Monday, April 28, 2003

Framsóknarflokkurinn

Síðustu dagar hafa flogið án þess að maður hefur getað komið einhverji vitleysu inn á bloggið. Reyndar hef ég nú þjáðst af pínulítilli ritstíflu þar sem að engin þung málefni hafa legið mér á hjarta. Maður er þessa daganna að í lokaritgerðarvinnu og það stefnir allt eins og staðan er í dag að maður nái að skila á réttum tíma. Hins vegar eru tvö önnur fög að angra mann í miðri vinnu en það er upplýsingafræði og viðskiptasiðferði, sem reyndar má segja að sé hardcore heimspeki.

Báðir þessir áfangar hafa gjörsamlega floppað, ekki síst vegna þess að maður hefur ekki haft neinn tíma til þess að kynna sér lesefnið fyrir tímana og að kennararnir eru engan vegin í takt við þá kennsluhætti sem tíðkast á Bifröst. Ég ætla ekki að fara tjá mig meira um þetta hér þar sem að fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Kosningabaráttan hefur aðeins náð athygli minni og verð ég að segja að ég hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með hana. Engin flokkur hefur náð að heilla mig þar sem að stefnuskrár þeirra eru keimlíkar og auglýsingaherferðir þeirra hundleiðinlegar og ófrumlegar.

Framsóknarflokkurinn: Hefur lagt upp í þessa kosningar með því að stilla Halldóri Ásgrímssyni sem andlit flokksins út á við. Halldór er traustur og góður stjórnmálamaður en því miður heillar hann ekki almenning. Allar nýjar hugmyndir framsóknarflokksins hljóma sem gamlar þar sem hann er svo lengi að koma þeim frá sér. Framvarðarlið flokksins myndi líta betur út í steingervingasafni þjóðminjasafnsins heldur en við ráðherraborðið. Framsóknarflokkurinn er ekki ósvipaður og ein stór ætt þ.e.a.s. maður gengur ekki í flokkinn heldur fæðist maður inní hann. Kjósendur framsóknarflokksins er yfirleitt gamlir bændur en þar sem að bændastéttinni fer fækkandi hefur fylgið við flokkinn farið sömu leið. Ekki er langt í að flokkurinn deyji út þar sem að fæðingartíðni á Íslandi hefur lækkað.
Auglýsingaherferð flokksins er þokkalega frumleg en ófyndin, sem er frekar leiðinleg því hún á að vera fyndin. Þeir hafa reynt að byggja upp húmor í auglýsingum sínum en því miður er Framsóknarmönnum ekki gefin sú guðgjöf að vera fyndnir. Þeir eru með alvarleg bændagen í æðum. Þeirra hlutverk er ekki að segja brandara heldur að halda sveitum landsins gangandi. Þegar bændur segja brandara er það til að létta geðið í þunglyndum beljum sem hafa verið inní fjósi heilan vetur.
Hallgrímur Helgson orðar spillinguna í kringum flokkinn á eftirfarandi hátt " Íslensk spilling er ekki gerð af kænsku eða illum hug. Framsóknarspillingin verður ekki til í ábataskyni, heldur af sveitamennsku, naíviteti, stundum tómri heimsku. Hún er gerð af hugsunarlausu sakleysi: Tómum barnaskap. Þess
vegna standa spilltir herrar landsins alltaf á gati þegar komið er upp um þá. Þess vegna setja þeir alltaf um sakleysissvipinn og segja: Það hvarflaði nú bara aldrei að mér að það væri eitthvað rangt við þetta! Og þess vegna fyrirgefum við þeim alltaf
"

Reyndar verð ég að hrósa framsóknarflokknum fyrir það að hafa staðið sig vel í mörgum málefnum. Halldór Ásgrímsson hefur að mínu mati staðið sig vel í Evrópumálefnum þjóðarinnar þar en því miður hefur hann ekki fengið náð fyrir eyrum Davíð Oddsonar Fuhrer Sjálfstæðisflokksins. Jón Kristjánsson leysti Sif af hólmi í virkjunarmálunum og leysti það mál með fullkominni sátt að meira að segja Steingrímur J. hélt kjafti (í bili). Páll Pétursson gerði ekki neitt í þau ár sem hann sat í félagsmálaráðuneytinu og þar af leiðandi klúðraði hann engu. Ef að fólk er fylgjandi sitjandi ríkisstjórn og vill ljá henni stuðning sinn myndi ég ráðleggja því að kjósa Framsóknarflokkinn frekar en Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur tekið af skarið varðandi aðgerðir í umdeildum málum og séð um megnið framkvæmdum gerðar hafa verið undanfarin ár. Flokkurinn getur gengið nokkuð sáttur og með hreina samvisku til þessara kosninga eftir að hafa setið í stjórn í 8 ár.

