Wednesday, October 30, 2002

Nýjar myndir - Seinni Hluti
Jæja loksins er ég búinn að afreka að henda öllum þessum myndum inn. Seinni hlutinn er kominn í sérstaklega merkta möppu inn á myndasíðunni en þú getur líka komist inn á hana með því að smella hér.

Tuesday, October 29, 2002

Nýjar myndir - Fyrri Hluti
Þar sem alveg óhemju tíma hefur tekið að henda þessu inn á netið og ég hef ekki haft neinn tíma fyrir lærdóm í dag ætla ég aðeins að hvíla mig frá þessu og hendi restinni inn í kvöld eða á morgun. Myndirnar frá föstudeginum eru komnar inn á möppuna Berlínarferð.

Monday, October 28, 2002

Frábær Berlínarferð
Jæja þá er ferðin á enda og maður er allur að skríða saman eftir tveggja daga fyllerís- og menningarferð. Þar sem að þreytan háir mér talsvert enn þá mun þessi pistill ekki verða lengri en myndirnar koma inn strax í fyrramálið og er á nógu að taka. Einnig ætla ég að segja ykkur frá einhverju skemmtilegu en ég er farinn núna heim að horfa á ensku mörkin og að sofa.

Thursday, October 24, 2002

Allt á réttri leið
Eftir pínu væl og pirring í gær sökum tannpínunar er allt orðið gott í bili. Ég hringdi í tannlækni Dr. Schendlermann klukkan 8:00 í morgun og fékk tíma kl. 9:00. Eftir klukkutíma viðgerð var ég orðinn sem nýr og mætti kl 10:30 í Operation Management eða framleiðslustjórnun eða aðeins hálftíma of seint. Dagurinn er annars bara farinn í að hlakka til ferðinnar til Berlínar á morgun en eins og áður hefur verið sagt þá förum við með rútu kl.16:00 frá Luneburg. Búið er að raða í herbergi og notuðum við okkar innri sambönd til þess að lenda með finnsku stelpunum í herbergi,,,,hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Stefnan hjá okkur strákunum í þessari ferð er að taka þetta með almennilegri þjóðhátíðarstemmningu þannig að laugardagurinn fer ekki í einhverjar skoðannaferðir með öðrum túristum heldur í almennilega þynnku, McDonald´s og fótbolta. Eftir helgi lofa ég fullt af myndum inn á myndasíðuna og alla vega einum ef ekki tveimur almennilegum skandölum,,,,,,þannig að Pabbi og Mamma þegar þið lesið þetta skuluð þið ekkert kíkja á síðuna í næstu viku. Góða helgi góði lesandi....kv. Einar

Wednesday, October 23, 2002

TANNPÍNA og HAUSMEISTERINN
Enn og aftur þarf ég að glíma við vandamál í þessu blessaða landi. Nýjasta vandamálið mitt er tannpína. Síðustu 5 daga hef ég verið illa þjáður af tannpínu þannig að ég get einungis með naumindum torgað heitu kaffi, gosdrykkjum og salgæti. Á morgun ætla ég að panta tíma hjá tannlækni sem ég hef fengið númerið hjá og vonandi getur hann hjálpað mér þar sem að þetta er farið að hafa áhrif skapið á mér,,,,ekki ólíkt konu sem hefur verið 10 daga á túr. Annað sem er að bögga mig er Herr Passiv sem er Hausmeister eða húsvörður hérna í stúdentagörðunum þar sem ég bý. Málið er með þennan mann er að ég verð að hitta hann og kaupa af honum einhverja mynt sem gengur að þvottavélinni og þurkaranum. Nú hef ég verið hér í um tvo mánuði og ég hef ekki séð þennan blessaða mann enn þá. Í inngangnum í fjölbýlishúsinu sem ég bý setur "kvikindið" upp miða með ákveðnum tímasetningum þar sem hægt er að ná í hann. Jú Jú minn maður mætir nánast alltaf en aldrei sést Passivur. Ég hef spurt aðra íbúa og þau segjast stundum rekast á hann og nota þá tækifærið og fá myntinar hjá honum. Ég hef fengið ágæta lýsingu á honum,,,meðalmaður á hæð, með dökkt hár og yfirvaraskegg,,,,,,Frábært þetta á við hálfa þjóðina!!!! Það sem kórónaði pirring minn var síðan þegar ég kom heim á sunnudaginn tók ég eftir að "kvikindið" var búið að setja upp nýjan miða, sem ég þýði hér yfir á íslensku,,,Verð ekki við næstu tvær vikurnar þar sem ég verð í orlofi,,, Ja hérna.....við hvað vinnur þessi maður og frá hverju er maðurinn að taka frí????...Þetta þýðir að ég verð að halda áfram að þvo þvottinn minn hjá Nonna sem hefur reynst mér alveg stoð og stytta í þessu vandamáli gegn "kvikindinu" og þegar ég hitta Hausmeisterinn er nokkuð ljóst að ég tek Nonna með mér og hann á ekki von á góðu.....

