Friday, March 28, 2003Það er nú ekki langt síðan að ég urðaði yfir þáttinn Bachelor og það sem kvenfólk léti bjóða sér. Þegar ég kom heim í kvöld brá mér heldur betur í brún þar sem að búið var að snúa hlutverkaleiknum við í kvöld. Ein kona á móti 25 karlmönnum. Það er óhætt að segja að menn leggja mikið á sig fyrir dráttinn ekki síst sé litið til þess að samkeppnin á innanlands makaðnum ætti eitthvað að minnka sökum stríðsins í Írak.

Það sem vakti kannski helst athygli mína var að sú sem varð í öðru sæti í Bachelor þættinum fyrir stuttu var nú komin í aðalhlutverk. Ég verð nú að segja að ég var alls ekki ánægður að sjá hana aftur á skjánum. Það var eitthvað við hana sem fór óskaplega í taugarnar á mér, hvort það var að hún var með minni brjóst eða meiri appelsínuhúð en sú sem vann veit ég ekki. Ég gladdist mikið ásamt áhorfendum Skjá eins að sjá hana grenja úr sér augun fyrir nokkrum vikum síðan, en það er nú einu sinni tilgangur þessara þátta. Þar með vonaðist ég til þess að þurfa ekki að sjá hana aftur. Viti menn birtist ekki kvikindið aftur meðan maður er enn að gleðjast yfir óförum hennar. Hvað eru stjórnendur þessara þátta að hugsa? Það er lámark að líkið fái að kólna áður er náriðillinn tekur til starfa. Að mínu mati átti að velja einhverja aðra eða þá að leyfa henni að kveljast aðeins lengur en ekki slá henni upp sem riddara eftir að hafa tapað.

Undanfarna daga hef ég verið að leita mér að húsnæði til kaupa í Reykjavík. Reyndar þarf ég að finna mér vinnu þar fyrst en ég hef nú trú á að hún komi fyrr en síðar. Ég lít svo að nú sé Borgarnes kafla mínum að ljúka og mál að taka næsta skref fram á við. Þau verða þung sporin þegar heimahagarnir verða yfirgefnir, því að mamma kemur ekki með mér þar sem hún þarf að hugsa um pabba. Framundan bíður mín uppvask, óhreinn þvottur, þrif, matargerð og fl.. Ein lausn á þessu vandamáli væri að fara ná mér í konu. Gott og vel þá væri ég laus við þessi leiðindi en þá myndu einfaldlega bætast við önnur vandmál. Rifrildi, aukin útgjöld, tíðarhringur, samræður, dekur, setja niður klósettsetuna eru tíð vandamál tengd kvenfólki. Stæðsta vandamálið er hins vegar sagnorðið að “kúra”. Ég hreinlega skil ekki tilganginn með því atferli. Hver getur sofið á bakinu með aðra manneskju liggjandi ofan á bringunni á sér? Enginn. Sefur einhver heilbrigður maður með 3-5 kílóa baunaboka í bringunni því að það er svo þægilegt? Fyrir utan það að hárið á stelpunni er alltaf að kítla mann í nefið. Þegar ég heyri minnst á orðið kúra þá fæ ég köfnunartilfinningu eins og einhver standi ofan á bringunni á mér og kítli á mér nefið. Ef að maður vill fá almennilega hvíld þá vill maður fá að vera í friði, það þarf lítið til að spilla friðinum, ein tveggja gramma húsfluga getur eyðilagt góðan svefn, hvað þá heill kvenmaður.

Frábærar fréttir CM4 er kominn á markað og að sjálfsögðu er maður búinn að tryggja sér eintak. Það verður sem sagt lítið gert eftir skil á lokaritgerð annað en að spila CM4 og reyndar í allt sumar. Sumarið verður sem sagt fótbolti, CM4, golf, Þjóðhátíð og kerlingar. Hljómar alls ekki illa, enda farinn að hlakka mikið til sumarsins.

