Thursday, September 30, 2004

Var að koma af fundi aðstoðarrektors og kynnti honum skólann sem ég hef á huga á að hefja nám við. Hér má sjá heimasíðu skólans. Skólinn er staddur í Eistlandi og er viðskiptaháskóli. Nú er boltinn upp á Bifröst sem munu á næstu dögum meta skólan og setja sig svo í samband við hann. Nú er bara að bíða og sjá framhaldið.

Wednesday, September 29, 2004

Fór inn á Bjorn.is til þess að sjá viðbrögð Björns Bjarnasonar við vafasamri ráðningu Jóns Steinars. Til gamans ákvað ég að athuga hvort væri með lénið einar.is niðurstaðan var þessi hér
Ekki veit ég hver þessi einstaklingur en við fyrstu sýn virðist hann vera úr sömu gæðum og heimasíðan.

Tuesday, September 28, 2004

Framtíðarhorfur að skýrast

Það mun skýrast af miklu leyti næstkomandi fimmtudag hvernig málin hjá mér standa eftir áramót. Þá á ég fund með aðstoðarrektor um varðandi restina af MA náminu og ritun lokaritgerðar. Hugsanlegt er að hægt verði að taka hluta af ritgerðinni sem nám í erlendum háskóla. Hef ég fundið háskóla í Austur-Evrópu sem ég hef mikinn áhuga á stunda nám við og hef fengið jákvætt svar frá skólanum um námsdvöl eftir áramótin. Hins vegar hefur enginn Íslenskur skóli nein sambönd við þetta land eða þennan skóla. Til þess að ég komist út þurfa skólarnir að geta gert með sér samning um skiptinemaprógramm. Það er ef til vill flóknara en það virðist í fyrstu en ég held samt í vonina. Ætla ég ekki að gefa upp landið fyrr en þessi mál eru kominn á hreint en í þessu landi eru vænlegustu markaðstækifæri í Evrópu og hafa stórþjóðir í Evrópu haft augastað á landinu.
Nú er bara að sannfæra skólayfirvöld á Bifröst um ágæti þessa skóla og lands.

Sunday, September 26, 2004

.
Nr 8 Magnusson

Mynd tekin 10 mín fyrir leik Liverpool-Mónako. Eftir létta upphitun þ.e.a.s tvo kalda og sönginn "You never walk alone" eru menn klárir á á völlinn eða fyrir framan sjónvarpið.

Sorry Maggi minn, það voru þín knattspyrnulegu mistök að fara til Japans. Næstu mánuðir skipta gríðarlegu máli í uppeldi barna hvað varðar fótbolta. Er búinn að hafa drenginn yfir helgina og hann er búinn að læra segja eftirfarandi:

Common you reds, Common you reds !!!!
Liverpool, Liverpool, Liverpool !!!
Blue wankers,,blue wankers !!!
Everton Ojjj,,, Hann segir það bara einu sinni,,ekki endurtekning á eftir eins og í hinum.

Svo kann hann að segja eftirfarandi nöfn:
Baros = hljómar Baos
Cisse = hljómar Siððé
Gerrard = Gerrra (með arabrísku r-i) Hljómar accha!!
Alonso = Afa

En þetta er allt að koma, hann verður orðinn góður í þessu þegar hann kemur út. Ekki láta þér bregað þó hann fari að rumska Never walk alone eða Common you Reds upp úr svefni eins og hefur verið að gerast undanfarnar nætur. Það er bara tímabundið meðan upplýsingarnar eru festast í undirmeðvitundina. Vertu samt ekkert að minnast á Everton við hann því henn verður bara pirraður að heyra á það minnst, kannski að ég eigi einhvern þátt í því, held samt bara að það sé í blóðinu.


.
Yeeeehh MAAARRKKK!!! MILAN BAROS
Þvílík viðbrögð þegar Milan skoraði annað mark Liverpool rétt fyrir leikslok að annað eins hefur ekki sést á Hamravík. Drengurinn gjörsamlega missti sig í fagnaðarlátunum. Gekk svo langt að það þurfti að halda honum niðri. Efnilegur á The Kop eftir 15-20 ár.

Sayonara Maggi San !!!


