Saturday, May 22, 2004

Ég var búinn að gleyma af hverju Ingvi Hrafn fór alltaf svona í taugarnar á mér. En þegar ég heyrði ræðu hans í útvarpi sögu rifjaðist það allt upp. Ekki veit ég hvort að hann hafi verið með spegil fyrir framan sig þegar hann urðaði yfir forseta Íslands til þess að finna þau lýsingarorð sem hann notaði.

Reyndar má þakka Ingva fyrir það með þessari ræðu sinni að með þessu sýndi hann fram á hversu tilgangslaust þetta blessaða geðþóttafrumvarp í rauninni er. Það eina sem á eftir að gerast við þetta frumvarp er það koma aðrir eigendur að blöðunum, starfsöryggi fólks er í hættu og Davíð getur sofið rólegur. Sem sagt frumvarpið er bara sett gegn örfáum einstaklingum sem Davíð líkar ekki við. Í stað þess að tryggja fjölmiðlafólki vernd gagnvart eigendum og öruggt starfsumhverfi er reynt að setja starföryggi hundruða manna í hættu. Ingvi Hrafn sýndi þarna að það er nákvæmlega sama hvað fjölmiðlar birta eða láta frá sér fara hverjir sem eigendurnir eru.

Það verður gaman að fylgjast með hvað mun gerast á næstu dögum en nánast öruggt er að fjölmiðlafrumvarpið verður samþykkt þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar sé andvígur því. Boltinn er hjá Forsetanum núna og hef ég ákveðið ef Ólafur samþykkir þessi lög mun hann ekki fá mitt atkvæði í næstu forsetakosningum. Það er með ólíkindum hvernig einn maður getur komist upp með að leggja fram slíkt fáranlegt frumvarp og fengið tvo heila þingflokka með sér. Sem betur fer er fólk farið að vakna fyrir þessum einræðisstjórnarháttum og mótmælir, en því miður eru flokksmenn stjórnarflokkana svo hliðhollir einræðisherranum að það þorir ekki að segja neitt. Það að maður velji sér fjölmiðla til að tala við, skammar umboðsmann alþingis og lætur ekki sjá sig við fyrirspurnir á alþingi er með ólíkindum í svokölluðu lýðræðisríki.

Ég verð að játa að ég er farinn að telja niður þessa fjóra mánuði sem Davíð á eftir í Forsætisráðuneytisstól. Ekki veit ég hvort að eitthvað betra tekur við þegar að líflega strengjabrúðan hans Davíð tekur við, en það veltur á því hvort að það takist að losa eitthvað um strengina eða slíta þá alveg. Ég er samt hræddur um að það þurfi að koma Davíð vel í burtu til þess að áhrifa hans verði ekki vart. Spurning hvort að Bush hafi ekki eitthvað hlutverka handa honum, held að hann væri fínn kandítat sem landsstjóri í Írak.

Wednesday, May 19, 2004

RÉTT RÚMIR 2 MÁNUÐIR Í EYJAR!!


Vaknaði í morgun og eina sem kom upp í huga mér að það fer að koma ÞJÓÐHÁTÍÐ í Eyjum.
Hátíðin 2002 átti að vera sú síðasta, 2003 sú langsíðasta en nú er komið að þeirri næstu sem verður væntalega ekki sú síðasta. Það er bara málið að það jafnast ekkert á við eyjar um verslunarmannahelgi. Heyrst hefur að Nói ætli að fara og sé búinn að redda plássi á gistiheimili. Hann ætti þá alla vega að getað leitað sér skjóls fyrir sólinni. Ekki veit ég hvað Svampur gerir en ef hann verður þurr mætir hann örugglega en heimildir herma að verði ekki á landinu. Valdi Kriss Diss verður á staðnum, orðinn fastur viðburður í Eyjum líkt og brennan. Maggi fer ekki þar sem að gaukurinn er að fara til Japans!!,,jamm hann fékk inní skólann sem þýðir að fjölskyldan yfirgefur landið í tvö ár. Úff,,,það skarð verður ekki auðveldlega fyllt.

Monday, May 17, 2004

Survivor-lokin

Aldrei hef ég verið jafn húkkt á nokkurri þáttaröð og All-star Survivor. Minn maður Rubert náði fjórða sæti en því miður var hann ekki nægilega vel gefinn til þess að fara alla leið. Í mínum augum er sigurvegarinn Boston-Bob. Verð að játa að gaurinn fór frekar í taugarnar á mér til að byrja með. En hvernig hann lék síðan á keppinauta sína trekk í trekk var ekki annað hægt en að fara halda með honum. Því miður þurfti tapsár kviðdómurinn að kveða úr um sigurvegara. Ég held að allir sem horfðu á þessa seríu sáu að líklegasti sigurvegarinn var Boston-Bob, hann gjörsamlega stjórnaði leiknum. Heimsku kanarnir í síðar skipuðu kviðdóminn héldu honum alltaf inni vegna að hann lék svo auðveldlega á þau og þau keyptu allt sem hann sagði.
Það var engin spurning að Bob gjörsamlega bar af, hann vann lang flestu keppnirnar, egndi mönnum saman þegar hann var kominn í vandræði og laug uppí opið geð á fólkinu. Algjör Survivor. Músin sem læddist með veggjum sigraði og leitaði skjóls hjá Bob vann keppnina. Bob sá þetta reyndar fyrir og tryggði sér eiginlega hluta af sigrinum með því að biðja músina um að giftast sér. Ef þetta er ekki alvöru Survivor þá veit ég ekki hvað.