Aðrar fréttir er að lesbísku stúlkurnar í Tatu munu spila í Eurovision og það sem betra er að þær segjast vera fyrir bæði kynin J . Það er alveg ljóst að mitt atkvæði fer til Rússlands og nú er bara að fara setja sig í stellingar. Það eina sem gæti toppað þær væri að Birgitta myndi syngja í nærfötunum einum saman og með henni væri Rúni Júl á g-streng smurður Sveppasósu. Nú er bara að vona að Tatu bregðist ekki aðdáendum sínum og verði með líflega sviðsframkomu. Það myndi óneitanlega gleðja sálina að sjá þær taka einn blautan á sviðinu,,,jú einhversstaðar segir; “lítið gleður aumingjan”Sunday, March 23, 2003

Eftirminnileg atriði:

Mesta gleðin: Það er tvímælalaust þegar ég varð að manni þ.e. ég var afsveinaður. Ég var frekar seinþroska í kvennamálum og þótti mun skemmtilegra að eltast við bolta en stelpur. Það var í rauninni ekki fyrr en ég áttaði mig á því að stelpur hefðu tvo bolta að áhugi minn fór að beinast að þeim. Hver aldur minn var þegar þessi gleði atburður átti sér stað fylgir ekki sögunni en ég bara man að í þeim leik skoraði ég mitt eftirminnilegasta mark á ævinni. Stúlkan eða mótherji minn í þessum leik var mjög fær og töluvert reynslumeiri enda má segja að hún hafi stjórnað leiknum frá upphafi til enda en ég varðist vel og uppskar eitt mark undir lok leiksins. Eftir þennan leik hélt ég fullur sjálfstraust út á markaðinn og hélt að framundan væri óslitin sigurganga. Í dag, tveimur árum síðar, má segja að ferillinn hafi einkennst af skin og skúrum. Mín trú er samt sem áður að ég sé ekki búinn að toppa á ferlinum enda hef ég verið laus við alvarleg meiðsl og í dag er ég nokkuð hraustur.

Vandræðalegasta augnablikið: Það tengist að sjálfsögðu samskiptum mínum við hitt kynið. Þannig var að fylgdi einni stúlku heim til sín sem ég hafði hitt fyrr um kvöldið. Þegar við vorum komin heim til hennar bauð hún mér gistingu sem ég þáði enda langt fyrir mig að fara til baka og hún ein heima. Ekkert alvarlegt gerðist þessa nótt nema bara knús og kossar enda vissi ég ekki á þessum tíma hvar kynfæri kvenna voru stödd á líkamanum, ef þau væru þá til yfir höfuð. Fyrir mér hafði orðið snípur sömu merkingu og sjávargróður, líkt og þari eða klóþang. Leggöng var eitthvað sem lá í gegnum Bolafjall á austurlandi, ekki mikið minni en Strákagöng.
En aftur að sögunni….Um morgunin vaknaði ég með minn reglulega morgunbóner og alveg skelfilega mál að míga. Stúlkan sagði mér leiðina á klósettið og setti ég stefnuna þangað. Um leið og ég steig fram á hvítu nærbuxunum sem mamma keypti í kaupfélaginu (alltaf svo þrjár saman í pakka) þá blasti fyrir framan mig eldhúsið. Það sem var kannski vandræðalegast var að það var fullt af fólki, jú fjölskyldan auk ömmu og afa var komin heim og var byrjuð að snæða kjötsúpu. Í stað þess að taka sprettinn annað hvort inní herbergið eða inná klósettið stóð ég frosinn andspænis fjölskyldunni. Andlitið fölnaði, fæturnir skulfu og félaginn í nærbuxunum reyndi að skríða í felur, sem gerði það að verkum öll athygli fólksins beindist þangað. Við það varð allt vandræðalega þar sem ég stóð eins og dýraníðingur með hamstur hlaupandi um í nærbuxunum. Þegar ég áttaði mig á að þetta væri ekki draumur gekk ég í taugaáfalli inná klósettið þar sem ég náði mér niður eða allt þar til ég áttaði mig á því að ég átti eftir að fara til baka.

