Thursday, December 23, 2004

Jólin koma

Gleðileg jól öll og hafið það sem best um jólin. Er kominn í jólaskap því ég fékk frí fyrir hádegi á mánudag........

.

.

Tuesday, December 21, 2004

Jól í fasistaríki.

Það má segja að jólin hafi endanlega verið eyðilögð í dag þegar ég fékk þær fréttir að Sálin fengi ekki að vera með ball eftir miðnætti á jóladag. Þess í stað verður ballið að vera eftir miðnætti annan í jólum en eins og flestir vita þá er mánudagur daginn eftir og þar af leiðandi vinnudagur. Reyndar vildi lögregluembættið í Keflavík leyfa þennan dansleik á upprunalegum tíma en lögregluembættin í Rvk, Hafnarfirði og Borgarnesi settu sig öll upp á móti.

Tel ég ástæðuna vera lög nr. 32 frá 1997. sem eru lög um helgifrið.

í 2. grein segir
Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.

í 3. grein segir ennfremur
Um starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar gilda eftirfarandi reglur:
1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil.
2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil: a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Samkvæmt þessum lögum má reikna með að allir skemmtistaðir landsins verði lokaðir yfir hátíðarnar. Í hvurs lags fasista ríki myndi þetta viðgangast. Hver er að hagnast á slíkum boðum og bönnum?. Að mínu mati er hér verið að brjóta á frelsi einstaklingsins. Það hlýtur að vera undir hverjum og einum einstaklingi komið hvernig hann ver jólum sínum þ.e.a.s. með fjölskyldu, vinum og o.s.frv.. Ef að einstaklingur kýs að eyða jólunum á einhverjum ölkrám um jólin á hann á hann að geta valið þann kost. Það má alveg deila af hvort að það megi hafa opið á aðfangadag eða ekki en að mínu mati ætti það að vera val eiganda veitingastaðarins að ákveða það. Af hverju á atvinnurekandi sem er hindúi, múslimi eða einhverrar annarar trúar að þurfa lúta lögum er byggjast á trúarbrögðum annara einstaklinga. Nota Bene í ríki þar sem gildir trúfrelsi.
Annað dæmi um hversu slæm þessi lög eru að hér dvelst fjöldinn allur af útlendingum yfir jólin en Ísland hefur til að mynda verið að markaðssetja hér heitt næturlíf yfir kaldan vetrartíma. Held að þeir eigi eftir að verða fyrir nokkrum vonbrigðum með næturlíf þessara helgar nema þeir komist í eitthvað gott heimapartý. Fyrir utan það tap sem hlýst af eyðslu útlendinga þessarar helgar munu veitingamenn stórtapa af eyðslu skemmtanaglaðra Íslendinga þessa helgi. Ekki veit ég hvort að starf lögreglunar verður eitthvað einfaldara þar sem að meira verður sjálfsagt að útköllum í tengslum við partý í heimahúsum.

Já ég er fokvondur yfir þessu,,búið að eyðileggja hápunkt jólanna hjá manni útaf reglum sem eiga við engin rök að styðjast. Engin græðir á þessum lögum en allir tapa. Nú er bara að biðja um frí í vinnunni á mánudag.

Saturday, December 18, 2004

Þá eru þau að skella á,,jólin. Verð nú reyndar að játa það að mig hlakkar nákvæmlega ekki neitt til jólanna að þessu sinni og er þar með í góðum félagsskap með Emma, Osama bin Laden og Lúsífer. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi jól lenda á skelfilegum dögum þ.e.a.s. föstudag, laugardag og sunnudag. Þetta þýðir að maður fær hálfan dag í frí þessi jólin. Ekki hjálpar til þegar systkin manns verða bæði stödd í fjarlægum löndum.

