Tuesday, December 24, 2002

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!!



Hrakinn úr landi Aría

Þá er maður loksins kominn heim eftir að hafa verið hrakinn úr landi síðustu daganna. Hver ástæðan er veit ég ekki en eitthvað held ég að þetta hafi með skeggið að gera þar sem að viðmót þeirra gagnvart mér gjörbreyttist eftir síðasta rakstur minn í Þýskalandi.
Annars er frábærri ferð lokið og alveg á hreinu að ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér til Þýskaland. Nú tekur við næsti kafli í lífi mínu en það er tvennt sem kemur til greina en hins vegar er það að ég hyggst ganga norðurpólinn á fjórum fótum án vetlinga eða fara finna mér kvennmann. Reikna ég með að velja Norðurpólinn þar sem að það er mun auðveldara og ódýrara.

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa heimsótt mig á heimasíðuna á þessu ári og vona að þeir haldi áfram að leggja leið sína hingað og verði duglegir að kommentera. Hittumst hress og kát á nýju ári...Jóla og nýárskveðjur Einar

Sunday, December 15, 2002



Heimferð

Þá er komið að því að fara huga að heimferð. Flugið mitt er næsta föstudag frá Kaupmannahöfn og mun ég lenda að rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Nú er vandamálið hvað maður á að gera þessa fyrstu daga sína heima. Ég á eftir að kaupa allar jólagjafir og reikna ég með að gera það í Reykjavík á laugardeginum. Reyndar er ég ekki búinn að ákveða hvað ég ætla gefa um þessi jól nema fyrir Magga bróður en ég ætla að gefa honum pott eða steikingarpönnu í búið. Reyndar sá helvíti flotta borðdúka í Bremen í gær sem hugsanlega gætu nýst honum en mamma sagði mér að hann ætti nokkra slíka.

Svo er það náttúrulega djammið um jólin en ég er búinn að vera í fínu djamm svelti þannig að maður ætti að koma ferskur heim. Annar í jólum er yfirleitt nokkuð sterkur. Það var nú inní myndinni að fara til Keflavíkur á Sálina en það virðist vera renna út og svo eru það áramótin þar sem að verið er að plana djamm í einhverjum sal í Nauthólsvíkinni og þema kvöldsins verður frægt fólk. Enginn spurning að Derrick mætir á svæðið, mig vantar bara aðstoðarmanninn Harry Klein (Harrý litli) með mér en hann kemst því miður ekki, Rex hefur hins vegar boðist til að kíkja með mér þar sem að hann hefur heyrt að það sé fullt af tíkum á Íslandi.

Þið kannski hafi velt fyrir ykkur myndinni hér að ofan en þannig að er mál með vexti að ég lét aðeins lyfta upp á útlitið á Hyundai bílnum mínum,,,já þið þekkið hana kannski frekar sem "Hvíta Þruman". En þessi kaggi er er nú einn af fáum slíkum í Þýskalandi enda sérútgáfa og er verðlagður á rúmar 10 milljónir íslenskar krónur með þeim aukahlutum sem settir voru í hann. Ég get varla farið að þylja upp eiginleika bílsins núna en ég get bara sagt það að það er hægt að gera allt í þessum bíl.

Wednesday, December 11, 2002

One big mess!!

Það er nú óhætt að segja að karlinn hafi lítið þroskast þó svo að hann hafi elst um eitt ár fyrir rúmri viku síðan. Fyrsta fyllerí á nýjum aldri og allt vitlaust. Þetta byrjaði á því ég fór í svakalegt partý hjá Öldu þar sem vorum á milli 20 og 30 manns, svo óheppilega vildi til að ég rak tunguna mína óvart upp í munninn á einni finnskri stelpunni sem gerði löndu hennar alveg vitlausa. Ekki skil ég hvað hún var að æsa sig yfir þessu enda hefur hún ekki hugmynd um hvað ég hef þurft að þola síðustu 178 daga og 178 nætur (40 days & 40 night). Þessi mistök mín enduðu í hávaða rifrildi inn á diskótekinu Vamos á tungumáli sem enginn skildi en mér skilst að eitthvað hafi verið minnst á mig í þessum umræðum. Niðurstaðan var að báðar fóru heim áður en ég gat nokkuð gert. Ekki má gleyma þætti engilsins (Inga) og djöfulsins (Steinar) í öllum þessum hamagangi, þar sem að djöfullinn hvatti mig stöðugt áfram til að enda 178 daga þjáningu en engillinn varaði mig við að eyðileggja 15 ára vinasambandi milli vinkvennanna. Þegar djöfullinn var loks búinn að sannfæra mig um hvort væri betra fyrir mig voru þær farnar.

Nú þurfti að leita að nýju fórnarlambi og fyrir valinu var Anja, þýska stelpa frá Rostock. Þegar hér er komið við sögu var klukkan um 4 og karlinn kominn á síðasta snúning,,,reyndar á yfirsnúning. Þegar ég var búinn að spjalla við hana ansi lengi og drekka aðeins meira komu tvær spurningar sem gerðu útslagið,,,,(samtalið fer nú fram á ensku)

Einar: so..where are you from??
Anja: I all ready told you that...
Einar:óó,,,
Anja: I am from Rostock
Einar: and what do you do there?
Anja: Why are you always asking me the same questions,,i have also told you that!!
Einar,,úpps,,,yes I know,,I mean in details!!

Eftir að Anja hafði útskýrt það fyrir stóð hún upp og sagði....
Anja: If you don´t remember my name when I come back from the toilet, i won´t talk to you again...
Það eina sem mig rámaði í var að nafnið byrjaði á A og fór þá af stað mikil rannsóknarvinna en það bjargaðist þegar ég gekk að vinkonu hennar og spurði hvar vinkona hennar væri...
Einar: Where is your friend?
Vinkonan: who,,Anja???
og þá var karlinn búinn að redda sér..þar til hann gleymdi því stuttu seinna.....

Hvað er málið???? in details ,,,,,

Kvöldið endaði heima og var vaknað í þynnku dauðans þar sem að 179 dagar voru orðnir að veruleika og fyrir utan gluggan sungu litlir þrestir þeim degi til dýrðar.. En það er alltaf hægt að líta á björtu hliðarnar þar sem að það styttist í stór áfanga þ.e. 200 daga og þá verður sko haldið stórt partý...

Monday, December 02, 2002

Hvað hef ég gert?

Ekki veit ég hvort að Guð sé eitthvað að refsa mér en svo virðist sem allt sé niðurleið þessa daganna. Ekki nóg með það að Liverpool vann ekki leik í deildinni í nóvember heldur er það líka lagt á mann að tapa fyrir Manchester United. Það sem er kannski mest svekkjandi er að sá sem skoraði mörkin jók markaskorun sína um 100% eftir þennan leik. Þannig að nú hefur hann skorað 4 mörk fyrir United í u.þ.b. 40 leikjum, sem gerir um eitt mark í hverjum 10 leikjum, sem er nokkuð gott af senter. Reyndar getur hann þakkað markmanni Liverpool Haraldi Handalausa fyrir bæði mörkin.

Þar sem ég er enn í sárum eftir þennan leik gat ég huggað mig við það að ég væri að fara á Oasis tónleika í kvöld.....En viti menn er ekki búið að aflýsa þeim vegna slagsmála sem þeir lentu í. Ég ætla ekki að fara blóta þessum heimsku þjóðverjum hérna á heimasíðum minni en þetta eru nú samt sem áður meiru helvítis fiflin.

Hvað verður það næst ?? Ætli Elísabet Regína hætti ekki bara með mér og þar sem hún sé búin að finna sér einhvern annan,,,