Sex dagar í þjóðhátíð!!!
Hugurinn er kominn til Þorlákshafnar nú þegar. Það er mjög erfitt að einbeita sér þessa daganna þegar hápunktur sumarsins nálgast. Þar sem að drykkjuþolinu hefur hrakað hratt síðustu misseri, mun ég einungis taka tveggja daga þjóðhátið að þessu sinni.
Það hefur nú ekki mikið gerst í mínu lífi frá því ég skrifaði síðast. Reyndar er ég ekki lengur einn heima þar sem að gamla fólkið kom heim aftur. Ég ætlaði reyndar ekki að þekkja það þegar það kom heim aftur, þar sem ég var búinn að gleyma því hvað þau voru orðin gömul, aumingja fólkið. Þegar það steig inn um dyrnar þá gaus þessi gamla fólks lykt upp aftur. Síðan þá hafa stofudyrnar verið opnar. Reyndar er ég sá eini á heimilinu sem finn þessa lykt. Þegar ég er búinn að standa úti í nokkurn tíma að þjálfa þá hreinsast lungun mín. Þegar ég kem heim geng ég á vegg þar sem að lykt ellinar heltekur mig. Hún er ekki eins sterk og inn á elliheimilum, sem eðililegt er enda heill haugur af gamalmennum samankominn í lokuðu rými. Heima eru þau bara tvo. Stundum fjölgar þeim þegar að vinir þeirra koma í heimsókn og þá magnast lyktin, ekki af ósvipuðum styrkleika og kæst skata. Með hverjum deginum verð ég var í ný ellimerki. Eins líkamsrækt karlsins er að slá garðinn sem hann reynir í flestum tilvikum að skorast undan vegna meiðla. Já meiðsla sem orsakast af hreyfingaleysi og nefnist vöðvabólga. Önnur merki er að þau gleyma hinum og þessum hlutum, slökkva á útvarpinu, ljósum eða eldavélum. Maður þarf að tala í myndlíkingarformi til þess að þau muni eftir einföldustu hlutum. Það sem er kannski erfiðast að sætta sig við er að gamla fólkið er búið að kaupa jólagjafirnar handa barnabarninu en ekki sjálfum erfðaprinsinum (eins og allir vita þá er alltaf elsti sonur erfingi konungsdæmis) og það þarf engin að segja mér að það verði eina gjöfin. Aldrei á ævinni hef ég séð jafn stóran pakka, ekki veit ég hvað er þar fyrir innan er heil asísk fjölskylda gæti komið sér þar þægilega fyrir.
Barnaland er undarlegt land. Þar eru foreldrar barna að lýsa hugsunum barna sinna sem jafnvel eru svo nýfædd að heili þeirra telst varla starfhæfur. Persónulega hefði ég miklu meiri áhuga að lesa hugsanir foreldranna þegar þau setja sig í spor barnanna. Hvað fer í gegnum huga fullorðins fólks þegar það setur sig í spor ungbarna. Ekki veit ég hvort að foreldrarnir upplifa sig sjálf sem börn þegar þau skrifa. Hér er eitt dæmi af heimasíðu af barnalandi
"Ég fæddist X júlí 2003 klukkan XX:XX á Landspítalanum. Ég er rosalega stór og flott stelpa með mikið dökkt hár og stór blá augu. Ég fæddist tæplega XX mörk og XX cm. Ég er ekki ennþá búin að fá nafn en ég verð skírð í Hafnarfjarðarkirkju XX. ágúst næstkomandi, þá ætla mamma mín og pabbi líka að gifta sig." Af virðingu við barnið kóðaði ég mikilvægar heimildir. Alls höfðu 15 manns heimsótt þessa síðu, þar af foreldrarnir 14 sinnum. Hver nennir að lesa þetta?. Hvernig í andskotanum veit barnið að það verður skírt í Hafnarfjarðarkirkju og að foreldrar þess muni gifta sig í leiðinni? Barnið veit þá væntanlega hjá hversu mörgum karlmönnum mamma sín hefur sofið hjá eða í hvaða stellingu það varð til?. Þetta eru óþægilegar staðreyndir. Veit barnið að 50% giftinga enda með skilnaði, eflaust ekki.
Vefurinn býður upp á ýmsar upplýsingar og meðal annars er spurningakönnun þar sem spurt er
fæddist barnið þitt með hár? Hvaða máli skiptir það, fá ekki öll börn hár? mér hefði þótt fróðlegra að vita hvort að barnið hafi fæðst með bringuhár eða mottu. Jafnvel spurningin er pabbi þinn með hár hefði mun meira spennandi og gefið miklu meiri vísbendingar um höfuðfar barnsins í framtíðinni.
Margir kunna þá að velta fyrir sér hvað er Einar að gera inná barnaland.is Ástæðan er sú að litli molinn hans Magga bróðir hann Hákon Marteinn er með eins slíka síðu, já sá sem stóra jólapakkann frá gamla fólkinu. Þar get ég lesið hugsanir foreldra hans á hverjum degi þrátt fyrir að viti varla hver þau eru. Engu að síður á hann eftir að verða snillingur eins og frændi hans. Reyndar hef ég komist að því að barnaland.is er kjörinn staður fyrir piparsveina að finna sér einstæðar mæður og jafnvel verðandi einstæðar mæður. Þetta er nokkurkonar stefnumótamiðill. Nú getur fólk í makaleit bætt barnalandi við í favorites með síðum eins og einkamál.is, stefnumót.is eða hvað þær heita.