Wednesday, June 28, 2006

Ótrúleg byrjun á Roskilde

Jæja,,Þessi blessaða Roskilde fer byrjaði nokkuð skrautlega. Komum hingað i c.a. 20 stiga hita og læstum farangurinn okkar inni skáp niðra lestarstöð aður en vid heldum á Strikið.
Ekki vildi þó betur til en ad taska min skall i gólfið og islensk brennivínsflaska sem atti ad fara i gjöf mölbrotnadi. Það var þó lán i óláni að flaskan var i poka en samt sem ádur helltist talsvert magn yfir fötin og í töskuna.

Þýddi lítið að væla og stefnan var sett a strikið tar sem ég, Stebbi og Hrefna hittum foreldra Stebba a Strikinu sem endaði einfaldlega i bjórsötri. Um kl 5 yfirgaf eg hópinn til þess ad fara heimssækja Önnu systir i Jyllingen og fór þvi nidrá lestarstöð. Fékk ég mida með lest sem átti að fara kl 17:30 frá spori 7, var klukkan að slá hálf sex og lestin að halda ur spori þegar eg rétt náði ad stinga mér inn um dyrnar med látum og bara býsna hreikinn að hafa náð lestinni. Fékk ég fínt sæti og kom mer vel fyrir og áður en ég vissi af var ég sofnadur enda langt ferðalagið farid ad segja til sin. Rumska ég við að lestarstjórinn segir eitthvað í hátalarakerfið, en heyri þó ekki hvað hann segir, sé þó að ég er staddur á einhverri brú, sem eg hélt þá að væri að fara yfir sundið til Sjálands eða hvað þær heita þessar eyjar. Loka ég aftur augunum þangað til ég finn lestin hægir á sér,,,þegar ég lít útum gluggan verð ég játa að ég fékk nettan sting í magan....á skiltinu fyrir utan gluggan stóð...MALMÖ.....Ekki nóg með að ég tók lest á vitlausan áfangastað,,,,heldur tók ég lest inní vitlaust land. Tók ég saman dótið mitt í flýti og hljóp jafnhratt útúr lestinni en ég kom inní hana og ekki nærri jafn hreikinn og þegar ég kom inní hana. Þurfti ég að taka aðra lest frá Svíþjóð yfir til Danmerkur þar sem mér tókst að lokum að fara uppí lest til Roskilde. Þá fór common sensið fyrst að virka þegar ég sá fólk með bakboka, í útilegufötum og með bjór, en ekki sænsku mælandi fjölskyldur.
Ferðin til Jyllinge gekk vel. Anna tók á móti mér við strætóbiðskýlið og gengum við heim þar sem Haukur frændi var ásamt tveimur vinum sínum, en þeir eru búnir að vera á djammi á Roskilde síðan á sunnudag. Fengum mjög góðan mat og bjór með sem var kærkomið eftir þennan dag. Elías litli lék á alls oddi með bílinn sem ég keypti handa honum í Köben, en hann fékk háværasta bílinn í allri búðinni móður hans til álíkrar gleði og Maggi og Hildur voru þegar ég gaf Hákoni trommuna. Ég henti brennivínsfötunum í þvottavélina en ekki vildi betur til en ég henti tannbustanum mínum með, hefði betur tékkað hvað lá á milli fatnanna.

Einhversstaðar segir að fall sé faraheill. Er ég vissum að ekkert af þessu hefði gerst fyrir mig ef Eiður eða Emmi hefðu verið hérna með mér. Alla vega viðburðaríkum fyrsta degi lokið hér í Danmörku. Ætla rétt að vona að ég verði orðinn meiri heimsborgari þegar ég fer til Genf.

Björtu hliðarnar: Hef núna komið til Svíþjóðar. Þá á ég bara eftir að heimsækja Noreg af Norðurlöndunum.

