Thursday, July 31, 2003

Stuð framundan

Þá er allt að verða klárt fyrir helgina. Fer til Eyja á laugardaginn en hugurinn var kominn þangað fyrir um viku síðan og hefur skemmt sér vel hingað til. Markmið ferðarinnar er eins og fyrir tveimur árum þegar Skallagrímsliðið fór þangað að "demmta sér með Valda" eins og Himmi Hákonar myndi túlka það. Vænta má ferðasögunnar eftir helgi.

Nú er loksins eitthvað að fara gerast í atvinnumálum mínum, en ég hafnaði íþróttakennarastöðu í Korpuskóla sem mér var boðin. Fyrir liggur að sækja um starf hjá ÍSÍ og hjá fyrirtæki sem nefnist Skjal. Ef hvort tveggja bregst er stefnan sett með Einar G og Kobba til Danmerkur og Ungverjalands í byrjun september. Ekki liggur nein ferðaáætlun fyrir en margir áhugaverðir og spennandi staðir liggja þarna á milli sem vert er að skoða. Má þar nefna Istegade í Köben, Herbertstasse í St. Pauli og Rauða hverfið í Amsterdam. Hægt er að gera sér glaðan dag fyrir einungis 50 Evrur.

Ég vil óska öllum góða verslunarmannahelgar og vona að allir skemmti sér vel. Ég ætla vera stilltur þessa helgi af einni ástæðu sem ég ætla ekki að gefa upp hér.

Friday, July 25, 2003

Sex dagar í þjóðhátíð!!!

Hugurinn er kominn til Þorlákshafnar nú þegar. Það er mjög erfitt að einbeita sér þessa daganna þegar hápunktur sumarsins nálgast. Þar sem að drykkjuþolinu hefur hrakað hratt síðustu misseri, mun ég einungis taka tveggja daga þjóðhátið að þessu sinni.

Það hefur nú ekki mikið gerst í mínu lífi frá því ég skrifaði síðast. Reyndar er ég ekki lengur einn heima þar sem að gamla fólkið kom heim aftur. Ég ætlaði reyndar ekki að þekkja það þegar það kom heim aftur, þar sem ég var búinn að gleyma því hvað þau voru orðin gömul, aumingja fólkið. Þegar það steig inn um dyrnar þá gaus þessi gamla fólks lykt upp aftur. Síðan þá hafa stofudyrnar verið opnar. Reyndar er ég sá eini á heimilinu sem finn þessa lykt. Þegar ég er búinn að standa úti í nokkurn tíma að þjálfa þá hreinsast lungun mín. Þegar ég kem heim geng ég á vegg þar sem að lykt ellinar heltekur mig. Hún er ekki eins sterk og inn á elliheimilum, sem eðililegt er enda heill haugur af gamalmennum samankominn í lokuðu rými. Heima eru þau bara tvo. Stundum fjölgar þeim þegar að vinir þeirra koma í heimsókn og þá magnast lyktin, ekki af ósvipuðum styrkleika og kæst skata. Með hverjum deginum verð ég var í ný ellimerki. Eins líkamsrækt karlsins er að slá garðinn sem hann reynir í flestum tilvikum að skorast undan vegna meiðla. Já meiðsla sem orsakast af hreyfingaleysi og nefnist vöðvabólga. Önnur merki er að þau gleyma hinum og þessum hlutum, slökkva á útvarpinu, ljósum eða eldavélum. Maður þarf að tala í myndlíkingarformi til þess að þau muni eftir einföldustu hlutum. Það sem er kannski erfiðast að sætta sig við er að gamla fólkið er búið að kaupa jólagjafirnar handa barnabarninu en ekki sjálfum erfðaprinsinum (eins og allir vita þá er alltaf elsti sonur erfingi konungsdæmis) og það þarf engin að segja mér að það verði eina gjöfin. Aldrei á ævinni hef ég séð jafn stóran pakka, ekki veit ég hvað er þar fyrir innan er heil asísk fjölskylda gæti komið sér þar þægilega fyrir.