Eitt sem ég hata við jólin eru jólaauglýsingarnar og misnotkun á börnum og unglingum í því sambandi. Sem betur fer er ég með "mute" takka á fjarstýringunni sem kemur oft að góðum notum. Dæmi um vonda og virkilega pirrandi auglýsingu er frá Agli Skallagrímssyni þar sem verið er að auglýsa Egils malt og appelsín, þar sem að lítil stelpa syngur lagið "skín í rauðarskotthúfur o.s.frv... Guuð hvað þessi rödd og söngur er farinn að fara í taugarnar á mér og veit ég að Emmi og félagar eru alveg sammála mér í því. Önnur auglýsing sem ætti að banna er Smáralindsauglýsingin með Birgittu Haukdal því hún hreinlega býður upp á að viðkomandi aðili verði lagður í einelti. Hverjum dettur það í hug að láta 14-15 ára táningsdreng sem rétt er að byrja í mútum syngja einsöng? ...og ekki nóg með það þá er sá slæmi söngur undirstrikaður með að láta Birgittu Haukdal syngja í kjölfarið. Pure Evil,,,held að Emmi og félagar séu sáttir við þetta.

Góðu tíðindin eru hins vegar þau að það er náttúrlega alltaf djamm um jólin og aldrei eru áramótin langt undan. Ætli maður taki ekki djammið í Rvk á jóladag en er reyndar heitur að kíkja til Njarðvíkur á Sálarball með Steinari. Hvað áramótin varðar er allt óráðið. Nói var reyndar eitthvað byrjaður að plana í bænum. Spurning hvort að það verði eitthvað á
(R)Ugluhólunum þessi áramót.

Annars er það að frétta af Eistlandsmálum að ég mun fljúga út þann 29 jan næstkomandi. Mun fljúga fyrst til danmerkur og þaðan beint til Tallinn. Þar verður tekið á móti mér og mér sýnt hvar ég bý, hvar skólinn er, verslanir o.fl. Fékk e-mail í vikunni þar sem að ég var beðinn um að greina frá hvernig íbúði ég vildi, hvort ég vildi búa einn, hve mörg herbergi, nálægt ákveðnum stöðum o.fl. Ef gengið verður að öllum kröfum mínum mun ég í búa í forsetahöllini í Tallinn með 24 herbergi, 3 baðhergi, 3 þjóna og kokk og eitt kvennabúr :)


Monday, December 13, 2004

Horfði á fína tónleika í gær þ.e. Nýdönsk og Synfónían. Nýdönsk hefur nú verið ein af mínum uppáhaldshljómsveitum í gegnum tíðina. Sérstaklega er ég hrifinn af lögunum sem þeir sömdu meðan Daníel Ágúst var í hljómsveitinni. Tvö lög gripu mig sérstaklega en það var annars vegar lagið Svefninn laðar, sem inniheldur einfaldan og vel saminn texta texta og hins vegar lagið Hei þú en sá texti vakti mig aðeins til umhugsunar :)

Hei þú, viltu sýna hvað þú hefur.
Þú ert með uppáhaldsbrjóstin mín,að öðru leiti er ekkert við þig að sjá.
Hei þú, viltu segja hvað þú heitir.Hei þú, viltu sýna hvað þú getur.
Þú ert svo góð í húðinni,að öðru leiti er ekkert við þig að sjá eða halda uppá.

Ó, hvað ég er óheppinn,um þig lykur hamurinn,
á annari situr barmurinn
og hjá þriðju hvílir hugurinn.

Hei þú, viltu segja hvað þú heitir.
Hei þú, viltu sýna hvað þú hefur.
Þú ert með flottustu varirnar,að öðru leiti er ekkert við þig að sjá,
eða halda uppá.

Ó, þú hefur munnsvipinn,aðra umlykur hamurinn.
Á þriðju situr barmurinn, sú fjórða hefur fótlegginn.
Hjá fimmtu hvílir hugurinn, sú sjötta sér um baksturinn,
sú sjöunda er bílstjórinn og áttunda á peninginn.

Af hverju er ég svona óheppinn? Af hverju er engin þeirra fullkomin?
Af hverju hljómar ekki áttundin?