Lélegasta viðreynslan: Það er óhætt að segja að ein dýpsta lægð mín í kvennamálum hafi verið út í Þýskalandi. Það voru liðnir nokkrir mánuðir síðan ég hafði haft náin samskipti við kvenmann og önnur líffæri en heilinn voru farin að stjórna hegðun minni. Þarna var ég í stórum hóp og búin að gefa flest öllum stúlkunum auga án þess að fá nokkur viðbrögð en þá kom ég auga þessa stúlku sem sat ein og hafði lítil samskipti við hin. Mér var bent á að hún talaði enga ensku og þar af leiðandi datt hún út úr þeirri umræðu sem var í gangi. Þarna sá ég mér leik á borði og vippaði mér yfir til hennar. “Wo wohnst du?” spurði ég, hún svaraði því með eins atvkæða orði. Til þess að halda áfram samtalinu kom ég með næstu spurningu “und wie gehst?” Þá horfði hún á mig, ekki ósvipað og hún hafi verið að velta fyrir sér hvort ég væri þroskaheftur. Þegar hún svaraði spurningunni var orðaforðinn minn tæmdur og ljóst að þetta myndi ekki þróast mikið lengra. Ég kunni reyndar ekki alveg við standa upp strax en kannski hefði það ekki skipt máli því að þegar ég ætlaði að kveðja þá var hún farin.

Versta uppvakningin: Hún átti sér stað verslunarmannahelgina á Akureyri 1994. Þá leigðum við 10 strákar saman eina skólastofu. Þetta atvik er mér mjög eftirminnilegt þar sem mig var að dreyma í djúpum fylleríssvefni mjög svo blautan draum þar sem ég var í aðalhlutverki ásamt gullfallegri stúlku. Draumurinn endaði á því að ég lá á hliðinni, hún fyrir aftan mig og ég fann andardrátt hennar leika um eyra mitt. Skyndilega hrökk ég upp þar sem að þessi andardráttur var raunverulegur. Ég leit snögglega við og þar lá Eiður steindauður fyrir aftan mig. Með grenjutón í röddinu öskraði ég á Eið “hvað ertu að gera hér?” og hann svaraði á móti hissa á þessum látum “Hvað ert þú að gera hér?”. Endaði þetta á því að Eiður þurfti að færa sig um set enda kominn vel yfir landhelgina. Eftir þessa reynslu hefur mér verið illa við drauma blauta drauma í ótta við að vakna.Tuesday, March 18, 2003

Leitin er hafin.
Hvað á það að þýða að reyna draga ungan og óspjallaðan dreng í djúpu laugina? Ég get loksins tjáð mig um þetta núna þar sem að öllum er orðið ljóst að Bifröst er að fara í þennan þátt og ég hef afþakkað þátttöku mína. Af hverju ég? var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var beðinn. Vissulega er ég ákjósanlegt fórnarlamb þar sem að ástarmál mín undanfarið hafa verið álíka fjörleg og hjá tveimur bjarnardýrum á þessum árstíma þ.e. í dvala. Reyndar á ég það líka til að gera allskyns vitleysu sem mörgum dettur ekki í hug að gera eins og t.d. í heimavistinni í ÍKÍ þegar ég kúkaði í klósett vinar minns á föstudegi og bætti í það laugardegi án þess að sturta niður og til að bæta lyktina þá lokaði ég öllum gluggum og skrúfaði ofnana í botn, en önnur saga.
Er ég sá eini í kringum sem hef ekki áhyggjur af því að ganga ekki út? Margir af mínum vinum hafa verið að reyna koma mér saman við hinar og þessar stúlkur sem margar hverjar eru mjög vel útlítand og mikið í varið. Ég kann samt vel við það enda alltaf gaman að daðra við kvennfólk. En verst af öllum í þessum málum er hún mamma mín enda kannski skiljanlegt þar sem hún hefur gefið upp vonina að losna við mig úr sínum húsum.

Hún talar um það hvern einasta dag hvort að ég sé ekki að slá mér eitthvað upp eða hvort ekki sé einhver álitleg í skólanum. Þessi umræða skítur oft á tíðum upp kollinum þegar hún er að gefa mér að borða eða straua fötin mín. Spurningar hennar um þessi mál er allt í lagi en það sem vekur pirring hjá mér er þegar hún segist vera búin að finna draumatengdadóttirina (hún er búin að finna hana oftar en einu sinni). Vissulega hlusta ég þegar hún byrjar að lýsa þeim,,"hún er svo dugleg og kraftmikil þessi stelpa og mikið í hana varið, svo á hún eigin íbúð". jú það er kannski meira en ég á, bíl (hvíta þruman) og 20" sjónvarp m/fjarstýringu. Hver fellur fyrir svona lýsingu? þetta hljómar eins og Ferguson dráttarvél!!. Stundum vill maður ekkert að aðrir séu að velja fyrir mann.