Barnaland er undarlegt land. Þar eru foreldrar barna að lýsa hugsunum barna sinna sem jafnvel eru svo nýfædd að heili þeirra telst varla starfhæfur. Persónulega hefði ég miklu meiri áhuga að lesa hugsanir foreldranna þegar þau setja sig í spor barnanna. Hvað fer í gegnum huga fullorðins fólks þegar það setur sig í spor ungbarna. Ekki veit ég hvort að foreldrarnir upplifa sig sjálf sem börn þegar þau skrifa. Hér er eitt dæmi af heimasíðu af barnalandi "Ég fæddist X júlí 2003 klukkan XX:XX á Landspítalanum. Ég er rosalega stór og flott stelpa með mikið dökkt hár og stór blá augu. Ég fæddist tæplega XX mörk og XX cm. Ég er ekki ennþá búin að fá nafn en ég verð skírð í Hafnarfjarðarkirkju XX. ágúst næstkomandi, þá ætla mamma mín og pabbi líka að gifta sig." Af virðingu við barnið kóðaði ég mikilvægar heimildir. Alls höfðu 15 manns heimsótt þessa síðu, þar af foreldrarnir 14 sinnum. Hver nennir að lesa þetta?. Hvernig í andskotanum veit barnið að það verður skírt í Hafnarfjarðarkirkju og að foreldrar þess muni gifta sig í leiðinni? Barnið veit þá væntanlega hjá hversu mörgum karlmönnum mamma sín hefur sofið hjá eða í hvaða stellingu það varð til?. Þetta eru óþægilegar staðreyndir. Veit barnið að 50% giftinga enda með skilnaði, eflaust ekki.
Vefurinn býður upp á ýmsar upplýsingar og meðal annars er spurningakönnun þar sem spurt er fæddist barnið þitt með hár? Hvaða máli skiptir það, fá ekki öll börn hár? mér hefði þótt fróðlegra að vita hvort að barnið hafi fæðst með bringuhár eða mottu. Jafnvel spurningin er pabbi þinn með hár hefði mun meira spennandi og gefið miklu meiri vísbendingar um höfuðfar barnsins í framtíðinni.
Margir kunna þá að velta fyrir sér hvað er Einar að gera inná barnaland.is Ástæðan er sú að litli molinn hans Magga bróðir hann Hákon Marteinn er með eins slíka síðu, já sá sem stóra jólapakkann frá gamla fólkinu. Þar get ég lesið hugsanir foreldra hans á hverjum degi þrátt fyrir að viti varla hver þau eru. Engu að síður á hann eftir að verða snillingur eins og frændi hans. Reyndar hef ég komist að því að barnaland.is er kjörinn staður fyrir piparsveina að finna sér einstæðar mæður og jafnvel verðandi einstæðar mæður. Þetta er nokkurkonar stefnumótamiðill. Nú getur fólk í makaleit bætt barnalandi við í favorites með síðum eins og einkamál.is, stefnumót.is eða hvað þær heita.

Sunday, July 13, 2003

Home alone

Nú er búinn að vera einn heima í um það bil tvær vikur þar sem að gamla settið er statt á Mallorca. Ég verð að játa það að ég hélt að þessar tvær vikur myndu aldrei koma þar sem ég hafði beðið eftir þeim í marga mánuði. Gallinn er hins vegar að þær hafa verið mjög fljótar að líða. Hef ég íhugað alvarlega að bjóða þeim framlengingu á dvöl sinni sem ég hyggst greiða úr eigin vasa til þess eins að fá eina sæluviku í viðbót. Næstu daga þarf ég að fara skipurleggja tiltektir og hreingerningar áður en þau koma heim uppvaskið og óhreinatauið er farið að lykta einkennilega. Reyndar er íbúðin farin að lykta einkennilega og í morgun tók ég eftir því að allar húsflugurnar eru flognar að heiman. Þegar gamla fólkið lokaði hurðinni heima hélt ég að nú fengi ég frið í tvær vikur frá þeim, engin, ryksuga í gangi, ekkert útvarp glymjandi í eyrunum á manni, hægt yrði að horfa á sjónvarpið án þess að textavarpið skiti upp kollinum á tveggja mín. fresti. En því miður entist friðurinn ekki lengi því að gamli maðurinn á GSM síma sem hann kann að senda sms á. Undanfarna daga hef ég verið í 50% að færa upplýsingar af textavarpinu í gegnum fjarskiptabúnað símans. Ekki hefur liðið sá dagur að upplýsingum hefur ekki verið komið á framfæri til Spánar. Ekki skánar það þegar sú gamla heimtar að fá að heyra kjaftasögur úr Borgarnesi. Þau hafa verið í burtu í 10 daga, Hvað í ósköpunum gerist á 10 dögum í Borgarnesi?. Árið 1980 bjuggu um 1700 manns í Borgarnesi, í dag búa um 1700 manns í Borgarnesi, það hefur ekkert gerst í Borgarnesi i 20 ár!! svo fara þau í burtu í 10 daga og halda að Kristur sé endurborinn í Hyrnunni eða að Brákarey sé farinn að gjósa. Það merkilegasta sem ég hef upplifað í Borgarnesi undanfarna daga er að ég sá svertingja niðri í bæ um daginn. Hann var ekkert að gera neitt sérstakt, hann bara stóð þarna.