Kannski er ég sjálfur eitthvað afundin?

Saturday, December 11, 2004

Myndband ársins 2004 http://www.muacks.com/videos/01.html

Wednesday, December 08, 2004

Mér brá heldur betur í brún þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Búið var að setja upp jólakrans á útidyrahurðina sem í raun er bara hið besta mál en þó þykir mér fórnarkostnaðurinn hafa verið ansi mikill. Eitthvað held ég að verktakinn ETG hafi eitthvað misreiknað sig í umhverfismati við þetta verk. Reyndar er það þannig með verktakann að hann er seinn til verks og þegar hann tekur til hendinni að þá þurfa framkvæmdir að vera heldur til stórtækar. Af þessu leiðir að frágangur eftir verklok er undantekningalaust mjög slæmur. Gott dæmi um það var þegar það átti að setja upp ofvaxinn spegill á stofuveginn að þá tók ég (undirverktakinn) það verk að mér að tilskipan verktakans. Fór ég niður í Byggingavörudeild og keypti þar nettan og sterkan krók sem hægt var að festa í vegginn. Þegar ég var búinn að bora og gera allt klárt fyrir að skrúfa krókinn í mætti verktakinn á svæðið. Að sjálfsögðu þurfti hann að valda í móinn og sagði ég upp verkinu á staðnum. Tók þá verktakinn til sinna ráða og fór sjálfur í Byggingavöruverslunina, eða það hélt ég. Þegar hann kom tilbaka var hann með þennan risa krók að ég velti fyrir mér hvaða sjóræningjagröf hana hafi grafið upp. Tók karlinn borvélina og hamaðist á veggnum uns komin var svo stór hola að fylla hefði mátt í hana með Ara Hauks. Festur var krókurinn og spegillinn var hífður á. Ekki ætla ég að leggja dóm á hvort hafi reynst gáfulegra að fara mína leið eða verktakans en pottþéttur er á, að spegillinn stæði ekki 20 cm frá vegnum að ofanverðu hefði ég fengið að ráða.


Minni útgáfan af króknum.

Guð forði okkur frá að kjöthnífurinn myndi glatast, karlinn myndi birtast höndina af Edda Klippikrumlu.

En aftur að blessaða kransinum. Kransinn fór upp og var vandlega festur með sterkasta laxagirni enda veitir ekki af í þeirri veðráttu sem hér ríkir í Beverly Hills hverfinu. En því miður er ekki nóg að henda kransinum upp eins og verktakinn komst að, rafmagn þurfti í kransinn til þess að fullkomna sköpunarverkið. Þar sem að enginn innstunga er í forstofunni reyndist nauðsynlegt að fá framlengingarsnúru og þar komum við ótrúlegustu lausn síðari tíma. Lausnin var CANTAT3 sæstrengur!!. Hef ég ekki séð jafn þvera og langa framlenginasnúru á ævi minni og það sem verra er að næsta innstunga er í mínu herbergi.

.
Lega sæstrengsins.

Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig CANTAT3 sæstrengurinn liggur um landið en efst á myndinni má sjá Eyjólfsstaði þar jólakransinn skartar sínu fegursta um þessar mundir.
Ekki veit ég hversu lengi þessi kapall mun koma til með að liggja þarna en strax á fyrsta degi er hann farinn að angra mig. Það væri ef til vill ekki svo slæm hugmynd að benda honum á ljósleiðara og jafnvel væri hægt að fá Sturlu Böðvarsson til þess að opna leiðarann. Ennfremur hef ég bent verktakanum á að það sé ekki æskilegt að sofa við hlið 10.000 volta sæstrengs. Jákvæð áhrif strengsins eru þó þau að það hefur ekki verið meira stuð í þessu herbergi um árabil.


