Hvar stend ég??
Fyrir einu ári síðan skrifaði ég eftirfarandi pistil sem hér "hvar stend ég?" ég ákvað að líta aðeins um öxl og sjá hversu mikið mér hefur farið fram á þessu eina ári sem liðið er. Reyndar er þessi vefur orðinn rétt rúmlega eins árs og hafa heimsóknir hingað verið rúmlega 11 þús. sem er bara býsna gott og er ég þakklátur öllum þeim sem að kíkja heingað til þess að lesa reynslusögur mínar og vangaveltur sem ég játa að eru oft ekki upp á marga fiska.
Þá er farið að syttast í ég verði 27 ára eða einungis um 20 dagar. Þegar afmælisdagarnir nálgast er eðlilegt að maður velti fyrir sér hvar maður standi í lífinu, ekki síst eftir því sem afmælisdagarnir verða fleiri. Ég veit að þeir sem standa mér næst þ.e. foreldrar mínir, systkyni og vinir hafa stundum haft miklar áhyggjur af mínum málum og ætla ég að gefa þeim nú grein fyrir hvernig málin standa.
Þetta hefur nú töluvert breyst að því leyti nú er ég að verða 28 ára og aðeins 16 dagar þangað til. Áhyggjur minna nánustu eru held ég bara orðnar meiri sem nemur einu ári af áhyggjum í viðbót.
Menntun: Ég hef lokið stúdentspróf, íþróttakennaranámi og er að reyna ljúka námi í vor í viðskiptafræði á Bifröst.
Þetta lítur betur út í dag, ég er í masternámi í viðskiptafræðinni. Reyndar einni önn á eftir þar sem ég var svo lengi að taka ákvörðun um af fara í námið. Einhvern veginn virkaði þetta sem áfall fyrir suma. Fyrir mömmu og pabba þýddi þetta eitt ár með mér í viðbót og fyrir ættingja mína var þessi ákvörðun vísbending um að ég er alltaf að líkjast meir og meir honum Þórir í Nesi,,,,,sem þýðir að Maggi er Obbi.
Eignir:Ég á Hyundai Pony 94, ekinn 150.000 km (liggur banaleguna), ég á 20 tommu sjónvarp m/fjarstýringu, Queen size rúm, skrifborð og svo eina mömmu sem hugsar um mig, einn pabba sem hugsar fyrir mig, einn bróðir sem talar fyrir mig og eina systir sem hefur áhyggur af mér. * P.s ég bý enn hjá mömmu og pabba....
Þetta er óbreytt ástand nema að bíllinn dó, eða öllu var farinn að þurfa líffæraígræðslur þar sem að gírkassinn er ónýtur. Þess vegna gaf ég mömmu hann og keypti mér bláan Almera.
Kvennamál:Þessa stundina má segja að samskipti mín við hitt kynið eru álíka fjörleg og æxlunarferli grenitrjáa. Ég á nokkur misheppnuð sambönd að baki og hef ég átt sökina á öllum þeim slitum. Ég hreinlega skil ekki kvenfólk, þó svo að ég hafi lesið mig fullt til um hvernig það virkar og horft á fullt á video spólum (The Plummer, Raw Love, Best of Jenna J.) þá er ekkert að virka.
Einhvern veginn hélt maður að þetta yrði auðveldara eftir því sem maður verður eldri og reyndari í þessum málum t.d. að pick up línurnar myndu renna útúr manni eins og að drekka vatn,,,,,nei nei kemur maður með setningar eins og "Wo wohnst du?" og svo í kjölfarið "Wie gehst?" jahh ef maður hefði ekki verið stimplaður þroskaheftur heima fyrir slíkar setningar þá hefur maður a.m.k. ekki verið álitinn maður í háskólanámi.
Þegar þetta var skrifað var botninum í kvennamálunum mínum náð. Ekkert hafði gerst í eina 6 mánuði og má lesa það að ekki hafi sálarástandið verið gott þá stundina. Ekki hjálpaði til að vera í Þýskalandi á þessum tíma og kunna bara íslenskar pick up línur. Reyndar gerði ég heiðarlega tilraun til þess að snara þeim yfir á þýsku með misjöfnum árangri,,,öllu reyndar vonlausum árangri. Staðan í þessum málum í dag er ekki ósvipuð og í fyrra nema ástandið er ekki jafn slæmt og það var í Þýskalandi, ekki nema þó fyrir það að kvenfólkið á Íslandi er tölvert fallegra. Það þýðir ekkert að hengja haus, bara líta fram á veginn, hver veit nema maður fái kærustu í afmælisgjöf frá Steinari eins og í fyrra, þið munið Elísbet Regina (electric vagina).