Síðan er það líka þannig að maður vill helst ekki hafa sömu skoðanir eða smekk og mamma sín. Það segir sig sjálft,,,,,setjið ykkur í spor mín ef að mamma myndi benda mér á stúlku sem væri svo "mikið varið í". Ég myndi bjóða henni út og síðan byrja með henni (stelpunni,,ekki mömmu). Síðan kæmi að því að kynna hana fyrir vinunum og þá yrðum við spurð hvernig við hefðum kynnst. hvað á ég að segja? Mamma valdi hana...Þetta virkar eins og að segja Mamma keypti hana...þegar maður er spurður hvar maður hafi fengið úlpuna sem maður er í.

Málið fyrir því að ég fer ekki í djúpu laugina er að ég vil sjá viðkomandi manneskju sem ég deita áður en farið er, sama hversu vel útlítandi hún er, enda trúi ég ekki ást við fyrstu sýn. Ég er ekki orðinn örvætingafullur að ganga ekki út þrátt fyrir að flestir aðrir í fjölskyldunni séu það. Mikilli pressu var reyndar létt af mér þegar að Maggi bróðir kom með barnabarnið handa gömlu sem þýddi að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur að þurfa fjölga mér á næstu árum. Nú get ég áfram verið einn og haldið áfram leitinni að draumastúlkunni og en málið er að stundum rekur maður sig á frægt orðtiltæki "you can´t always get what you want"!! eins og örugglega flestir kannast við.

Monday, March 17, 2003Erfiðir dagar

Það er nokkuð ljóst að ég er ekki enn þá 18 ára þar sem að tveir síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir,,,af hverju?? Jú þynnka.
Allt byrjaði þetta á laugardaginn um kl 17 í heita pottinum heima en þá var fyrsti bjórinn opnaður og síðan var haldið á Bifróvision. Meiriháttar góð stemmning og allir í góðu skapi þetta kvöld enda frábær hátíð. Ég setti mér eitt markmið fyrir þessa hátíð. Það var að djamma lengur en síðast en þá var ég til 7 um morgunin. Viti menn mér tókst það!! og gott betur því ég var til 10:30. Ég er mjög ánægður með þann árangur og held ég að það verði erfitt að bæta það met og vil ég þakka þeim aðila sem tórði með mér þennan tíma fyrir frábært kvöld. Þegar ég kom heim um morguninn var tilvalið að halda upp á árangurinn með einum bjór sem var opnaður en því miður var úthaldið eitthvað af skornum skammti og sigurgleðin endaði fljótlega upp í rúmi. Gleðin var ekki jafn mikil þegar að pabbi fór að reyna að vekja mig í kvöldmat. Við tók erfitt sunnudagskvöld og lítið annað gert en að liggja þynnkuna úr sér. Var ég nú nokkuð sáttur við að fara sofa þar sem mig hlakkaði til að vakna óþunnur en svo fór nú ekki haldiði af kallinn hafi vaknað slappur líka á í morgun.

Ekki veit ég hvort þetta er aldurinn eða bara áfengið,,,e.t.v. eitthvað samspil þarna á milli. En að öðru máli, margir hafa komið að máli við og spurt mig hvort að ekki væri allt í lagi með mig. Ég hef nú haldið það og horfi hissa á viðkomandi. Þá spyr fólk, hvað með þessa mynd á ferilsskránni þinni? Hægt að sjá hér.
Hvað er að? Fólk safnar hári til þess að verða eins og einhverjar poppstjörnur eða íþróttastjörnur. Hver man ekki eftir Beckham æðinu. Menn hafa safnað börtum og hökutoppum á þess að nokkuð sé sagt,,,,nei nei svo safnar maður Chaplin skeggi og allt verður vitlaust.