Tuesday, September 21, 2004

Skemmti mér fínt um helgina en þá var lokahófið í fótboltanum. Byrjað að sötra kl. 14 um daginn og svo haldið áfram fram eftir nóttu. Það sem er merkilegt við þetta lið og hefur einkennt Skallagrímsliðið undanfarin 5-6 ár er að það eru engar footballers Wives. Held að það séu einungis fimm leikmenn á af 20 manna hóp á föstu í liðinu og þannig hefur hlutfallið verið árin á undan. Ótrúlegt sé tekið tillit til hversu myndarlegt þetta lið er.

Svei mér þá ef það verður ekki bara róleg helgi hjá manni næst hvað varðar skemmtanalíf. Hákon frændi mætir á svæðið þannig að maður verður með barnapössun næstu helgi ef kennarar banna það ekki. Held að það sé ágætt sé litið til þess að næstu fjórar helgar hjá mér hafa verið skipulagðar undir skemmtanir. Þann 1. október er reunion hjá ÍKÍ liðinu. Fimm ára útskriftarafmæli. Helgina þar á eftir er stórhátið hér í nesinu, stórt ball. Helgina 15-16 ætla ég að skella mér norður til Dalvíkur og Akureyrar að hitta Nonna og Thelmu frænku. Helgin þar á eftir er síðasti vetrardagur og þá er búið að bjóða mér í sumarbústaðaferð með fögrum kvennahóp. Svo er í deiglunni einhvern tímann í mánuðinum að strákarnir sem útskrifuðust í Bs í fyrra ætla hittast í bænum en ekki er búið að setja niður ákveðna dagsetningu.

Svei,,,hvernig kemst maður yfir þetta allt saman. Er einmitt þesssa daganna að vinna í ritgerð sem ég hefði þurft að skila helst í gær og síðan að rifja um smá stærðfræði í einum áfanga sem ég er í núna.
Helsta vandamálið er hins vegar að rembast við að ákveða hvað ég eigi að skrifa um í MA ritgerðinni....

Friday, September 17, 2004

Jæja þá er Maggi kominn til Japans en á þessari síðu www.maggisan.blogspot.com má fylgjast með ævintýrum hans. Nokkuð ljóst að fjarvera hans á eftir að raska ýmsu í mínu lífi. Að minnsta kosti er ljóst að dögum Eggertsgötu 6 er lokið og þarf maður að fara finna sér nýjan viðverustað í Reykjavík.

Eins og ég var búinn að segja áður setti ég áform um íbúðarkaup í Reykjavík á hilluna og farinn að leita út fyrir landsteinanna. Búinn að vera skoða Háskóla og alþjóðlegt samstarf víðsvegar um Evrópu og margt freistandi í boði. Reyndar er ég dálítið bundinn yfir skólanum á Bifröst þar sem ég á að skila MA ritgerðinni næsta vor. Efast um að ég nái að klára fyrir þann tíma en þetta skýrist allt með tímanum. Er spenntastur fyrir A-Evrópu enda spennandi heimshluti sem maður fékk smjörþefinn af í Evrópuferðinni í fyrra. Spurning um að fara til Búlgaríu og reyna finna einn fallegan kvenmann. Þrátt fyrir ítarlega leit fannst hún aldrei. Reyndar fórum við ekki með vini hans Nóa sem lofaði okkur fallegu og ódýru kvenfólki á skemmtistaðnum sínum.

Nú er aðeins rétt rúmur mánuður þar til ég fer til Brussel. Nú fer maður að kynna sér aðeins borgina þannig að maður viti nokkurn veginn hvert skal halda í leit að gleði og hamingju. Reyndar hef ég ekki fengið neina dagskrá enn um hvernig planið er þannig þangað til verður þetta bara gleðiferð.

Lokahóf Skallagríms á morgun á Búðarkletti og viðeigandi að skála ágætisárangri þó svo að markmiðið hafi ekki náðst. Er enn óákveðinn hvort skórnir fara upp á hillu eftir þennan skelfilega endi á annars ágætis tímabili og eflaust mínu besta hingað til. Held að það sé var varla hægt að toppa þetta þ.e. sjálfsmark, rot og rautt spjald.