Saturday, December 04, 2004

Ekki vissi ég hvernig á mér stóð veðrið þegar ég las þann pistill sem að fyrrum bróðir minn skrifaði mér til heiðurs á 29 ára afmæli mínu. Pistillinn var að mörgu leyti góður en hins vegar fór hann mjög frjálslega með staðreyndir, sumt var hreinlega ritstuldur og sumt var helber lýgi.

Maggi segir:
Í dag ber ég sorgarband. Þetta er svartur dagur í mannkynssögunni, ekki síst fyrir mig því nákvæmlega á þessum degi fyrir 29 árum voru örlög mín ljós. Rétt eins og 20. apríl er þekktur sem fæðingardagur Hitlers, 21 desember sem fæðingardagur Stalíns og 9. maí sem fæðingardagur Sigurðs Kára Kristjánssonar, þá verður 27. nóvember ætíð minnst sem fæðingardagur Einars Þorvaldar, bróðurómyndar minnar. Þvílík ragnarrök sem þessi dagur ber í för með sér. Ekki nóg með að dagurinn er svartur þá er drengurinn sjálfur kolsvartur í þokkabót. Fyrir mig er þessi dagur minn D-dagur.

Nákvæmlega sömu augum litu heiðingjar fæðingardag frelsarans fyrir rétt rúmum 2000 árum. Alla sína tíð mátti frelsarinn sæta ofsóknum og niðulægingu af ýmsum hópum samfélagsins og jafnvel sinni nánustu. Þó svo að 27. nóvember hafi ekki verið hátíðlegur dagur í augum þeirra sem bitrir eru, lifa í hefnd og þorsta þá hefur dagurinn skipað sér sess í hjörtum elskandi manna er lifa í náungakærleik og sátt.

"Þá mælti himnafaðir; ..mun þá sonur aftur upprísa, fæddur í aftan árs 27. .Getinn verður af torf og hór. Safnar sér visku í litlu skurði og bíður síns tíma.
Blóð rennur, jörð nötrar, rauð sól og falur máni. Austur og vestur takast á, ragnarrök, Veröldin grætur sína blómatíð.
Úr björginni ríður dökkur bogmaður, Af lítilli eyju norður í sæ, einherji er berst einn. . Frelsari deilandi fylkinga, hinn dökki maður með hið lýsandi ljós." Matteusarguðspjall (64:32)

Það er vissulega rétt hjá þer Magnús að þetta er D-dagur hjá þér, þ.e.a.s. drottins og dýrðardagur.

Maggi segir:
Fyrir tilstuðlan þessa drengs hef ég greinst með eftirfarandi sjúkdóma: ofsahræðslu, tourette´s, stama, bronkitis, ilsig, vélindabakflæði (vegna þungra bakhögga), vott af parkinson (höfuðhögg), maníska paranoju, skalla, varanlegar skemmdir á efnaskiptakerfi sem skilar sér í aðeins of mikilli þyngd og tímabundið minnisleysi. Já, ég var barinn í æsku og það í harðfisk. Hver einasti dagur fól í sér þjáningu. Fyrstu 15 ár ævi minnar læddist ég með veggjum heima hjá mér af ótta við að illfyglið yrði var við mig. Mamma og pabbi settu á hann múl því hann beit mig í tíma og ótíma og á tímabili var búið að ákveða að byggja fyrir hann búr. En þar sem Pálmi á Hálsum átti að byggja búrið var það aldrei gert og stendur það enn til. Þetta hefur hins vegar betur fer batnað síðustu 8 árin eða svo og spila þar margir þætti inn í. Sem betur fer er drengurinn dvergvaxinn og um 16 ára aldur var ég búinn að ná honum í hæð og réði því betur við hann. Í öðru lagi varð ég einnig klárari en hann og í þriðja og síðasta lagi flutti ég að heiman frá mömmu og pabba, eitthvað sem hann hefur blessunarlega látið ógert.

