Nýjar myndir - Seinni Hluti
Jæja loksins er ég búinn að afreka að henda öllum þessum myndum inn. Seinni hlutinn er kominn í sérstaklega merkta möppu inn á myndasíðunni en þú getur líka komist inn á hana með því að smella hér.
Þessi síða inniheldur skoðanir og hugsanir Einars og þarf á engan hátt að endurspegla skoðanir almennings.
Nýjar myndir - Seinni Hluti
Nýjar myndir - Fyrri Hluti
Frábær Berlínarferð
Allt á réttri leið
TANNPÍNA og HAUSMEISTERINN
Jæja þá er maður loksins að verða búinn að klára heimaverkefnin fyrir morgundaginn en segja má að hugurinn sé kominn til Berlínar þar sem að tekið verður á því næstu helgi. Farið verður með rútu klukkan 16:00 frá Luneburg og er reiknað með að stúdentarnir verði á milli 40-50 talsins sem fara með. Að sjálfsögðu á að byrja hella í sig strax þegar í rútuna er komið til þess að tryggja það að vera í góðu formi þegar komið verður til Berlínar um átta leytið. Dagurinn í dag hefur nú ekki boðið upp á neitt spennandi en það er spurning hvort maður leggi það á sig að kíkja í Gymið. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að Gym eins og hér myndi ganga í Íslandi það er að segja að eftir æfingar getur fólk farið í sameiginlega saunu,,,,,,,,þar sem bannað er að vera í fötum!!!. Ég verð nú að játa að þegar við Íslendingarnir komum þarna fyrst í sundskýlunum og stuttbuxunum okkar var glápt á okkur eins og við hefðum eitthvað lítið leyndarmál að fela. Eftir að heimsóknunum fjölgaði í gymið höfum við orðið að taka upp siði heimamanna hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þróunin hefur reyndar orðið uppá síðkastið að þeim tíma sem hefur verið varið í æfingar í tækjasalnum hefur fækkað á kostnað tímans í saununni og erum við orðnir helvíti skornir fyrir vikið......eða kannski frekar skorpnir :(
Nýjar myndir og nýr pistill hér að neðan....Ég er búinn að búa til nýja möppu sem heitir nýjustu myndirnar sem að skýrir sig nú nokkuð sjálft, þannig að ef að þú lesandi góður hefur séð þær gömlu þarftu ekki að kafa í gömlu möppurnar til þess að sjá þær nýju. Ég ætla að reyna að vera duglegur að taka myndir og uppfæra reglulega en ég get lofað ykkur góðum myndum eftir viku þegar ég fer á djammið í Berlín....
Dagurinn í dag ætlar ekki að bjóða upp á mörg afrek nema að vera í þynnku sem er bara alveg ágætt. Við fórum á djammið í gær með Cuneyt, Micheal og finnsku stelpunum. Við byrjuðum að drekka heima hjá mér eins og venjulega og fórum síðan á írska pöbbinn og þaðan á stórt diskótek sem heitir Garage. Að sjálfsögðu var maður vel drukkinn af íslenskum sið þannig að tryggt var að ekkert kvennafar yrði á manni. Endaði þetta þannig að ein af þessum finnsku þurfti að tjá sig um samband sitt við kærastann sinn og þar sem ég þurfti að setjast niður vegna ölvunar var ég hentugt fórnarlamb til þess þola raunarsögur hennar. Þar sem ég er nú með þokkalega reynslu í árangurslausum samböndum gaf ég henni góð ráð sem hún gæti e.t.v. notfært sér. Stundum er það ágætt að vera í hlutverki "skilningsríka" gaursins þar sem að maður finnur að það rennur hægt og rólega af manni og dáist stundum af sjálfum sér hversu mælskur og hjálpsamur maður getur verið, bara með því að hlusta og nota eins atkvæða orð. Orð eins ahaa, umm,,,einmitt,, jájá og tala nú ekki um setninguna "stelpa eins og þú...... geta aukið eigið sjálfstraust það mikið að maður fær það stundum á tilfinninguna að maður sé Don Juan. Stundum gerist það meira að segja að manni finnst maður skilji kvennfólk og þegar það gerist þá grípur um mann hræðileg hræðslutilfinning og maður fer að efsast um eigin kynhneigð. En þessar tilfinningar vara sem betur fer ekki lengi og þegar maður vaknar daginn eftir er allt orðið eins og það á að vera þ.e. gamli góði Einar í smá þynnku sem hefur ekki hundsvit á því hvernig kvennfólk virkar nema á einn hátt......:)
Kvennfólk í Þýskalandi
Þá er ég loksins kominn á vefinn. Þetta tók nú lengri tíma en ég ætlaði mér en síðustu dagar hafa farið í að læra á þetta og að taka myndir. Ég hvet ykkur að kíkja á myndirnar og að kíkja í gestabókina, ef einhverjum líst ekki á myndina af sér, þá sérstaklega í "öðruvísi" möppunni þá er sjálfssagt að taka út myndina.