Tuesday, June 27, 2006

Veðurspáin fyrir Roskilde

Monday, June 26, 2006

Brúðkaup og nýtt starf

Var að fá ansi skemmtilegar fréttir en ég komst að í starfsþjálfun hjá EFTA sem þýðir að kallinn mun flytja til Sviss í lok ágúst. Þar sem fréttirnar eru enn glænýjar veit ég ekki alveg hvernig maður á að taka þessu en er engu að síður himin lifandi..:)

Fór í skemmtilegt brúðkaup um helgina hja Thelmu og Finni. Var djammað alveg til klukkan að verða tvö um nóttina. Sunnudagurinn varð fyrir vikið ekkert eins skemmtilegur. Lá að mestu leiki fyrir og horfði á tvo slaka leiki í HM. Ætlaði að nota sunnudaginn í að pakka niður fyrir Danmerkurferðina en hafði ekki mikla orku til þess. Þarf þar af leiðandi að fara aftur upp í Borgarnes í dag og sækja dót en hefði svo sem þurft að fara þangað þar sem við erum að fara keppa á móti Snæfell í kvöld.
Annars er maður kominn með nettan fiðring fyrir því að fara til Danmerkur. Búinn að vera kíkja reglulega á veðurspánna fyrir Hróarskeldu og hún lítur bara mjög vel út. Anna systir búin að segja mér að það sé búið að vera c.a. 30 stiga hiti undanfarið. Búinn láta kaupa fyrir tjald úti og kominn með miðann í hendurnar, þá vantar bara bjórinn. Nú ef veðrið bregst og hátíðin fer illa þá getur maður alltaf skellt sér til Eyja mánuði seinna :)

Wednesday, June 21, 2006

Roskilde

Þá er ekki nema tæp vika þangað til maður leggur í hann til Danmerkur. Farinn að hlakka mikið til að fara á Roskilde tónleikana. Hlakka mest til að sjá Franz Ferdinand, Guns’n Roses og Sigurrós en þó verða eflaust eitthvað af böndum þarna sem eiga eftir koma manni á óvart.

Það sem gerir það að verkum að manni hlakka enn meira til að fara út en ella er þetta skítaveður sem búið er að vera hérna í sumar. Hitastigið vart búið að fara yfir 10 stigin í sumar og sólskinsstundirnar eru taldar í mínútum. Kenni því alfarið um að í dag er ég rótkvefaður og slappur.

Mikið um að vera hjá mér næstu helgi. Á föstudaginn verð ég að dæma á Sparisjóðsmótinu í Borgarnesi þar sem að um 800 krakkar munu verða í nesinu. Á laugardaginn er svo brúðkaupið hjá Finni og Thelmu, þar sem verður væntanlega djammað frameftir kvöldi. Um að gera að skemmta sér vel áður en maður heldur til Danmerkur, þarf reyndar að fara í Stykkishólm að keppa á mánudeginum ef nárinn verður orðinn góður fyrir þann tíma.

Fékk ansi góðar bólgueyðandi töflur við náranum á mánudag, hefði betur lesið leiðbeiningarnar áður en ég dældi þeim. TAKIST EKKI Á FASTANDI MAGA!. Vildi ekki betur til en að ég tók eina í morgunmat á fastandi strax á þriðjudagsmorgun þegar ég vaknaði. Ákvað svo að keyra til Reykjavíkur þar sem ég hugðist borða morgunmatinn. Ferðin gekk ágætlega framan af þar til komið var í Melasveitina þar sem mig var farið að syfja óeðlilega mikið. Margir samverkandi þættir gerðu það að verkum að ég var kominn að þröskuldi draumalandsins. Augnlokin urðu á þyngd við Ara Hauks, bílsætið í Almerunni virkaði eins og Lazy Boy og útvarpsþulurinn hljómaði eins og Ásgeir Kolbeins......þá fyrst hrökk ég upp. Lagði ég bílnum smástund og fékk mér frískt loft, áður en ég lagði aftur af stað til Reykjavíkur.

Af öðru leyti er það að frétta að maður bíður enn eftir svörum af störfum sem ég hef sótt um erlendis. Reyndar svolítið hræddur um að EFTA dæmið hafi klikkað á síðustu stundu þar sem ekki var hægt að ná í meðmælanda minn þegar á þurfti að halda. Frekar svekkjandi þar sem að um var að ræða skemmtilega vinnu sem hefði opnað á fleiri möguleika á erlendum vettvangi. Spurning um að maður sæki bara um hjá PETA í staðinn, vantar alla vega fólk í vinnu, mjög sveigjanlegur vinnutími og skemmtilegur vinnustaður.