Tuesday, October 22, 2002

Jæja þá er maður loksins að verða búinn að klára heimaverkefnin fyrir morgundaginn en segja má að hugurinn sé kominn til Berlínar þar sem að tekið verður á því næstu helgi. Farið verður með rútu klukkan 16:00 frá Luneburg og er reiknað með að stúdentarnir verði á milli 40-50 talsins sem fara með. Að sjálfsögðu á að byrja hella í sig strax þegar í rútuna er komið til þess að tryggja það að vera í góðu formi þegar komið verður til Berlínar um átta leytið. Dagurinn í dag hefur nú ekki boðið upp á neitt spennandi en það er spurning hvort maður leggi það á sig að kíkja í Gymið. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að Gym eins og hér myndi ganga í Íslandi það er að segja að eftir æfingar getur fólk farið í sameiginlega saunu,,,,,,,,þar sem bannað er að vera í fötum!!!. Ég verð nú að játa að þegar við Íslendingarnir komum þarna fyrst í sundskýlunum og stuttbuxunum okkar var glápt á okkur eins og við hefðum eitthvað lítið leyndarmál að fela. Eftir að heimsóknunum fjölgaði í gymið höfum við orðið að taka upp siði heimamanna hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þróunin hefur reyndar orðið uppá síðkastið að þeim tíma sem hefur verið varið í æfingar í tækjasalnum hefur fækkað á kostnað tímans í saununni og erum við orðnir helvíti skornir fyrir vikið......eða kannski frekar skorpnir :(
Annars sé ég fram á bara fínan dag þar sem ég ætla líka að kíkja á besta félagslið Englands þessa stundina etja kappi við Spartak Moskvu og eftir þann leik liggur leiðin á fund með Mimi sætu sem ætlar að gefa okkur góð ráð fyrir ferðina til Berlínar.

Sunday, October 20, 2002

Nýjar myndir og nýr pistill hér að neðan....Ég er búinn að búa til nýja möppu sem heitir nýjustu myndirnar sem að skýrir sig nú nokkuð sjálft, þannig að ef að þú lesandi góður hefur séð þær gömlu þarftu ekki að kafa í gömlu möppurnar til þess að sjá þær nýju. Ég ætla að reyna að vera duglegur að taka myndir og uppfæra reglulega en ég get lofað ykkur góðum myndum eftir viku þegar ég fer á djammið í Berlín....

