalands þar sem ég hef ákveðnar fyrirætlanir í huga sem ég ætla ekki að greina frá. Að sjálfsögðu myndi maður síðan skella sér til Danmerkur til Önnu systur og lifa á henni í smá tíma bara til þess að ergja hana.

Satt best að segja veit ég ekkert hvað bíður mín eftir mánaðarmótin ágúst-sept. Eitt er 99% öruggt að ég ætla mér ekki að vera í Borgarnesi áfram. Til þess að svo yrði þyrti eitthvað verulega spennandi að freista mín sem hefur ekki skeð ansi lengi. Ekki einu sinni tvöföldun Hyrnunar eða ný byggingavörudeild er nóg. Að vera í Borgarnesi er eins og að sitja á umferðarmiðstöð og bíða eftir rútu sem ekki kemur. Ekkert gerist nema með að tíminn líður og maður eldist en maður heldur samt að eitthvað gerist í framtíðinni, líkt og maðurinn á umferðastöðinni sem á von á rútunni sem aldrei birtist.

Mín skoðun er sú að maður á að vera njóta þess að vera laus og liðugur án allra skuldbindinga eins lengi og maður getur. Meðalævi karlmanns á Íslandi er um 76 ár.
Fyrstu fimmtán árin hefur hann enga kynhvöt eða aldur til þess að skemmta sér á nokkurn hátt. Flestir binda sig og eru komnir með konu og börn upp úr 25 ára aldri. Eftir það taka við íbúðarkaup, leikskólagjöld, mikil yfirvinna, uppeldisvinna o.s.frv. Eftir fimmtugsaldur má segja að lífið fari að hefjast á ný þegar börnin eru farin að heiman. En hver hefur gaman af kerlingunni sinni eftir 25-30 ár í sambúð? Fólk bregst við með ýmsum hætti, það fær sér hund, horfir á meira á sjónvarp, íhugar makaskipti, lærir að spila og ættarmót eða fermingar verða spennandi. Það versta við allt saman er að kynhvötin hefur horfið á þessum 25 árum. Af þessu má draga þá ályktun að eftir standa um það bil 10 góð ár í lífi manns þar sem maður getur gert allt sem manni sínist. Vissulega er það persónubundið þar sem að sumir binda sig um tvítugt sem þýðir að einungis á sá aðili um 5 góð ár í lífi sínu. Þó hafa sumir keypt sér frelsið á en oft dýru verði u.þ.b. 13-15 þúsund krónur á mánuði, jafnvel íeinhverjum tilvikum meira. Mitt markmið er að lengja góðu árin mín um 15-20 ár. Hvernig þeirri útfærslu verður hátt hef ég ekki tekið séð fyrir endan á.


Friday, June 13, 2003

Það liggur nú við að ég geti bara gert copy/paste frá síðasta pistli þar sem ekkert merkilegt hefur gerst í mínu fjölbreytta lífi hér í Borgarnesi. Þessa stundina er ég niðrá KPMG þar sem að pabbi þurfti að skreppa frá. Hingað kemur ekki hræða þar sem að Jói á Smiðjuhóli er hjá tannlækni fyrir sunnan og Pálmi á Hálsum er að innsigla kaup á skemmtistöðunum Nasa og Broadway þessa stundina. Mitt helsta hlutverk hérna í fjarveru föður míns er að gæta þess að ekki fljúgi fugl inn um skrifstofugluggann.

Ég er farinn að sjá fram á að geta djammað þann 16. júní en ég hef verið edrú síðan á kosningum geri aðrir betur. Næsta djamm eftir þann 16. verður reyndar ekki fyrr en um miðjan júlí þar sem að mikið hápunktur knattpyrnuleiktíðarinnar er frá miðjum júní fram í miðjan júlí. Ástæðan fyrir djamminu þann 16. er að Stebbi Magg vinur minn úr íþróttakennaraskólanum ætlar að halda major partý og grillveislu í Kópavoginum og ætla ég ekki að missa af því. Reyndar er leikur þarna um kvöldið útá Akranesi en ljóst er að um leið og flautað verður til leiksloka verður tekinn sprettur í sturtu og svo beint í bæjinn. Sannur íþróttaandi. Þetta er er nú svolítið nýtt fyrir mér en í vetur var ástandið þannig að maður þurfti ástæður til þess að vera edrú um helgar, nú er ástandið þannig að það eru ástæður fyrir því að maður detti í það. Greinilegt er að sumir eru farnir að eldast, jafnvel þroskast. Reyndar erum við Stebbi að plana útlegu sem farin verður í júlí eða ágúst ekki er ljóst hvert verður farið en líklegt er að Flúðir verði fyrir valinu. Hins vegar er öruggt að ég, Jakob, Raggi og Halli erum á leið í Landmannalaugar einhverja helgina í júlí eða ágúst til þess að heimsækja Einar Guðmar, skálavörð. Telja má Einar einn reyndasta vörð sem Íslendingar eiga, hann hefur gegnt starfi tollvarðar, næturvarðar í stjórnarráðinu og nú skálavarðar í landmannalaugum. Áhugamál hans eru að hlaða vörður og má sjá verk hans víðsvegar af þjóðveginum. Rétta staða hans á knattpyrnuvellinum var e.t.v. eftir allt saman vinstri bakvörður. Fyrirmynd hans er Mörður Árnason.



