Fór á Bifróvision um helgina og skemmti mér vel. Eitthvað reyndist djammið mér um of þar sem ég ligg heima í flensu í dag með hita og beinverki. Það er alveg ljóst ef að fórnarkostnaður fyrir eitt djammkvöld eru þrír til fjórir dagar í vanlíðan þá þarf maður að fara endurskoða þessi mál.
Hef verið að lesa í fjölmiðlum og stórafrek Íslendinga í íþróttum á erlendri grund. Fjölmiðlar hafa hreinlega lofað Árna Gaut í hátstert fyrir frammistöðu sína í marki City. Ef mér skjátlast ekki þá hefur Árni fengið á sig 7 mörk í tveimur leikjum og eftir því sem mér skilst þá hefur það aldrei þótt góð tölfræði í knattspyrnu. Reyndar hef ég ekkert út á Árna að setja enda ekkert hægt að setja út á hann persónulega. Strákur með hausinn í lagi. Hins vegar má alveg velta fyrir sér hvað íslenskir fjölmiðlar eru að spá, enda er þeir gjörsamlega að reyna losa sig við allan trúverðugleika. Því miður er meira að segja mogginn farinn að gera gera það með áberandi hætti.
Mogginn ber höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla hér á landi en þó eru þar nokkrir einstklingar sem ég er farinn að stórefast um og ég er alveg hættur að taka mark á. Það eru kvikmynda gagnrýnendur moggans. Verið var að framleiða Íslenska kvikmynd um helgina er nefnist Þriðja nafnið. Þessi mynd fékk tvær störnur en fyrir hvað? Í gagnrýni á myndinni er talað er svoleiðis sett út á myndina að maður fékk það á tilfinninguna að hér væri mynd sem myndi skáka við myndinni Opinberun Hannesar.
Í dómnum segir meðal annars
"Upphafleg hugmynd myndarinnar byggðist um flugrán en það gerðist á versta tíma þar sem að hriðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin. Hún var afskrifuð í hvelli og höfundarnir breyttu flugvélinni í vertíðarbát. Engin spurning að þau umskipti eru í alla staði til hins verra" I wonder why?...Hvaða fávita myndi detta það til hugar að ræna vertíðarbát? Það eru engin verðmæti um borð, það tekur mann fleiri daga að komast á næsta áfangastað og það er vita vonlaust að gera sjálfsmorðsárás. Alla vega er ég ekki að sjá mikinn skaða á því að sigla vertíðarbát á Norðfjarðarhöfn eða á Borgarneshöfn. Neikvæð gagnrýnin heldur áfram í greininni og er aðeins minnst á góðan leik tveggja leikara en það verðskuldar það að myndinni er gefin tvær stjörnur.
Þess ber þó að geta myndirnar Opinberun Hannesar og Kaldarljós fengu þrjár og þrjár og hálfa stjörnu hjá mogganum. Ég hef áður sagt mína skoðun á þeim myndum og verðskulduðu þær langt í frá svo góða dóma. Enda hefur Mogginn sett Opinberun Hannesar í flokk með myndum eins og Monster og Last Samurai sem reyndar fékk VERRI dóma en opinberuninn. Þær erlendu hafa þó verið tilnefndar til óskarsverðlauna í einhverjum flokkum.
Hin þunga og langdregna Kaldaljós fékk þrjár og hálfa stjörnu. Það setur hana í flokk með Lost Translation, Lord of the Rings og Big Fish. Hef ég nú séð þessar myndir og verð ég að segja að Kaldaljós átti töluvert í land með að uppfylla þar skemmtanagildi sem hinar gerðu. Greinilegt að smekkur manna er misjafn.