Á hverju ári safnaðst á borð íslenskra fyrirtækja hundruðir starfsumsóknir sem allar líta eins út við fyrstu sýn. Hvað eru menn að horfa á? Af hverju eru menn dæmdir? Eftir hæfileikum eða útliti? Greinilega hlýtur útlitið að hafa eitthvað að segja fyrst að farið er fram á mynd og þá vekur myndin mín áreiðanlega athygli. Að mínu mati er þetta spurning um markaðssetningu og að vekja athygli. Nú munu um 30 viðskiptafræðingar útskrifast frá Bifröst og fara keppa um sömu störfin á vinnumarkaðnum ásamt hundruðum öðrum. Málið er að hver og einn verður að aðgreina sig frá öðrum á einn eða annan hátt. Þar sem að flestir hafa svipaðan bakgrunn þ.e. B´s gráðu þá þarf hún að byggja á öðru. Mín aðgreining felst í útlitinu fyrst og fremst. Ég skammast mín ekki fyrir það hvernig ég lít út, hvort sem um er að ræða með skegg eða nýrakaður. Engin stund í lífi mínu er tilfinninganæmari nema þegar ég fer nývaknaður inná klósett með morgunbónerinn í hámarki, hárið út í loftið og nýfædd bakhár sem sprottið hafa nóttina áður. Á þessari stundu fullkomna ég mig því þegar ég lít í spegilinn verð ég svo hreykinn af sjálfum mér þar sem ég veit að innri fegurð mín er jafnvel enn meiri en það sem ég sé fyrir framan mig.

Nú er bara bíða og sjá hvort að atvinnurekendur dæma umsækjendur eftir útliti eða hæfileikum en von mín er að hvert tveggja vegi jafn mikið og þá er Chaplin öruggur með vinnu. Einhver góður vinur sagði við mig “maður verður að taka áhættur í lífinu” og tek ég hann hér með á orðinu.


Thursday, March 13, 2003Er í prófum eins og er en þeim lýkur á morgun. Þá tekur við djamm. Varð að birta þessa mynd þar sem ég er mjög hrifinn af þessum gallabuxum. Framundan er Bifróvision og allt það sem því fylgir.......

Thursday, March 06, 2003

Eurovision

Fór ekki svo að FM liðið kaus stolið lag til þess að fara til Lettlands. Nú er ekkert annað í stöðunni en að taka upp tólið og skipa Botnleðju að pakka í ferðatöskuna. Birgitta getur bara haldið áfram að syngja með Írafár (Skeinusár) fyrir framan 13-15 ára unglinga í helstu samkomuhúsum landsins. Annars var ég búinn að sætta mig við þetta lag þar sem að hægt hefði verið að ná í nokkur atkvæði á útlitið hennar stelpu,,,,svo lengi sem Eyjólfur Kristjánsson (Eurolfur) verður ekki í bakröddum rétt eina ferðina.

Svo eru það bölvaðir Bandaríkjamennirnir sem eru að deyja úr blóðþorsta en þeir geta ekki beðið eftir að ráðast inn í Írak. Á meðan Írakar eyða vopnum sínum heimta Bandaríkjamenn að þeir afvopnist að fullu. Hvernig væri að Bandaríkin gerði slíkt hið sama?. Fyrir mér steðjar meiri ógn af Bandaríkjamönnum en nokkurn tímann af Írökum. Meðan ég var í Þýskalandi gengu tveir feðgar í USA af göflunum og skutu fólk af færi úr Dodge bifreið sinni. Vissulega er þetta mjög svo leiðinlegur atburður en það sem var kannski merkilegast við þetta var að Skorri kom með mjög fína viðskiptahugmynd fyrir Dodge til þess að bæta þá ímynd sína eftir þetta. Hugmyndin var að markaðsetja nýja tegund af bílum undir nafninu "Dodge Snipers".