Mig grunar að þeim gömlu sé farið að hlakka til að koma heim. Sérstaklega þeim gamla þar sem að hann getur farið að vinna um leið og hann kemur heim, auk þess sem hann eflaust eftir að taka góða törn á fjarstýringunni. Ég var reyndar hissa að hann hafi skilið hana eftir heima. Einhversstaðar heyrði ég að honum langaði að fá fjarstýringu að mömmu, kannski verður komið slíkt apparat á markað þegar hann verður sextugur. Aumingja mamma, hún yrði ansi oft stillt á mute (þögn) eða jafnvel alveg off. Einhvernveginn held ég að fjarstýringin að pabba yrði mun einfaldari, einungis fimm takkar. On/off, Eat, Sleep, Work og textavarp.
Í 10 daga hefur ekki verið eldaður matur heima, heldur hafa kokkar á Shell og Hyrnunni séð um matseldina. Hamborgarar og Pizzur hafa verið vinsælir réttir á matseðlinum og þessi nýji matarkúr hefur gert það að verkum að ég hef lést um 1,5 kíló á þessum tíma. Alls hef ég lést um 4 kíló síðan um miðjan maí eða eftir að fótboltinn byrjaði á fullu. Það er alveg ljóst að það verður ekki mikið eftir af mér komi þau ekki fljótlega og verður fínt að fá alvöru heimalagaðan mat aftur og hrein föt. Oft leynast hrein föt í óhreinatauinu ég hef komist að því.


Thursday, July 10, 2003

Fyrir tæpu ári síðan sagði ég að ég hefði farið á mína síðustu þjóðhátíð. Nú þegar um það bil þrjár vikur eru í verð ég að viðurkenna að ég geti ekki staðið við orð mín. Hugurinn er kominn hálfa leið til eyja þar sem að mín fimmta þjóðhátíð verður tekin með trompi. Það er alveg staðreynd að það jafnast ekkert á við þjóðhátíð í eyjum. Reyndar er spurning hvort að það komi ekki niður á fjarhagnum ef að maður ætlar sér líka að fara út í haust en það verður bara að hafa það, fuck it!! maður á eftir að vinna og streða alla sína ævi og þar af leiðandi um að gera að njóta lífsins.

Um helgina ætla Stuðmenn að vera í skálanum og á ég ekki von á því að fara. 2500 krónur inn!!. Hvað er málið? Eru ekki takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki?. Ég myndi kannski borga 2500 krónur fyrir um 20 árum síðan þegar þessi hljómsveit á toppnum en ekki í dag. Þess í stað ætla ég að skella mér í útilegu með starfsfólki ÍTR á snæfellsnesið þar sem verður djammað föstudag og laugardag. www.arnarstapi2003.blogspot.com Þetta kostar mig 3000 krónur og margt meira innifalið en í þriggja tíma prógrammi Stuðmanna. Reyndar þarf ég að kanna tjaldið mitt en ég veit ekki hvað er mikið eftir af því eftir síðustu þjóðhátíð en annars sefur maður bara þar sem maður hallar höfðinu.