Það er engin spurning að það þarf að spila leikinn djarft og ljúga til þess að fara alla leið, vantaði eiginlega bara Jon sem keppti í seríunni á undan. Jamm gaurinn sem laug að amma sín hefði dáið og tryggði sér þannig samúð hinna þátttakendanna og hélt sér þannig inni.

Aðeins að Eurovision í lokin. Það fór eins og ég spáði, reyndar aðeins betur en ég spáði 20. sæti. Lagið vont, verulega leiðinlegt en flutningurinn var góður og ekkert við Jónsa að sakast. Sigurlagið í lagi, gerði allt sem þurfti til að vinna. Hvað er eiginlega málið með Íslendinga. Af hverju ekki að taka sénsa í þessari keppni?. Af hverju að senda einhverja ballöðu sem maður hefur heyrt milljón sinnum.
Það er skárra að senda eftirminnilegt show eins og Pál Óskar heldur en Birgittu og Jónsa með lög sem heyrst hafa hundrað sinnum.

Þetta er allt spurning um markaðssetningu. Það þýðir að það þarf að vera show sem er eftirminnilegt. Þetta gerður úkraínumenn. Frábært show og grípandi lag. Ekki Íslendingar, dautt show, vonlaust lag eða væl öllu heldur. Nota bene vel vælt engu að síður(það er ekki hægt að kenna bakaranum um ef hráefnið er lélegt).

Það sem ég vil gera er að nota þessa keppni í að kynna íslenska hljómsveitir og hafa stanslaust stuð. Munið þið eftir austurríkismanninum með mömmu sína á sviðinu?,,,það varð í 5. sæti. Munið þið hvaða land var í öðru sæti?,,,,ekki man ég það eða hvernig sænska lagið var. Ef ég fengi einhverju að ráða væri ég búinn að senda Botnleðju, Dys og Mínus væri næst. Bara eitthvað ferst og öðruvísi. Ef allt myndi bregðast mætti jafnvel nota tækifærið senda Latabæ út með dans og söngvaatriði. Ekki slæm auglýsing fyrir það company.

Það var reyndar eitt sem pirraði mig agalega við frábæran flutning Jónsa á laugardaginn,,,af hverju þurfti hann að vera svona agalega hommalegur á sviðinu?,,,held að tískulöggan hafi fengið ráðið aðeins og miklu....

Wednesday, May 12, 2004

Hvíti prinsinn kemur til bjargar!!

Þvílík dramatík, þvílíkt aktion. Daginn eftir að fjölmiðlafrumvarpið kom út skrifaði ég pistil um mína skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hugsaði ég eftir á þegar reiðin hafði runnið af mér að ég hafi kannski tekið of stórt upp í mig. Eftir að hafa lesið og horft á fjölmiðla undanfarið er greinilegt að þjóðin er á sama máli og mitt skot var bara laflaust miðað við mörg sem hafa dunið.

Þetta mál er með hreinum ólíkindum. Þegar einræðisherrarnir ætluðu að keyra þetta í gegn og skrifa undir meðan að forseti væri erlendis, kemur Ólafur úr víking til þess að frelsa þjóðina frá því að vera sett í tjáningabann.

Það er ekki hægt að segja annað en að nú er virkilega gaman að fylgjast með stjórnmálum, svona á þetta vera. Ekki skemmir fyrir að Björn Bjarnason gætir að því enginn tími sé fyrir óþægilega þögn. Þrátt fyrir að Davíð Oddsson sé einn mesti og ég leyfi mér að segja einn besti stjórnmálamaður sem hér hefur verið. Enda enginn maður setið jafn lengi við völd. Þá eru þetta mestu pólitísku mistök sem hann hefur gert. Ég held að fólk hafi nú fengið alveg nóg af yfirgangi hans og jafnvel hörðustu sjálfstæðismenn eiga erfitt með vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Heyrst hefur þó að einhverjir hafa skráð sig í flokkin og er þar um að ræða leyfar af kommúnistum úr gamla Alþýðubandalaginu.