Dagurinn í dag ætlar ekki að bjóða upp á mörg afrek nema að vera í þynnku sem er bara alveg ágætt. Við fórum á djammið í gær með Cuneyt, Micheal og finnsku stelpunum. Við byrjuðum að drekka heima hjá mér eins og venjulega og fórum síðan á írska pöbbinn og þaðan á stórt diskótek sem heitir Garage. Að sjálfsögðu var maður vel drukkinn af íslenskum sið þannig að tryggt var að ekkert kvennafar yrði á manni. Endaði þetta þannig að ein af þessum finnsku þurfti að tjá sig um samband sitt við kærastann sinn og þar sem ég þurfti að setjast niður vegna ölvunar var ég hentugt fórnarlamb til þess þola raunarsögur hennar. Þar sem ég er nú með þokkalega reynslu í árangurslausum samböndum gaf ég henni góð ráð sem hún gæti e.t.v. notfært sér. Stundum er það ágætt að vera í hlutverki "skilningsríka" gaursins þar sem að maður finnur að það rennur hægt og rólega af manni og dáist stundum af sjálfum sér hversu mælskur og hjálpsamur maður getur verið, bara með því að hlusta og nota eins atkvæða orð. Orð eins ahaa, umm,,,einmitt,, jájá og tala nú ekki um setninguna "stelpa eins og þú...... geta aukið eigið sjálfstraust það mikið að maður fær það stundum á tilfinninguna að maður sé Don Juan. Stundum gerist það meira að segja að manni finnst maður skilji kvennfólk og þegar það gerist þá grípur um mann hræðileg hræðslutilfinning og maður fer að efsast um eigin kynhneigð. En þessar tilfinningar vara sem betur fer ekki lengi og þegar maður vaknar daginn eftir er allt orðið eins og það á að vera þ.e. gamli góði Einar í smá þynnku sem hefur ekki hundsvit á því hvernig kvennfólk virkar nema á einn hátt......:)

Wednesday, October 16, 2002

Kvennfólk í Þýskalandi
Fyrsti pistill minn héðan frá Þýskalandi fjallar um hitt kynið. Ég skal játa það að ég varð fyrir töluverðu menningarsjokki við að koma hingað til Þýskalands en það sem sjokkaraði mig mest var RISAVAXIÐ kvennfólk. Þegar ég á við risavaxið er ég ekki að tala um 180cm meðalhæð,,,,heldur 188 meðalhæð án pinnahæla. Þar erum við komin að öðrum punkti en það er tískan sem er hér í gangi en stúlkurnar hérna keppast við að vera eins og klipptar út úr tískublaði,,,,frá 1980. En hver man ekki eftir tískunni þá?? jú þetta var á þeim árum sem Madonna og Cindy Lauper voru að slefa í 180 cm.....Við erum að tala um HELVÍTIS PINNAHÆLANNA.....Hvaða ítalski tískudvergur fann upp á því fyrirbrigði??
Eftir tvo mánuði í þessu risaríki (skil núna hvað átt er við þegar Þýskaland er kallað stórveldi) líður mér bara ansi vel,,,af hverju?? Ég er einstakur. Eins og í viðskiptum snýst lífið um að ná sérstöðu þ.e. að aðgreina sig frá hinum keppinautunum og þar hef ég meðfædda hæfileika þ.e. ég er LÍTILL. Ég þarf ekki að greiða mér, láta klippa mig, safna mottu eða síðu aftan,,,ekki einu sinni að þrífa mig..því ég er aðgreindur.
Næsta skref hjá mér er kynningarherferðin á þessari sérstöðu minni og verður öllum kostnaði haldið í lágmarki. Ekki verður farið í útgáfu bæklinga eða veggspjalda með slagorðinu LÍTILL,,,heldur ætla ég að leggja meira upp úr almannatengslum þ.e. að fara sjálfur og ganga um skólann og ná augnköntöktum. Eitt vandamál hefur þau komið upp hingað til varðandi þessi augnkontökt en það er að ég sé ekki svona hátt upp þannig að ég sjá í augun á stelpunum,,,,,,Enn stærra vandamál er að stelpurnar sjá mig heldur ekki nógu vel og halda stundum að ég sé kakkalakki eða moskítofluga þegar ég veifa höndunum og reyna þá að stíga á mig........
Þessa stundina er ég enn að reyna finna réttu aðferðina við að ná athyglinni en hver hún verður kemur í ljós seinna.

Þá er ég loksins kominn á vefinn. Þetta tók nú lengri tíma en ég ætlaði mér en síðustu dagar hafa farið í að læra á þetta og að taka myndir. Ég hvet ykkur að kíkja á myndirnar og að kíkja í gestabókina, ef einhverjum líst ekki á myndina af sér, þá sérstaklega í "öðruvísi" möppunni þá er sjálfssagt að taka út myndina.