Wednesday, January 28, 2004

Nóg að gera hjá mér þessa daganna. Er núna öll kvöld að skrifa ritgerð sem ég átti að skila fyrir í jól upp á Bifröst og önn númer þrjú byrjaði í þessari viku, þannig að maður er strax í fyrstu viku farinn að dragast aftur úr. Reyndar ér ég búinn að skrifa slatta og vonast ég til að klára þetta um helgi eða í byrjun næstu viku. Vinnan gengur alveg ágætlega í kaupfélaginu. Maður er þessa daganna að standa í innheimtumálum og senda út hótunarbréf. Aldrei að vita nema maður sendi nokkur á vini sína, bara upp á gamanið. Til þess að bæta álagið þá er fótboltinn á sínum stað en ég tók að mér að þjálfa fjórða flokkinn fram að sumri, auk þess maður er að reyna að æfa sjálfur. Ég er búinn að sjá það að ég þarf að fara skipuleggja mig betur.

Fékk alveg risa flugu í hausinn um að vakna kl 7 og fara hlaupa á morgnanna. Veit ekki alveg hvernig ég höndla það en ég hef alltaf átt erfitt með að vakna til þess að fara hreyfa mig. Þegar ég var í Íþróttakennaraskólanum var ljúft að sofa sundtímana, frjálsíþróttatímana og leikfimina af sér. Hreinlega gat ekki vaknað til þess að fara í sport. Gallinn við mig er að ég er algjör kvöldmanneskja eða nátthrafn öllu heldur. Eftir því sem líður á kvöldið þá verð ég hressari.

Nóg að gerast í samfélaginu í dag sem hægt er að steypa um. Sérstaklega góð frammistaða landsliðsins í handbolta. Reyndar var mér nokkuð sama þegar þeir duttu út þar sem að þá gat maður hætt að pirra sig yfir þessu. Reyndar hefur Liverpool séð til þess að metnaður manns er orðinn álíka mikill og lítillar húsflugu að komast upp gluggann. Reyndar hef ég aldrei skilið það af hverju flugur labba alltaf upp glugga og detta svo á alltaf. Ná aldei upp. Af hverju fljúga þær ekki upp?.

Annað sem mér er ofarlega í huga er fögnuður Halldórs Ásgrímssonar yfir efnavopnafundi í Írak. Reyndar kom í ljós að þetta voru einhverjar tómar sinnepsflöskur frá grillveislu Hassan Ramallah sem hann hélt fyrir fjölskyldu sína fyrir 5 árum. EKki veit ég hversu oft Halldór hefur fagnað slíkum fundum en ljóst má vera að hugsar sig tvisvar um næst þegar hann fær fréttir af einhverjum uppgreftri af niðursuðudósum í Írak.

Það má alveg hafa gaman af þessu en þetta segir hins vegar að gífurleg pressar er á stjórnvöldum að eitthvað af efnavopnum finnist. Ef ekki þá hafa bölvaðir Bandaríkjamennirnir ráðist inní Írak gegn öllum alþjóðalögum. Það er mjög alvarlegt ef alþjóðalög eru ekki virt. Sjálfstæðismenn hér á landi líkt og aðrir bókstafstrúarmenn (republikanar) í Bandaríkjunum verja þetta með klóm og kjafti. Einar K. Guðfinnsson kom með heimskulegustu samlíkingu í þættinum Ísland í dag sem ég hef heyrt lengi varðandi réttlætingu við þessar aðgerðir Bandaríkjamanna. Hann sagði "eru ekki allir sammála um að Írak séu betur sett án Saddam Hussein?" jú auðvita...og hann bætti við "Það þurfti hernaðaraðgerðir til að koma honum frá og Nú er búið að koma honum frá og eru þá ekki allir sáttir?. Hvernig er hægt að láta svona út úr sér?...Ef manni líkar ekki við einhvern er þá hægt að koma honum frá með hernaði? Þarf ekki að fara að lögum?

Ef Bandaríkjamenn eru yfir öll lög hafnir þá er heimurinn í slæmum málum. Það sem að réttlætir hernað á önnur lönd er ógn af efna og kjarnavopnum. Engar sannanir lágu fyrir eign Íraka og var ráðist inn í landið á fölskum forsendum til þess að komast yfir olíu og verðmæti í Írak. Ekki gleyma því að Írak var eitt auðugasta ríki í heimi fyrir ekki svo löngu.

Hvað skyldi gerast ef Græningjar í Noregi kæmust til valda og þeim væri í nöp við Davíð Oddsson. Vildu komast yfir fiskimið og eyðileggja virkjanir hér á landi. Mættu Norðmenn þá ráðast á Ísland á þeim forsendum að þeir kynnu að finna efnavopn hérna?