Eurovision
Það er alltaf gaman af Eurovision, þá helst af öllu tilstandinu í kringum það. Danir duttu út í kvöld :( það þýðir að Íslendingar missa 8-12 stig. Ekki það að mér finnist íslenska lagið skemmtilegt,,,eiginlega fundist það leiðinlegra og leiðinlegra eftir því sem ég heyri það oftar og fannst mér það leiðinlegt fyrst. Vont og það versnar!!. En ég er keppnismaður og ég styð mitt lið hvort sem það er gott eða lélegt. Það er eiginlega skömm að ekki var hægt að halda forkeppni opinberlega. Í hvað fara eiginlega þessi áskriftargjöld? Dagskrárgerð eins og Mósaík eða??? Kemur mér reyndar ekki á óvart að RUV sé líka farið að taka upp kommúnísk vinnubrögð... En Eurovision fylgir alltaf partý og gleði og þá því verður engin breyting nú.
Tókuð þið eftir í kvöld að það voru nánast eingöngu þjóðir úr S-Evrópu (Balkanskaga)sem komust áfram, en engar frá Norðurlöndum eða V-Evrópu,,humm spilling?? Gott að eiga góða granna.



Saturday, May 08, 2004


Höndin gréri föst við punginn!!

Hvað er betra en að liggja upp í sófa, horfa fótbota, sötra einn öl og skella höndinni inn fyrir buxnastrenginn?.
Jón Kristmann hefur stundað þetta allt frá því að hann var 14 ára. Þegar Jón hafði lokið við að horfa á Gísla Marteinn síðastliðið laugardagskvöld og ætlaði að fara þrífa á sér hendurnar vildi ekki betur til en höndin hafði fest sig við punginn.

"Mér brá í fyrstu og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið" sagði Jón skelkaður. Hann segir þetta valda sér nokkrum erfiðleikum þá sérstaklega þegar hann þarf að klæða sig og í vinnunni, en Jón hefur starfað sem tölvuforritari hjá EJS.

"Mig langar að vara alla karlmenn við að vera ekki of lengi í einu með hendina í klofinu. Í mínu tilfelli byrjaði ég á enska boltanum, sem voru tveir leikir, síðan komu fréttirnar og svo Gísli Marteinn. Þetta er bara alltof mikið fyrir mann á mínum aldrei sem farinn er að stirðna."

"Nú tekur við að ég þarf að læra allt upp á nýtt. Þetta er ekki ósvipað og að læra að ganga. Ég er hins vegar bý svo að móðir mín er enn á lifi og hefur hjálpað mér mikið. Það má eiginlega segja að móðurhlutverk hennar sé hafið að nýju" segir Jón og hlær.

Jón er þó hvergi banginn enda aðeins um vinstri höndina að ræða. Það þýðir ekkert að leggjast í volæði með hönd í skauti heldur stefni ég ótrauður á að nýta mér þetta á einhvern hátt.

Thursday, May 06, 2004

Þetta eru nú engin afsköst hérna á blogginu hjá mér og greinilegt að ég verð að fara taka mig á. Reyndar hefur tíminn ekki verið mikill hjá mér þar sem að mikið hefur verið að gera í vinnunni og skólanum. Hef ég verið að vinna til fimm, hálf sex alla daga. Þá hef ég reynt að læra í klukkutíma og farið síðan beint á fótboltaæfingu og svo beint aftur í lærdóm sem hefur staðið til eitt, tvö á nóttinni. Á ég að skila stóru verkefni í næstu viku og hugsanlega taka eitt próf líka. Ekki tekur við betra eftir það þar sem að 15 bls ritgerð tekur við sem á að skilast 21. maí. Það er því nokkuð ljóst að það verða fáir tímar til svefns næstu vikur,,,hvað þá djamm:(.

Keppnistímabilið fer að hefjast og ekki laust við að tilhlökkun sé farin að grípa um sig. Orðinn nokkuð sáttur við formið þó ég eigi töluvert í land enn þá. Renydar búinn að léttast um þrjú kíló frá áramótum,,,,reyndar fóru þau ekki fyrr en á síðustu þremur vikum. Þau gömlu fengu þá brjáluðu hugmynd að fara í megrun sem vissulega bitnar alltaf á þriðja aðila. Ískápurinn stendur galtómur, ekkert til nema eitthvað viðbjóðslegt hrökkbrauð, án sykurs og gers (hvað það sem nú er, og þau skaðlegu áhrif sem það hefur). Kotasæla er vinsælt viðbít og borðað með öllum mat, ef soðinn fiskur telst til matar fimm daga vikunnar. Verð ég að játa að þetta hefur farið virkilega í taugarnar á mér og nú skil ég af hverju fólk sem fer í megrun er oft svona pirrað.

Ég hef nú aldrei farið í megrun á ævinni. Mín logík er mjög einföld og þrælvirkar. Ég hef alltaf borðað það sem mér sýnist og mun alltaf gera. Ef ég vil léttast þá hreyfi ég mig einfaldlega meira og ef ég er latur þá bara bæti ég aðeins á mig. Það er nefnilega með megrun eins og vegasalt ef þú hreyfir á léttistu og ef þú vilt léttast meira þá einfaldlega hreyfuru þig meira. Mér finnst oft sorglegt þegar fólk er að pína ofan í sig einhverju grænmeti og ávöxtum, tala ekki um einhverju viðbjóðslegu hrökkbrauði og árangurinn er lala....Mitt motto "Éttu það sem þér sýnist, hreyfðu þig bara meira".