Kannski maður kjósi Framsóknarflokkinn,,,,veit ekki,,,,á morgun ætla ég að spá í Sjálfstæðisflokkinn....

Saturday, April 26, 2003

Nemandi úr Viðskiptaháskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem
afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag
þar sem hægt var að
fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt
hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði
manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og
athuga hvernig hefði gengið.

Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga
viðskiptavini þennan fyrsta dag. "Bara einn," sagði drengurinn. Þetta
fannst
kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið.
Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund áttahundruð þrjátíu og
tvær krónur," sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann. "Hvað
seldirðu honum eiginlega, rasaði kaufélagsstjórinn hissa? "Jú, sjáðu til,"
sagði drengurinn, "fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum
miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég
hann hvar hann ætlaði að veiða.

Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát
og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að
hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í
véladeildina og seldi honum nýjan Landróver. " Nú var andlitið hálfdottið
af
kaupfélagsstjóranum og hann sagði: "Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn
lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl."

"Nei, nei," sagði strákurinn. "Hann kom hingað til að kaupa dömubindi
handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð
er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!"

Monday, April 14, 2003Ef ég fengi að ráða einhverju um það sem sýnt er í íslensku sjónvarpi er nokkuð ljóst að það yrðu ekki íslenskar íþróttir. Það er hálfsorglegt að fylgjast með svokölluðu “afreksfólki” landsins að sýna listir sýnar. Sunnudagskvöldið horfði ég á Helgarsportið og var þar verið að sýna frá Skíðamóti Íslands þar sem að komið var saman allt besta skíðafólk landsins. Ekki veit ég hvort þetta fólk hefur verið undir áhrifum vímuefna eða hvort að jafnvægisstöðvar í höfði hafi eitthvað skaddast í æsku en ofboðslega átti fólkið með að standa í fæturna. Meira að segja sú sem sigraði í einni grein í kvennaflokknum hálfpartinn datt á rassgatið en vann samt!. Í viðtali við Samúel Örn sagði hún að aðalmarkmiðið hjá sér hefði verið að klára keppnina og sigurinn hafi verið bónus. Er þetta hugarfar afrekmanns? Fyrir mér hljómar þetta eins og markmið klámmyndaleikara þ.e. bara að klára. Það væri lítið gaman að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu ef það færi í alla leiki til þess að klára þá, ekki til að vinna.

Við búum á Íslandi. Við getum ekki neitt á skíðaíþróttum, ekki neitt í íshokký, ekkert á skautum, almennt getum við ekkert í vetraríþróttum. Viti menn,,,Íslendingar gefast ekki upp. Við erum farin að stunda Curling!! sem er svona Boccia nema bara spilað á ís. Til þess að hafa meira action þá eru tveir sóparar sem að sópa það frá sem er fyrir kúlunni og yfirleitt er ekkert fyrir kúlunni nema flasa sóparanna, þannig að hlutverk þeirra er að sópa eigin flösu. Þarna er sóknartækifæri fyrir okkur Íslendinga til þess að ná langt. Bestu afreksmenn okkar sem hafa unnið til verðlauna á alþjóðavísu eru þroskaheftir eða fatlaðir. Við höfum séð það á fjórða hverju ári þegar að ólýmpíufarar okkar koma alsælir heim eftir að hafa fengið að vera með á ólympíuleikunum þá fara aðrir íþróttamenn héðan í Special Olymics og sópa að sér verðlaunum. Við eigum marga góða boccia spilara, meira að segja í Borgarnesi og nú er bara að skella þeim í curling búningin og útá svellið. Reyndar þar að endurskoða þessa búninga í curling til þess að fá meiri athygli fjölmiðla. Hvernig tæki curling spilari sig út í hástökksstuttbuxum og netabol? Já, svona týpískur íslenskur karlkyns frjálsíþróttamaður.