Monday, September 13, 2004

Var að koma úr greiðslumati í síðustu viku og hef verið að skoða íbúðir í Reykjavík. Margt spennandi á boðstólum og búinn að taka út nokkrar íbúðir til þess að gefa betra auga. Hins vegar er ég kominn með seconds thought og hef lagt íbúðarkaup ef til vill á hilluna um sinn. Fékk þá flugu í höfðið að flytja erlendis, annað þá hvort að vinna eða læra meir. Ég hef verið að skoða skóla í Austur-Evrópu þá aðallega í Póllandi og Ungverjalandi. Held að það myndi nýtast mér vel þegar ég skrifa MA ritgerðina en ég ætla skrifa út frá Austur-Evrópu. Sýnist mér sem svo að kúrsar í þessum löndum séu allir á móðurmáli sem myndi þýða að maður þyrfti að vera þarna út í dágóðan tíma til þess að geta hafið nám.


Held að sjokkið verði samt mest fyrir mömmu og pabba þar sem að öll börnin verða flutt af landi brott en Maggi fer til Japans á miðvikudaginn. Það verður skítið og erfitt að hugsa sér næstu mánuði án Magga enda við bræðurnir mjög samrýmdir. Hvað haldið þið að hann hafi gert mér!! Passaði fyrir hann laugardag og sunnudag. Þegar ég drösslast á fætur þunnur á sunnudeginum er hann að fara í vinnuna og ríkur út þannig að ég rétt næ að kveðja. Þegar ég geng Hákoni litla gýs þessi kæsta skítafýla. Damn…Hafði ég þrjá kosti í stöðunni,,láta hann eiga sig til kl 18 þar til að Maggi kæmi heim, taka krakkan og spúla hann undir sturtu eða skipta um bleyju. Eftir að hafa vellt fyrstu tveimur kostunum vel fyrir mér og ákvað ég að velja síðasta kostinn. Erfið ákvörðun en lyktin í íbúðini og af drengnum var orðin svo óbærleg að ég gat ekki valið fyrsta kostinn. Eftir að hafa peppað mig upp í skipta á drengnum lét til skarar skríða eftir að hafa bundið klút fyrir vit mín svo engin lykt myndi finnast. Var þarna Mættur Achmet frá Kasakstan í öllu sínu veldi sem hefði verið skotinn af færi í ásýnd Bandaríkjamanns.
Ljóst er að þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég mun skipta á kúkableyju.

Var að koma úr greiðslumati í síðustu viku og hef verið að skoða íbúðir í Reykjavík. Margt spennandi á boðstólum og búinn að taka út nokkrar íbúðir til þess að gefa betra auga. Hins vegar er ég kominn með seconds thought og hef lagt íbúðarkaup ef til vill á hilluna um sinn. Fékk þá flugu í höfðið að flytja erlendis, annað þá hvort að vinna eða læra meir. Ég hef verið að skoða skóla í Austur-Evrópu þá aðallega í Póllandi og Ungverjalandi. Held að það myndi nýtast mér vel þegar ég skrifa MA ritgerðina en ég ætla skrifa út frá Austur-Evrópu. Sýnist mér sem svo að kúrsar í þessum löndum séu allir á móðurmáli sem myndi þýða að maður þyrfti að vera þarna út í dágóðan tíma til þess að geta hafið nám.


Held að sjokkið verði samt mest fyrir mömmu og pabba þar sem að öll börnin verða flutt af landi brott en Maggi fer til Japans á miðvikudaginn. Það verður skítið og erfitt að hugsa sér næstu mánuði án Magga enda við bræðurnir mjög samrýmdir. Hvað haldið þið að hann hafi gert mér!! Passaði fyrir hann laugardag og sunnudag. Þegar ég drösslast á fætur þunnur á sunnudeginum er hann að fara í vinnuna og ríkur út þannig að ég rétt næ að kveðja. Þegar ég geng Hákoni litla gýs þessi kæsta skítafýla. Damn…Hafði ég þrjá kosti í stöðunni,,láta hann eiga sig til kl 18 þar til að Maggi kæmi heim, taka krakkan og spúla hann undir sturtu eða skipta um bleyju. Eftir að hafa vellt fyrstu tveimur kostunum vel fyrir mér og ákvað ég að velja síðasta kostinn. Erfið ákvörðun en lyktin í íbúðini og af drengnum var orðin svo óbærleg að ég gat ekki valið fyrsta kostinn. Eftir að hafa peppað mig upp í skipta á drengnum lét til skarar skríða eftir að hafa bundið klút fyrir vit mín svo engin lykt myndi finnast.
Ljóst er að þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég mun skipta á kúkableyju.