Ég get engan veginn fallist á að valdur af öllum þessum sjúkdómum þó svo ég eigi orsök af nokkrum þeirra. Ekki fengu foreldrar mínir að skíra mig Einar Skaðvaldur eða Einar Orsakavaldur, því tóku þau upp á því að skíra mig Einar Þorvald sem er dregið af áðurnefndum lýsingarorðum. Þykir mér helvíti langsótt að fara kenna mér skalla og þyngdaraukningu, sem er álíka fjarstætt og að fara kenna mér um Downsyndromið. Það þarf nú bara að líta á fjölskyldualbúmið til þess að rekja ástæður skallans, þar sem að forfeður okkar í báða leggi virðast hafa verið uppfullir af testósterónum að enginn þeirra myndi standast lyfjapróf. Þetta með þyngdaraukninguna er alfarið þín sök sem má rekja til þíns aktíva testósteróns. Þar náðir þú þeim einstaka árangri að þyngjast meira á 9 mánuðum en ólétt kærasta þín. Á tímabili var orðið spurning hvoru meginn getnaðurinn hafi átt sér stað. Það kom þó í ljós sex mánuðum síðar þegar að fóstrið fór að sparka í maga móðurinnar. Reyndar hélt Magnús því fram að hann hafði fundið fyrir sparki í iðrum sér en þegar betur var að gáð reyndist það einungis garnagaul.

Vissulega þurfti að taka á þér öðru hverju enda erfiðara barn var vart að finna í þessum friðsæla bæ. Held að þú hafir ekki verið orðinn 10 ára þegar þú stútaðir einu stykki gróðurhúsi. Reyndar fórstu að róast með aldrinum sem gerði það að verkum að maður gat sleppt af þér takinu. Það er reyndar alveg rétt hjá þér að þú varðst þá orðinn líka stærri en ég þ.e.a.s þú varst kominn tveimur þyngdarflokkum yfir mig. Reyndar flutti ég að heiman á undan Magnúsi og hef reyndar búið á Akranesi, Flateyri, Laugarvatni, Bifröst, Reykjavík, Bolungarvík, Bournemouth, Luneburg, Borgarnesi og Ólafsvík á síðustu 10 árum, minnst 4 mánuði á hverjum stað. Þannig að þessar ásakanir hans eiga ekki engan vegin við rök að styðjast. Reyndar er niðurlag þessarar greinar ritstuldur úr Neðra Nesar-sögu sem segir orðrétt "síðasta lagi flutti ég að heiman frá mömmu og pabba, eitthvað sem hann hefur blessunarlega látið ógert." Þarna lýsir Þórir Sigurðsson endurminningum sínum þegar hann flutti til Svíþjóðar og kvaddi bróðir sinn Obba í Nesi. Þarna hefur Magnús gert orð Þóris að sínum án þess að geta nokkurra heimilda.

Ætla ég að láta þetta uppgjör duga í bili.

Thursday, December 02, 2004

Staðfest!!
Fékk þá staðfestingu áðan að ég væri kominn inní skólann. Á að mæta til tallinn daganna 28-30 janúar næstkomandi. Fyrsti skóladagur er 31. janúar en þá munu erlendu nemendurnir koma saman. Mun skólinn vinna í að redda mér húsnæði og aðstöðu til þess að skrifa lokaritgerðina. Hér er hægt að sjá kynningamyndband skólans en ráðlegg ykkur ekki að skoða það nema á kostnað þess fyrirtækis sem vinni hjá eða skólans en það er um 50 mb. http://www.ebs.ee/?id=2393 . Nú er bara að fara panta sér far til Finnlands eða Danmerkur og þaðan fer maður yfir til Tallinn.


Wednesday, December 01, 2004

Smá breyting

Eins og sjá má þá hef ég aðeins tekið til á síðunni. Ekki er um að ræða stórvægilegar breytingar en þó er ég kominn með comment box þar sem að allir geta sett inn sínar skoðanir. Vil ég biðja menn um að commenta og tek fram að allt skítkast er leyfilegt nema í minn garð.