Svo er það þjóðaríþróttin glíma sem er álíka spennandi og háöldruð kerling á dagvistunarheimili sem legið hefur í coma í hálfa öld. Til þess að lífga upp á íþróttina hafa keppendur verið klæddir upp í þrönga spandex búninga og svo eru þeir með leðurólar um mittið. Það versta er að keppendurnir eru yfirleitt svo illa á sig komnir að þeir líta út eins og vagonpakkaðar lifrapylsur þegar þau loksins ná að troða sér í búninginn. Hvað gengur svo glíman útá annað en að nudda saman brjóstum og slá saman karlkynskynfærum? Ekkert, þetta er hommaíþrótt þar sem að markmiðið er að leggja andstæðinginn á bakið og þeir allra verstu nota tækifærið og detta ofan á andstæðinginn. Í hvaða annarri íþrótt er stiginn dans við andstæðinginn í upphafi?
Ég er einn af þeim sem hef mjög gaman af því að sjá tvær konur takast á þar sem ég hef mjög fjörugt ímyndunarafl. Hins vegar þykir mér ekkert gaman að sjá tvær konur glíma. Það er svo svona álíka viðburðarík athöfn eins og að sjá tvær ömmusystur sínar fallast í faðma, ekkert sexý. Ég er hins vegar fylgjandi því að hér á landi verði aftur tekin upp leðjuglíma.

Íþróttir eiga að vera sexý og flestar eru það. Af hverju horfir fólk á íþróttir? Það er spennan, tilþrifin og kynþokkin. Kvennaíþróttir bjóða til að mynda eingöngu upp á það síðastnefnda og það er líka nóg. Ein vinsælasta íþrótt í Noregi og Danmörku er handbolti kvenna enda mjög fallegt kvenfólk í báðum löndum. Eins og allir vita að þá er handbolti bara slagsmál og á hverjum leikdegi streyma þúsundir fólks til þess að sjá konur takast almennilega á. Reyndar vil ég taka fram að mér þykir íslenskar íþróttir almennt ekkert spennandi, tilþrifamiklar eða kynþokkafullar. Þetta á við um allar íþróttir hvort sem um er að ræða knattspyrnu, körfubolta, sund eða frjálsar. Það er nú þannig að með Íslendinga að við höldum að við séum best í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur en í einu skiptin sem við náum einhverjum árangri þá er það algjörlega óvart. Hvað er besti árangur Íslendinga á alþjóðamælikvarða eftir 1990?

Knattspyrna: 3-2 tap á móti Frakklandi. 6-0 tap gegn Dönum í úrslitaleik í riðlakeppni.

Körfuknattleikur: 89-76 sigur á móti Lettlandi í undankeppni B-Heimsmeistaramóts. Eini sigur íslensks körfuknattleiksliðs á erlendri grundu.

Frjálsar íþróttir: Jón Arnar komst ómeiddur í gegnum fimmþraut á héraðsmóti í Umea í Svíðþjóð. Vala Flosadóttir fékk bronsverðlaun á Ól. þegar að stöngin henti henni yfir 5.40 m. Jói sleggja var rétt búinn að drepa Einar Guðmar þegar að hann grýtti sleggjunni inn í miðjan hóp 5. flokks Skallagríms. Þórey Edda komst í djúpu laugina og úrvalið voru þrír frjálsíþróttastrákar í hástökksbuxum.

Sund: Örn Arnarson bætir eigið met í hverjum mánuði enda eini einstaklingurinn á landinu sem ekki hefur haft vit á því að hætta eftir 16 ára aldur, enda styrkur klórs í heilanum orðinn meiri en styrkur heilafrumna (Osmósa).

Skíði: Skíðagöngufólk okkar komst í mark í 30 km göngu á tveimur dögum, 14 klukkutímum, 34 mín. og 23 sek. Leitarflokkar fylgdu þeim síðasta spölinn við mikinn fögnuð beggja áhorfenda sem eftir voru.

Handbolti: B-Heimsmeistarar,,,,reyndar var það 1989.