Sunday, January 25, 2004

Tók mitt fyrsta djamm á nýju ári og dagurinn er búinn að vera eitt mess. Ekki nóg með að vera búinn að kveljast úr þynnku að þá var ég game over kl 2 í nótt. Ég held að ég fari nú að leggja djammið endanlega á hilluna, maður er hreinlega hættur að standa sig í þessu.

Gerði mér dagamun og skellti mér í bíó fyrir nokkru og varð fyrir vonbrigðum. Eftir að hafa horft á Opinberun Hannesar hélt ég að leiðin gæti bara legið upp á við og skellti ég mér á Kaldaljós. Báðar þessar myndir höfðu fengið frábæra dóma í Mogganum og ekki lýgur mogginn. Opinberunin hafði fengið 3 stjörnur og hin 3 og hálfa. Þetta þýðir að þessar myndir eru sambærilegar að gæðum Hringadrottinssaga og Last Samurai að mati gagnrýnenda Mbl. Opinberun Hannesar var náttúrulega eitt mesta hriðjuverk í íslenskri kvikmyndasögu á kostnað skattborgara. Ég reyndar vissi það ekki fyrr en eftir á að Hrafn hefði gert þessa mynd og trúði ég því vart. Ég man heldur ekki eftir góðri mynd frá Hrafni síðan hann gerði Óðal feðranna í kringum 1980. Held að það sé alveg kominn tími til að sá maður hætti að sóa almanna fé og aðrir ungir og efnilegir kvikmyndagerðamenn fari að fá sín tækifæri. Það eru takmörk fyrir því hvað sami maðurinn fær að vaða uppi.

Vonbrigðin voru hins vegar Kaldaljós sem ég ætlaði að koma að. Eftir sýninguna leið mér eins og ég væri í líkfylgd. Ekki það að myndin var svona sorglega eða tilfinningarík. Heldur var myndin eins og 90 mín jarðaför þar sem að þunglyndisleg synfónía dundi í eyrunum á manni allan tímann. Reyndar kom í lokin lag með KK sem átti að reyna vekja mann úr því Coma sem maður var fallin í. Myndin sjálf var fyrirsjáanleg og því verulega óspennandi fyrir vikið. Eins og flestar íslenskar myndir var hún langdregin og íslenskt landslag óspart sýnt undir drungalegri tónlist. Ekki var sagður einn brandari eða eitt fyndið atriði í allri myndinni sem gerði það að verkum púlsinn hætti að slá á tímabili. Eina jákvæða við myndina var góður leikur hjá Ingvari Sigurðssyni og börnum hans. Ég myndi ráðleggja öllum að bíða með að sjá þessa mynd þangað til hún kemur á spólu þar sem að hún er ekki þess virði að borga sig 800 kr. inn. Efni myndarinnar er reyndar mjög spennandi og hefði verið hægt að gera hana mjög spennandi og meira fyrir augað. Var maður mest feginn þegar myndin var búin.



Sunday, January 18, 2004

Góðir Íslendingar ykkar er valið?

Það eru ekki svo lítil lætin í íslensku samfélagi þegar Davíð Oddsson opnar munninn. Þar fer á ferðinni einn valdamesti einstaklingur í íslensku þjóðlífi. Ég hef sagt skoðun mína á Davíð og bæði hrósað honum gagnrýnt eftir því sem við á. Hins vegar tel ég að við eigum betri forsætisráðherra en Bretar og ekki síst ítalir og langar mig að minnast nokkrum orðum á Sivio Berlusconi forsætisráðherra Ítala, auk þess að fara með forsetisvaldið á Evrópuþingi ESB þetta árið.

Hér er um að ræða eitt spilltasta kvikindi jörðinni. Í teiknimyndum hafa hýenur og kettir fengið það hlutverk að vera tákn óheiðarleika og undirförulmennsku. Hér eftir ætti það að vera Berlusconi.

Rétt fyrir jólin hvarf þessi geðugi einstaklingur af sviðsljósinu eftir að hafa verið daglegur gestur í fjölmiðlum. Ekki nóg með það að hann sé bara forsætisráðherra heldur á hann stærstu fjölmiðlana þar í landi. Ekki ósvipað og Davíð ætti Fréttablaðið og DV með Morgunblaðinu. Nú hefur ekki sést til Berlusconi í um mánuð og ástæðan....jú karlinn skellti sér í lýtaaðgerð. Á meðan að Berslusconi hefur verið að jafna sig eftir lýtaaðgerðina hefur ekki verið mikil lognmolla í kringum embætti hans.