Hvað myndurðu gera við 300 milljónirnar sem Baugur gaf þér í London? Ég myndi byrja á því að kaupa mér nýjustu gerðina af Hyundai Pony, Stórt hús í Notting Hill hverfinu og eitt lítið í Soho hverfinu en þar eru ódýrustu hórurnar en ég kem að því seinna. Ég myndi lifa eins og kóngur í London, kíkja í spilavítin, á fótboltaleiki og stæðstu skemmtistaðina, þar sem ég myndi baða mig um í sviðsljósinu með mynd að Bónusfeðgum og mér saman á snekkju í vasanum. Þarna væru Elísabet Hurley, Britney Spears og Viktoria Beckham innan um mig og fengju að tala við mig ef mér hentaði að tala við þær. Annars er ég mjög lítið fyrir að tala aftur stelpur sem ég búin að reynslukeyra. Eftir fjóra til fimm daga þegar peningarnir mínir væru búnir, myndi selja íbúðina í Notting Hill til þess að sukka í nokkra klukkutíma í viðbót og flytja inn í litlu íbúðina í Soho þar sem myndi klára síðustu aurana mína í ódýru Bónus-mellurnar. Þegar ég hefði ekki lengur efni á því að fara til kynsjúkdómalæknis myndi ég fara huga að því að halda heim á leið. Væntanlega þyrfti ég að selja mig fyrir heimfarinu en það væri ekkert mál þar sem að ég væri kominn með góð viðskiptasambönd í Soho hverfinu.

Þegar ég kæmi heim myndi bíða mín hundleiðinlegt forsætisráðherrastarf.

Monday, March 03, 2003

Síðustu dagar

Eins og gestir mínir hafa tekið eftir hef ég tekið mér smá pásu frá blogginu og var það ekki af ásettu ráði. Svo virðist vera að eftir því sem ég dett oftar í það, því meira skrifa ég á bloggið. Nú hef ég verið edrú tvær helgar í röð og ég hef einungis afkastað tveimur pistlum að mig minnir.

Ástæðan er einföld fyrir þessu, ekki það að ég sé komin með konu, heldu það að ég sá fram á að komast ekki neitt form fyrir fótboltann í sumar. Á Laugardaginn spiluðum við æfingaleik gegn Afríku sem er nýtt lið í 3.deild. Þessi leikur verður mér ansi minnistæður en þó ekki fyrir markið sem ég skoraði í leiknum heldur frekar voru það andstæðingarnir sem voru minnisstæðir. Þarna voru saman komnir rúmlega 20 afríkubúar og hef ég aldrei á ævi minni séð jafn mikið af svörtum mönnum komna saman hér á landi. Leikurinn var býsna harður og var hart tekist á. Til að mynda voru gefin 3 rauð spjöld.

Besti punkturinn var samt þegar einn af okkar mönnum braut illa á einum svarta karlinum og dæmd var aukaspyrna. Þá snéri einn afríkubúinn sér að mér og sagði eitthvað á þessa leið. Akuug gagaa huuulaa dunasaa….og svo brosti hann alveg út af eyrum. Ekki skildi ég alveg hvað hann átti við en engu að síður sprakk ég úr hlátri og svo skellihlóum við báðir, hann af einhverju og ég að honum. Lokatölur leiksins urðu 3-0 fyrir Skallagrími og er það í fyrsta skipti í 3 eða 4 ár sem við höldum markinu hreinu.

Annars var helgin nánast hin besta, þrátt fyrir að hafa verið sofnaður fyrir miðnætti föstudag og laugardag. Liverpool rúllaði yfir lélegt og leiðinlegt lið Manchester United og ég hef ekki heyrt múkk í aðdáendum þess liðs. Skrítið með United aðdáendur hvað þeir eru alltaf fyrirferðamiklir þegar þeir vinna eitthvað en síðan hverfa þeir þegar á móti blæs. Þegar vel fengur eru þeir álíka mikil plága og KR-ingar þegar þeir vinna eitthvað. Reyndar eru þrjú félagasamtök sem ég flokka sem hreina hyðjuverkastarfsemi og eru einfaldlega til ama í samfélaginu. Þetta eru KR, Repúblikanar og Man. Utd.. Best væri að sameina alla þessa klúbba undir stjórn George Bush sem væri sjálfkjörinn leiðtogi slíkra samtaka og honum tækist með heimsku sinni að gera þessi félög að engu. Jæja ég var kannski full vondur en United aðdáendur eru hið besta fólk og allt gott um það að segja, svo lengi sem liðið vinnur ekki.

Búið er að ákveða Bifróvision þann 15.mars og er manni farið að hlakka til aftur endar stefnan að taka pott og bjór heima fyrir hátíð. Gott ef að ekki verði haldið upp á 200 daga áfangann í leiðinni en hann kemur þarna í millitíðinni. Hins vegar verða dagarnir fram að þeim tíma mjög strembnir þar sem að mikið er um verkefni og próf.