Eins og flestir sem þekkja mig vita þá hef ég mjög gaman af fótbolta og má segja að ég hafi bæði lifað á og af fótbolta mest alla mína ævi. Hins vegar er það ekki mín uppáhaldsíþrótt. Mín uppáhaldsíþrótt er strandblak kvenna og þar er hægt að sjá spennu, tilþrif og kynþokka í einum og sama pakkanum. Eini gallin við hana er það eru einungis tvær í liði en helst myndi ég vilja hafa stærri völl og 10 í sama liði, fimmföld meiri spenna það.

Thursday, April 10, 2003

Hennar hlið á gærkvöldinu

Hann var í furðulegu skapi í gærkvöldi. Við höfðum
ákveðið að hittast á kaffihúsi yfir einum drykk eða svo.
Ég hélt að það væri mér að kenna, þar sem ég var
heldur sein vegna þess
ég var að versla með stelpunum og gleymdi mér
aðeins. Hann minntist samt
ekkert á það. Okkur gekk ekkert að ná saman, svo ég
hélt að það yrði kannski þægilegra að vera einhverstaðar þar sem
við gætum verið ein, svo við fórum á mjög rómantískt veitingahús.
En hann var ennþá í ferlega furðulegu skapi.
Ég reyndi að hressa hann og var farin að spá í hvort
að þetta væri bara ég eða hvort eitthvað alvarlegt væri í gangi.
Ég spurði hann, en hann svaraði því neitandi. En ég
var ekki viss. Allavega, á leiðinni heim, þá sagði ég honum hvað
ég elskaði hann heitt.Hann setti hendina utan um mig, en svaraði mér
ekki.Ég veit ekki hvað í fjandanum það á að þýða, því ég var nú
kannski að vonast til að hann myndi segja að hann elskaði mig líka eða
eitthvað.Við komum loksins heim og ég var farin að spá í
hvort hann ætlaði að dömpa mér. Ég reyndi að fá hann til að tala, en
hann kveikti bara á sjónvarpin. Þá gafst ég upp og fór í rúmið. Mér
til mikillar undrunnar þá kom hann upp til mín um það bil 20 mínútum seinna.
Við gerðum það, en hann virtist ennþá vera utan við
sig. Eftir sexið; dauðlangaði mig að hundskamma hann, en ég
grét mig bara í svefn.Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur. Ég meina, í
alvöru. Ég held að hann
sé farinn að halda framhjá mér.

Hans hlið á gærkvöldinu:

Liverpool tapaði. Ég fékk þó að ríða.

Nokkuð til í þessu!!!

Tuesday, April 08, 2003

Ákvað bara að láta vita að ég er enn á lífi eftir síðustu helgi og þann pistil sem ég skrifaði síðast. Segja má að ég og Saddam eigum það sameiginlegt að láta lítið fyrir okkur fara enda eigum við þá hættu að verða urðaðir verðum við gripnir. Eftir tveggja daga útlegð í Reykjavík til þess að falla inní fjöldan var einfaldlega lang einfaldast að grípa í flöskuna. En á föstudeginum fór ég í mjög veglega vísindaferð í Íslandsbanka og þaðan lá leiðin niðri bæ. Sama var upp á teningnum í laugardeginum þar sem að ég, Kobbi, Einar og Raggi ásamt vinkonum Ciu hittumst. Fínt partý en þegar farið var niðri bæ týndi ég náttúrulega öllum fljótlega þar sem að athygli mín fór af hópnum á einhver skoppandi stór brjóst sem voru að þvælast fyrir mér.

Ein ástæða þess að lítið hefur heyrst frá mér er að ég fékk að láni frábæran síma að nafni Alcatel (hefur ekkert með Alka síma að gera) en gallinn við hann er að það mjög sjaldan kveikt á honum. Hann á það til að kvekja á sér og slökkva í tíma og ótíma. Síðan dettur honum í hug að vekja mig svona einstaka sinnum. Ljóst er að gamli símklefinn verður tekinn opnaður aftur enda sá sími hokinn reynslu frá öllum heimshornum.