Wednesday, September 01, 2004

Tímabil á enda

Þá er komið að því að fótboltatímabilið er á enda en það hefur staðið nú í um 10 mánuði og niðurstaðan er leikur um 3. stætið um helgina. Reyndar verð ég í leikbanni í þeim leik og er þar með kominn í frí. Reyndar var ég ákveðinn fyrir þetta tímabil að þetta yrði það síðasta í boltanum og tel ég að það séu um 90% líkur á því.

Það eina sem stendur í veg fyrir því að ég hætti akkúrat á þessum tímapunkti er að síðustu þrír leikir hjá mér hafa verið fremur skrautlegir og varla viðeigandi að kveðja á þennan hátt.

Skallagrímur-ÍH: Síðari leikurinn í 8 liða úrslitum. Unnum fyrri leikinn 4-0 og vorum 3-2 yfir. Þá kemur sending fyrir okkar mark og kem ég á fjærstöng og ætla aldeilis að hreinsa boltann frá marki og upp í stúku. Ekki vildi betur til en ég smell hitti boltann svo vel að hann endaði í eigin marki stöngin og inn. Í blá hornið!!. Beið ég eftir skömmum frá samherjunum en af einhverjum ástæðum þá horfðu menn slegnir á mig eða sprungu úr hlátri.

Skallagrímur-Huginn: Fyrri heimaleikur. Síðasti heimaleikur minn. Eftir 20 mín leik fæ ég boltann í hausinn með þeim afleiðingum að ég steinlá hreyfingalaus í einhverjar sekúndur. Eftir smá aðhlynningu hélt ég leik áfram þangað ég fór að spá í hvoru liðinu ég væri og á hvaða velli ég væri. Fannst af kennileitum að ég væri í Mosó en það vantaði Aftureldingu á völlinn. Þá var tími til að byðja um skiptingu og þegar þangað var komið beint á Heilsugæslustöðina. Niðurstaða læknis var heilahristingur. Man ekkert eftir þessum leik og fór hann aldrei fram fyrir mér, töpuðum víst 2-4.

Huginn-Skallagrímur: Yfirlýstur næstsíðasti leikur minn á ferlinum. Hann gat nú varla endað verr en hinir tveir á undan. Þegar um 5-10 mín voru eftir af leiknum varð ég fyrir því óláni að brjóta á einum sóknarmanni andstæðinganna. Ekki vildi betur til en ég var aftasti maður. Viti menn RAUTT SPJALD!!. Þessi næstsíðasti leikur varð að mínum síðasta.

Reynir S-Skallagrímur: Leikbann,,síðasti leikur minn verður sem áhorfandi. Nokkuð ljóst að það verður kaldur Thule,,,,,

Ef það er einhver sem á skilið Thule eftir þessar hrakfarir þá er það ég.....

Ef að það er satt að þegar maður sé heppinn í spilum þá sé maður óheppin ástum og öfugt þá má ég búast við stóðlífi í þessum mánuði til þess að bæta þann síðasta upp. Alla vega tókst mér í síðasta mánuði að vera klúðrari aldarinnar á báðum vígstöðvum.

Kannski aðeins að öðrum fréttum en þá er það títt að ég er búinn að vera leita mér að íbúð í bænum. Reikna með að flytja upp úr áramótum í bæjinn. Veltur að sjálfsögðu á vinnu en reyndar liggur mér svo sem ekkert á því enda nóg að gera í lokaritgerð eftir áramót.
Svo eftir tvo mánuði fer ég til Brussel og verð þar í tvær vikur. Þar verða skoðaðar stofnanir á vegum ESB o.fl.. Er búinn að heyra að það séu frábærir veitingastaðir og pöbbar þarna. Ætla halda áfram með þá verðkönnun sem ég, Nonni og Steinar gerðum á Herbertstrasse, í Amsterdam og Luneburg.

Hver veit nema maður verði bara eftir í Brussel??