Sunday, June 01, 2003

Vaknaður af dvala

Ég verð að játa það að ég hef verið óskaplega latur að blogga uppá síðkastið þó svo að aldrei hafi verið minna að gera hjá mér eins og síðustu tvær vikurnar. Það er nú líka þannig að þegar maður kemst í letikast nennir maður ekki að gera einföldustu hluti.

Útskriftin er að baki og allt gekk mjög vel og eiginlega framúr björtustu vonum. Þegar uppi var staðið var ég með þriðju hæðstu einkun útskirftarnema og fékk að launum veglegan blómvönd. Þar sem að ég er ekki mikil veislufrík hélt ég enga veislu heldur leyfði mömmu að skipuleggja eitthvað. Heima var smá veisla þar sem að Alla og Ásgeir komu og hann eldaði frábæran mat og stórtenórinn Smári Vífilsson (Bæjarlistarmaður Akranes) kom og söng þrjú lög hvert öðru betra. Ég verð nú að lofa að fara að halda almennilega veislu einhverntímann enda ættingjarnir búnir að suða lengi í mér enda fjórða útskiftin sem fer fram hjá mér án veislu. Það verður bara haldið þegar lokaútskriftin fer fram, alla vega þar fólk ekki að hafa áhyggjur að verða boðið í giftingaveislu hjá mér á næstunni.

Þá er það fótboltinn sem rúllar þessa daganna. Það hefur gengið svona þokkalega hjá okkur en á morgun er mikilvægur leikur í bikarnum. Það var frekar sárt að tapa gegn gömlu félögunum í Vikingi Ólafsvík á föstudaginn, en við vorum drullulélegir í þeim leik og hef ég enga afsökun fyrir okkar hönd. Það er greinilegt að farið er að síga á seinni hluta ferils míns þar sem ég er farinn að spila í stöðu hægri bakvarðar en einhversstaðar segir að menn færist aftar á völlinn með aldrinum. En ég er alveg sáttur við það svo lengi sem ég er í byrjunarliðinu enda æfði ég nú ekki mikið á undirbúningstímabilinu.

Það fer að styttast í næsta djamm en ég sé fram á að helgin 13-14 júní verði laus til þess að skemmta mér, síðast fór komst ég djammið þegar kosningarnar voru þann 10. maí. Þetta þýðir að ég hef verið edrú margar helgar í röð. Gallinn er hins vegar sá að eftir helgina 13-14 júni munu liðað næstu þrjár helgar þar á eftir verða þurrar sökum fjölda knattspyrnumóta. Þann 21.júní er yngri flokka mót á Blönduósi, 27-9 júní er Búnaðarbankamótið og helginar þar á eftir, sömu helgi og færeysku dagarnir eru haldnir í Ólafsvík er ég að keppa sjálfur tvo leiki á Vestfjörðum gegn Ísafirði og Bolungarvík. Þannig að þessi helgi verður vel nýtt. Aldrei þessu vant er karlinn kominn í alveg hið þokkalegasta form eftir kyrrsetu vetrarins og tvö kíló nú þegar farin og þrjú til viðbótar munu verða farin um næstu mánaðarmót.

Reyndar var ég að fá í hendurnar frábært tilboð ef ég vildi flytja til Kaupmannahafnar en það var að kaupa íbúð systir minnar eða leigja næsta vetur eða lengur. Íbúðin er tveggja og fremur lítil en á frábærum stað í Köben. Aldrei að vita nema maður reynir fyrir sér í Köben enda hefur maður lítið annað að gera eftir að þjálfuninni líkur í lok sumars. Stefnan er reyndar enn sett út í sumar og ég hef fengið tilboð um ferðafélag sem ég þarf að skoða nánar. Reyndar var ég á eina flugu í höfðið um daginn að fara jafnvel á Ólafsvöku í Færeyjum sem er síðustu helgina í júlí og fara þaðan e.t.v. á þjóðhátíð í Eyjum,,,,,,reyndar pakki upp á 100.000 krónur en hvað um það, maður lifir ekki nema einu sinni.