Ítalska fyrirtækið Parmalat varð gjaldþrota eftir eitt mesta hneyksli og spillingu síðari ára á Ítalíu. Bréfasprengjur hafa verið sendar leiðtogum ESB og fyrr í þessari viku þá ógilti ítalskur dómstóll lög sem veittu Berlusconi og öðrum embættismönnum friðhelgi frá lögsóknum. En hann á yfir sér ákæru vegna meintrar spillingar þar sem hann er ásakaður um að hafa reynt að múta dómara.
Allt þetta hefur gerst á meðan Berlusconi hefur verið að jafna sig eftir erfiða aðgerð á andliti og hann hefur ekki séð sig fært um að tjá sig um þetta eða taka á málunum.

Oftar en einu sinni hefur þessi maður gert allt vitlaust bara í fyrra hélt hann því fram að fasistaleiðtoginn Mussolini hefði aldrei drepið nokkurn mann heldur einungis sent fólk í frí. Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta svokallaða "frí" felst í því að 8.000 ítalskir gyðingar voru leiddir í útrýmingarbúðir nasista í Þýskalandi og Póllandi.
Þetta er nú ekki allt því í fyrra lét hann þau orð falla í garð þýsks þingmanns á Evrópuþinginu, að hann væri kjörinn í hlutverk fangabúðavarðar nazista í kvikmynd, eftir að þeim hafði sinnast.

Það væri nú gaman að sjá viðbrögðin í íslensku samfélagi ef Davíð Oddsson myndi hverfa í mánuð þar sem að hann væri í lýtaaðgerð og á sama tíma yrði Landssíminn gjaldþrota, ráðherrar fengju bréfasprengjur og forsætisráðherra ætti yfir sér kærur vegna mútutilrauna.

Nei sem betur fer eigum við málglaðan og afskiptasaman forsætisráðherra. Svo málglaðan að hann fær jafnan á sig kærur fyrir meiðyrði. Hann fer ekki í lýtaaðgerðir heldur í megrun nokkrum sinnum á ári. Að lokum þá er hann ekki að múta mönnum heldur ásakar menn um að reyna múta sér.

Jamm þeir eru skrautlegir hvor á sinn hátt......Þá kýs ég nú frekar Davíð

Saturday, January 17, 2004

Þjáningar þessarar leiktíðar ætla engan endi að taka. Þetta tímabil er að verða eins og illvígur sjúkdómur sem virðist ætla enda með dauða í lok maí.

Engin lækning virðist sjáanleg enda virðast læknar og sérfræðingar engar lausnir hafa. Sjúkdómurinn sem einna helst má líkja við vírus blossar upp á veturna en leggst í dvala yfir hásumarið. Hann veldur verkjum í maga, mikilli vanmáttarkennd og andvöku nætum. Nætursviti er ekki óalgengur sérstaklega þegar dregur að helgum sem nær hámarki nóttina fyrir Laugardag.

Þegar sjúkdómurinn fer að ná hámarki sínu fara sjúklingar að hafa óvanalegt og jafnvel skyndilegt áhugaleysi á vinnu, skóla eða áhugamálum. Þeir jafnvel fara rakka niður liðs sitt, hætta að nenna horfa á það og allt í kringum það verður ómögulegt.

Þegar hámarki er náð verður vart við aukinn sóðaskap í umhverfi sjúklings, hann druslulegur og óhreinn. Einstaklingurinn missir jafnveg allann áhuga á útliti sínu.

Á hverjum laugardegi eða sunnudegi verður einstaklingurinn uppstökkur og pirraður umfram það sem eðlilegt getur talist.

Þessi banvæni sjúkdómur nefnist Houllier og leggst á hvern þann sem heldur með knattspyrnuliðinu Liverpool. [/b

Hugsanlegt lán í óláni er þó að með hverjum tapleiknum aukast líkurnar að Houllier fari!!

Friday, January 09, 2004




Tuesday, January 06, 2004

Heilsuræktaræði

Það er með ólíkindum hvað Íslendingar eru duglegir að reyna koma hvor öðrum í gröfina vegna græðgi sem endar oftar en ekki með því að þeir drepast sjálfir. Nýjasta dæmið er í heilsuræktarbransanum með tilkomu Laugarinnar (World Class). Þarna er komið glæsilegt hús sem getur rúmað um 20.000 þúsund iðkendur. Í dag eru skráðir iðkendur 4500. Til þess að reksturinn geti staðið undir sér þurfa reglubundnir iðkendur að vera 7500.