Erfiðasti hluti helgarinnar var skírnin hjá Magga bróður á sunnudeginum en þangað mætti ég í mínu besta sunnudags formi. Maggi vitleysingur var nú ekkert að láta mig vita að ég væri skírnarvottur sem þýddi að þurfti að standa allan tímann í kirkjunni fyrir aftan skírnarbarnið. Sem b.t.w. heitir Hákon Marteinn. Reyndar hefur hann aldrei verið svona rólegur í návist minni sem eflaust má rekja til þess að ég andaði hressilega yfir hann hélt á honum rétt fyrir skírnina.

Framundan: Edrú, fótbolti og lokaritgerð.

Friday, April 04, 2003


íslenskur strákur í augum kvenna?

Íslenskt kvenfólk, íslenska sauðkindin og diet kók

Enn og aftur kemur íslenskt kvenfólk mér á óvart. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarið hafa eflaust tekið eftir umfjöllunum sem hafa verið um vændi og auglýsingaherðferð flugleiða. Flugleiðir hafa verið að auglýsa erlendis ferðir hingað til lands undir slagorðunum “One night stand” og “fancy a dirty weekend? og í þeirri auglýsingu eru léttklæddar stúlkur að klína á sig kísil í bláa lóninu.

Þessi auglýsing hefur farið mjög fyrir bæði brjóstin á íslensku kvenfólki þar sem að þeim þykir vegið að orðspori sínu. Vissulega eru íslenskar konur engar hórur en léttlyndar eru þær engu að síður. Á Íslandi er sagt að strákar verði að mönnum þegar þeir afsveinast en stelpur verði að konum þegar þær fá sinn fyrsta kynsjúkdóm, sem gerist venjulega 2-3 árum áður en strákarnir afsveinast. Það líka staðreynd að íslenskar stúlkur falla mjög auðveldlega fyrir erlendum strákum sem koma hingað til landsins. Á NASA í fyrra var ég kominn í mjög djarfan dans og góðan augnkontakt við fallega stelpu. Eftir þrjú lög fannst mér við hæfi að brjóta ísinn og ákvað að tala við hana. Það hefði ég betur látið ógert, “ertu Íslendingur?” spurði hún og vonbrigðin leyndu sér ekki, svo var hún farin.

Reyndar skil ég íslenskt kvenfólk mjög vel þar sem að við erum fámenn þjóð og markaðurinn mjög lítill. Ef einhver stelpa sefur hjá fjórum strákum á einu ári þá má segja að hún hafi sofið hjá heilu bæjarfélagi á Vestfjörðum, því fær hún réttilega á sig stimpilinn hóra. Ef strákur sefur hjá 8 stelpum á einum mánuði sem er eins og meðalstór afrísk fjölskylda fær hann stimpilinn tarfur.
Í augum kvenna þá lítum við karlmennirnir álíka spennandi út íslenska sauðkindin, allir eins og frekar einfaldir. Ég er mjög stoltur af íslensku kvenfólki, þar sem að er sjálfstætt, ákveðið og laust við allt bögg. Það sefur hjá í sama tilgangi og karlmenn, RBB, engar tilfinningar, ekkert símanúmer, ekkert vesen. Nútímakonur hafa áttað sig á því að kynlíf er frábær skemmtun en ekki bara atferli til fjölgunar.

Tilgangur minn hins vegar með þessum pistli er að óska íslensku kvenfólki til hamingju með að hafa tekið upp eina elstu atvinnugrein í heimi. Nú eru þær farnar að sameina leik og starf. Einhversstaðar segir að það séu forréttindi að fá að vinna við áhugamálið. Mín skoðun er sú að það sé löngu orðið tímabært að lögleiða vændi hér á landi og þá fyrst getum við farið að bera okkur saman við heimsborgir eins og Amsterdam, New York, Bankok eða París. Það er líka alveg fáranlegt að við séum að leyfa erlendum ferðamönnum að koma hingað til lands til þess að fá það frítt.

Ef að markaðskynning Flugleiða kemur til með að skila fleiri ferðamönnum hingað til lands er það bara gott mál. Ekki skil ég hvað kvenfólk er að kvarta yfir þessum auglýsingum þar sem að hingað munu streyma mörg þúsund einhleypir karlmenn í konuleit. Ég veit ekki um einn einasta karlmann (hommar undanskildir) sem myndi kvarta yfir því að hingað kæmu hundruðir kvenna í leit að “one night stand”. Ég tek nú bara undir með Bubba “….og þá væri gaman að lifa “. Það er nú ekki eins og að íslenskar konur kvarti yfir því þegar að herskip leggjast hér að landi og í miðbæjinn streyma þúsundir dáta í konuleit. Hver einasti Íslendingur hefur heyrt minnst á “Ástandið” í tengslum við seinni heimsstyrjöldina. Íslensku kvenfólki er þetta í blóð borið og því ber að taka. Íslenskar konur eru sko engar helv.. hórur þær eru fagmenn sem kunna til verka.

