Saddam fundinn í maganum á Keikó!!
Þessa daganna eru Norðmenn í slæmum málum. Einni lengstu gíslatöku í manna minnum lauk nú á föstudaginn þegar tilraun var gerð til þess að frelsa háhyrninginn Keikó. Þegar Keikó gerði tilraun til þess að stökkva yfir varnargarðinn í Haugasund flaug Hanni Gunni tveggja hreyfla Dornier í veg fyrir Keikó með þeim afleiðingum að hann lenti í vinstri hreyfli vélarinnar. Vélinn lenti heilu og höldnu en Keikó lenti hins vegar á Halli Hallssyni sem stóð á varnarveggnum og hrópaði "Free Keikó". Talið er að Keikó hafi látist samstundis og háhyrningar víða um heim eru harmi slegnir.
Þýski háhyrningurinn Sleikjó sagði "gouuuu gouuu rrrrr" og má ljóst vera að hann var harmi sleginn. Í undirbúningi er kvikmynd sem byggir sem fjallar um ævi og störf Keikó og herma fregnir að Gaui litli muni fara með aðalhlutverkið í þeirri mynd. Ljóst er að ekkert verður að fyrirhugaðri sjálfsævisögu Keikós sem átti að koma út á fimmtudag með jólabókaflóðinu.
Við krufningu á Keikó vildi ekki betur en Saddam Hussein kom fram í dagsljósið. Komst þar með upp um áralangt samstarf Norðmanna og Íraka. Þó svo að mönnum hafði grunað þetta var skorti ávallt sannanir. Er þetta ekki nokkuð augljóst núna þegar Norðmenn moka upp olíu einir manna á norðurhveli jarðar. Saddam virtist vera nokkuð vel á sig kominn þegar hann skreið út úr maganum á Keikó. Hann kvaðst hafa lifað aðallega á fiski og sjó en játaði samt að hafa nartað í norska sjómenn öðru hverju. Hann segir samskipti sín við Keikó hafa verið lítil en þeir hafi oft þrætt enda bjó Keikó um árabil í Bandaríkjunum og var hlynntur utanríkisstefnu George Bush. Saddam játaði að hafa sparkað nokkrum sinnum í innri líffæri Keikós en hætti því fljótlega þegar Keikó hótaði að blása honum út á mitt Atlantshaf eða yfir til Svíþjóðar.
Saddam heldur hér á vinstri hreyfli Dornier vélarinnar sem varð Keikó að bana.
Saddam segist kunna vel við sig í Noregi og segist vel geta hugsað sér að setjast þar að í náinni framtíð þar sem að landið afskekkt og íbúar þess illa innrættir. Hann telur sig geta komið að góðu gagni í norskum stjórnmálum þar sem hann er vanur allskyns nágrannaerjum. Hann telur nauðsynlegt að Noregur endurheimti yfirráð sín yfir Íslendingum þar sem að þar ríki stjórnleysi og öfgafullur einræðisherra ræður ríkjum.
„Mér þóttu þetta miklar og góðar fréttir,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um fregnir af dauða Keikós og fundi Saddams Husseins. Hann vildi hins vegar gefa lítið fyrir þann orðróm að Saddam blandi sér í norsk stjórnmál enda skipti það ekki máli þar sem að hann muni eftir eitt ár fara á himinhá eftirlaun og hann ætli sér að yfirgefa landið.
Björn Bjarnason segist hins vegar vera hvergi banginn enda búinn að koma á fót þrautþjálfuðum her ungra sjálfstæðismanna sem muni verja landið með klóm og kjafti,,,,,eða öllu heldur vatnsgreiðslu og gleraugum.