Hérna skapast gríðargott tækifæri fyrir stóra aðila t.d. Baug að yfirtaka þennan markað. Á næstu mánuðum sjáum við að litlu heilsuræktarstöðvarnar munu hver af annari fara á hausinn þar sem þær einfaldlega geta ekki keppt við stóru stöðvarnar þ.e. World Class, Hreyfingu og Sporthúsið. Þessar stöðvar gætu stóru aðilarnir keypt upp fyrir lítinn pening. Sökum stærðar sinnar og fjárhagslegra yfirburða geta þeir gert breytingar á þeim og boðið uppá það sama og hinir stóru aðilarnir en bara með mun lægra verði. Þetta yrði þeim þó mun hagstæðara þar sem að hinir gætu einfaldlega ekki keppt verði þar sem að yfirbyggingar og rekstrarkostnaður eru mun meiri. Með tímanum gætu t.d Baugsmenn hafa þeir áhuga á yfirtekið þennan markað þegar að samkeppnisaðilarnir geta einfaldlega ekki meir. Þetta er ekki ósvipað concept og þegar þeir komu með fréttablaðið á markað, drápu DV og keyptu það síðan.

Vissulega er nýja World Class glæsilegt mannvirki og ljóst að samkeppnin á markaðnum eigi eftir að aukast þó að eigendur stöðvanna vildu ekki viðurkenna það. Markhópurinn í Rvk og höfuðborgarsvæðinu sem stundar heilsurækt er um 40.000. það má því ljóst vera að allt þarf að ganga upp til þess að þær eigi allar eftir að dafna. Nýjungar munu líta dagsins ljós sem hugsanlega verður vel nýtt hér á landi en það er Spa af erlendri fyrir mynd þar sem hægt er að láta dekra við sig fram eftir öllum degi. Hér vinna Íslendingar 10 tíma á dag, þeir þurfa að sjá fyrir fjölskyldum og þeir hafa önnur áhugamál. Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að þessi kostur eigi eftir að verða mikið sóttur en markhópurinn er greinilega eldra fólk sem á einhverja peninga milli handanna. Það er bara ekki í menningu Íslendinga að fara og láta dekra við sig heldur telst það munaður sem fólk lætur eftir sér endrum og eins. Hvað fara margir Íslendingar í nudd til þess að láta sér líða vel og slaka á einu eða tvisvar í viku?. Ekki margir,,,eiginlega mjög mjög fáir efnaðir eistaklingar. Erlendis er þetta mjög algengt enda kostar nuddtíminn ekki marga þúsundkallana.

Thursday, January 01, 2004

IDOL stjörnuleit

Aldrei hefði það hvarflað að mér að ég ætti eftir að fylgjast með þessu og mynda mér skoðun á fyrirbærinu. Til að byrja með horfði ég svona með öðru auganu, fannst þetta ekkert spes. En eftir að 9 söngvara voru eftir fór þetta að verða virkilega skemmtilegt og grípandi sjónvarpsefni. Þó að margt fari í taugarnar á mér við þættina og þá er alltaf eitthvað sem togar í mann. Það sem fer kannski hvað mest í taugarnar á mér er að lélegasti söngvarinn dettur ekki alltaf út, vegna þess að þetta er orðið meira vinsældakeppni heldur en hæfileikakeppni. Þetta má rekja til þess að símakosning ræður því hver fer áfram. Gallinn við það er að helsti aðdáendahópur þessara þátta eru stelpur á aldrinum 10-17 ára. En meiri galli er að hringja má endalaust úr sama númeri. Þetta hefur gert það að verkum að stelpur í keppninni eiga mun erfiðara uppdráttar í Idolinu en strákar.

Ég fór inn á spjallið á huga og þar er mikil umræða um Idolið og má þar lesa að útlitið er farið að skipta miklu meira máli heldur en nokkurn tíma sönghæfileikar. Svo virðist vera að dómarar keppninnar hafa voða lítil áhrif á úrslit kosninga, sem er kannski allt í lagi en þegar að laglausir einstaklingar sem hafa einu sinni fengið góða dóma fyrir frammistöðu eru komnir í 5 manna úrslit þá er eitthvað mikið að. Ég ætla ekki að fara drulla yfir ákveðnar persónur enda hef ég ekki efni á því þar sem ég er hljóma eins og elgur á æxlunartímabili þegar ég reyni að halda lagi. Reyndar eiga allir þessir krakkar hrós fyrir sína frammistöðu og fyrir að hafa náð svo langt.

Reyndar gerðist það í síðasta þætti og strákar voru í þremur neðstu sætunum enda ekki furða þeir áttu skelfilegt kvöld og með réttu átti að senda þá alla heim. Þetta er ef til vill til marks um það að fleira eldra fólk er farið að fylgjast með og kjósa eða að unga stelpur hafa ekki haft efni á frelsis innistæðu nú rétt fyrir jólin. Sama vandamál hefur átt sér stað í Bretlandi og á norðurlöndum en þar hafa stelpur átt erfiðara uppdráttar en drengir fljótlega eftir símakosningar hófust. Þegar nær dregur úrslitum koma fleiri áhorfendur að skjánum og aldurbilið verður dreifðara í símakosningunni.