Reyndar hef ég meiri áhyggjur af íslenskum karlmönnum. Þannig er að ég hef hlustað á Bylgjuna á morgnanna þar sem að farið hefur fram val á diet-kók herramanni dagsins. Þá senda samstarfsstúlkur lýsingu á mesta herramanninum á hverjum vinnustað fyrir sig. Eru íslenskir karlmenn að breytast í konur eða öllu heldur kynlausar verur sem standa fyrir ekki neitt. Hvað varð um íslenska karlmanninn, veiðimanninn sem sá um að afla fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Sá um að vernda heimilið. Stjórnaði heimilinu og skipaði öðrum fyrir verkum.
Þessir ræflar sem hafa verið valdir diet kók herramenn dagsins eru ekki veiðimenn. Þeir eru íslenskir skápahommar. Dæmigerð lýsing: Hann opnar alltaf fyrir okkur stelpunum hurðina á morgnanna en þá er hann búinn að hella uppá, hann tekur eftir og hrósar breyttu útliti, nuddar á okkur axlirnar þegar við erum pirraðar, skefur snjóinn af rúðunum á bílunum, kemur með pakka og kökur þegar einhver okkar á afmæli og svo talar hann svo fallega um konuna sína…. Og þetta þykir konum æðislegt. Ef þetta er ekki lýsing á skápahomma, þá eru samstarfsstúlkurnar ekki að fatta að hér er laus á ferðinni vinnustaðapervert.

Vinnustaðapervertinn er sá sem fær allar stelpurnar til þess að hlægja, hrósar þeim og er vinur þeirra allra. Hann er alltaf tilbúinn að hlusta og tekur utan um þær þegar þær eiga erfitt. Hann er sem sagt alltaf til staðar. Það sem þær vita ekki um hann er að í hvert sinn sem hann tala við þær þá afklæðir hann þær í huganum, veltir fyrir sér hvaða skálastærð þær nota og hvernig þær eru kantskornar. Þegar hann kemur heim til sín hefur hann fyllt runkminnið af öllum samstarfsstelpunum og hefst hann þá handa. Í þau fáu skipti sem hann hefur mök við konuna sína þá sækir hann gögn í runkminnið til þess að fá meira fjör í leikinn. Hann mætir alltaf fyrstur í vinnuna til þess að búa til kaffi og undirbúa daginn. Þegar hann fer á klósett þrífur hann sér aldrei um hendurnar heldur fer hann beint til stúlknanna og nuddar á þeim axlirnar og hálsinn. Á meðan nuddinu stendur reynir að bæla hugsa eitthvað ósexý þar sem að allt fer af stað í nærbuxunum hans. Þess vegna eru vinnustaðapervertar alltaf í víðum buxum og engum nærbuxum. Toppurinn á vinnudeginum er þegar allir eru farnir en þá laumar vinnustaða pervertinn sér inn á kvennaklósettið í þeirri von að finna eitthvað örvandi eins og dömubindi, túrtappa eða í versta falli snítipappír.
Þetta er hin hliðin á diet kók herramanninum sem við fáum ekki að sjá en hvaða máli skiptir það þegar allir eru ánægðir?.

Wednesday, April 02, 2003

Badger
What Is Your Animal Personality?

brought to you by Quizilla

Enn eitt Prófið.

Að þessu sinni er ég Greifingi. Það er ekki leiðum að líkjast. Kannski þetta lýsi frekar því ástandi sem verið hefur á mér upp á síðkastið en í gærkvöldi hafði ég á tilfinningunni að ég væri að bókstaflega að drepast úr leti. Síðustu daga hef ég mikið til fundið mér alltaf eitthvað annað að gera en það sé ég á að vera gera. Andskotinn ég nenni ekki að skrifa meira.