Jólin koma
Gleðileg jól öll og hafið það sem best um jólin. Er kominn í jólaskap því ég fékk frí fyrir hádegi á mánudag........
.
.
Þessi síða inniheldur skoðanir og hugsanir Einars og þarf á engan hátt að endurspegla skoðanir almennings.
Jólin koma
Jól í fasistaríki.
Þá eru þau að skella á,,jólin. Verð nú reyndar að játa það að mig hlakkar nákvæmlega ekki neitt til jólanna að þessu sinni og er þar með í góðum félagsskap með Emma, Osama bin Laden og Lúsífer. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi jól lenda á skelfilegum dögum þ.e.a.s. föstudag, laugardag og sunnudag. Þetta þýðir að maður fær hálfan dag í frí þessi jólin. Ekki hjálpar til þegar systkin manns verða bæði stödd í fjarlægum löndum.
Horfði á fína tónleika í gær þ.e. Nýdönsk og Synfónían. Nýdönsk hefur nú verið ein af mínum uppáhaldshljómsveitum í gegnum tíðina. Sérstaklega er ég hrifinn af lögunum sem þeir sömdu meðan Daníel Ágúst var í hljómsveitinni. Tvö lög gripu mig sérstaklega en það var annars vegar lagið Svefninn laðar, sem inniheldur einfaldan og vel saminn texta texta og hins vegar lagið Hei þú en sá texti vakti mig aðeins til umhugsunar :)
Mér brá heldur betur í brún þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Búið var að setja upp jólakrans á útidyrahurðina sem í raun er bara hið besta mál en þó þykir mér fórnarkostnaðurinn hafa verið ansi mikill. Eitthvað held ég að verktakinn ETG hafi eitthvað misreiknað sig í umhverfismati við þetta verk. Reyndar er það þannig með verktakann að hann er seinn til verks og þegar hann tekur til hendinni að þá þurfa framkvæmdir að vera heldur til stórtækar. Af þessu leiðir að frágangur eftir verklok er undantekningalaust mjög slæmur. Gott dæmi um það var þegar það átti að setja upp ofvaxinn spegill á stofuveginn að þá tók ég (undirverktakinn) það verk að mér að tilskipan verktakans. Fór ég niður í Byggingavörudeild og keypti þar nettan og sterkan krók sem hægt var að festa í vegginn. Þegar ég var búinn að bora og gera allt klárt fyrir að skrúfa krókinn í mætti verktakinn á svæðið. Að sjálfsögðu þurfti hann að valda í móinn og sagði ég upp verkinu á staðnum. Tók þá verktakinn til sinna ráða og fór sjálfur í Byggingavöruverslunina, eða það hélt ég. Þegar hann kom tilbaka var hann með þennan risa krók að ég velti fyrir mér hvaða sjóræningjagröf hana hafi grafið upp. Tók karlinn borvélina og hamaðist á veggnum uns komin var svo stór hola að fylla hefði mátt í hana með Ara Hauks. Festur var krókurinn og spegillinn var hífður á. Ekki ætla ég að leggja dóm á hvort hafi reynst gáfulegra að fara mína leið eða verktakans en pottþéttur er á, að spegillinn stæði ekki 20 cm frá vegnum að ofanverðu hefði ég fengið að ráða.
Ekki vissi ég hvernig á mér stóð veðrið þegar ég las þann pistill sem að fyrrum bróðir minn skrifaði mér til heiðurs á 29 ára afmæli mínu. Pistillinn var að mörgu leyti góður en hins vegar fór hann mjög frjálslega með staðreyndir, sumt var hreinlega ritstuldur og sumt var helber lýgi.
Staðfest!!