Skemmtanalíf:Einhver vitur maður sagði "maður róast með aldrinum" en ef ekki, hvað er þá að???..áfengisvandamál?? Satt best að segja þá hefur verið kíkt á lífið hverja einustu helgi frá því 17. ágúst og er orðið áfengisvandamál farið að hafa þá merkingu að þegar áfengi vantar í partýið að þá er "áfengisvandamál". Annað problem varðandi meðferð áfengis er að hún hefur versnað þ.e. hérna áður fyrr þegar maður var 16-17 ára hafði maður vit á því að drekka til ákveðins tíma og láta svo renna af sér áður en maður kæmi heim,,,,en núna drekkur maður alveg eins lengi og barinn er opinn til þess að verða alveg örugglega nógu andskoti þunnur daginn eftir og algjörlega gagnlaus í rúminu ef svo ólíklega vill til að maður nái einhverja álíka sauðdrukkna stelpu og maður sjálfur.
-Status Quo-
Ytri fegurð:Ég er helvíti lágvaxinn og smábeinóttur. Eftir 20 ár í fótboltanum er ég orðinn ansi hjólbeinóttur en þó með heilbrigðar táneglur. Þegar ég hætti í boltanum og allri hreyfingu á ég eftir að fá myndarlega ístru.Ég er kominn með ansi skemmtileg kollvik með frávik upp á 2,1 cm (Lobbi). Það eru farinn að vaxa hár á stöðum sem ég vissi ekki að myndu vaxa hár eins og t.d. út úr nefinu og jafnvel á bakinu. Ég er með það loðna fætur að stundum tek ég ekki eftir því að ég gleymi því að fara í buxur fyrr en mér er bent á hversu sérkennilegum angórubuxum ég er í.
Eitthvað vildi ég að þetta hefði breyst en svo er nú ekki,,,jú nema þá að kollvikin hafa aukist á kostnað hársins. Held að frávikin séu komna í 3,2 cm.
Innri fegurð: Ég er alveg hræðilega latur og oft á tíðum nenni ég ekki að tala. Stundum læt ég símann hringja út ef ég þarf að standa upp og svara og segist síðan ekki hafa verið heima. Það þýðir væntanlega að ég sé hrikalega falskur og lýg að fólki. Þar sem ég segi nú ekki mikið þá læt ég mig nú hafa það að hlusta meira sem hefur gert það að verkum að margir hafa nofært sér minni mitt með því að dæla upplýsingum inná það. Nýjasta dæmið er þessi finnska elska sem lætur vandamálin sín streyma inn á minni mitt þar sem það er vistað og fer ekki lengra. Þetta gerir það að verkum að ég er voða "góður vinur" fyrir vikið. En ég hef fattað eitt á þessum samskiptum en það er að ég er náttúrulega bara eins og "tölva",,,,,jú auðvitað hefur enginn líkamleg samskipti við tövuna sína.
OO boy,,,þetta er ljótt en þegar ég les þetta aftur finnst mér eins og ég hafi lesið stjörnuspá mína. Þetta á bara gjörsamlega við mig. Ekki einu sinni Þórhallur miðill gæti líst mér betur, hver sorglegt er það. Reyndar nýjasta eðli mitt sem ég uppgvötvaði um daginn er að mig hlakkar yfir óförum annara. Ég horfi á sjónvarpsþætti eins og Bachelor bara með þeim tilgangi að horfa á stelpunar brotna niður þegar þeim er hafnað. Það besta samt sem gat gerst átti sér stað um daginn en þá brotnaði piparsveinninn og hágrét, en ég skellihló,,,,,ekki gott.
Niðurstaða:Ja hérna.....ég hef komið sjálfum mér mest á óvart núna. Er það nokkur furða að ég sé ekki genginn út, hver gæti hugsað sér að bindast slíkum manni. Sorry mamma og pabbi ég veit að þið voruð nú kannski búinn að sjá fyrir ykkur talan 27 væri töfranúmerið þegar ég myndi flytjast að heiman,,,,,,,,,en svo er nú ekki. Hvernig í ósköpunum á ég að geta séð um mig sjálfur. Sjáiði bara Keikó, fór hann ekki beint að leita í félagsskap manna?? Það er nú bara orðið eins með mig, þegar maður er orðinn góðu vanur þá er erfitt að slíta sig frá heimkynnum sínum. Já niðurstaðan er að ég stend nákvæmlega í sömu sporum og þegar ég var 16 ára nema með meiri skuldir, áhyggjur og menntun á bakinu. En hafið ekki áhyggjur þó þetta hljómi ekkert svaka vel þá er ég samt hamingjusamur piltur:)...
Hvað get ég sagt,,,,hvað er ég eiginlega búinn að vera gera á þessu eina ári sem liðið er? Ég get bara gert copy/paste frá því í fyrra nema ég skipti um bíl. Guð forði mér frá því að þurfa lesa þetta að ári liðnu sérstaklega ef ég verð á sama stað á sama tíma að ári. Ég held að ég þurfi að setja mér ný markmið. Ég fer í naflaskoðun núna og ég skal lofa því að ég geti ekki gert copy/paste að ári,,,,,þó ekki verði nema fyrir það að ég kaupi mér King size rúm. Þótt ótrúlegt er þá er ég mjög sáttur við lífið og tilveruna í dag. Ég er einn og nýt frelsins til hins ýtrasta, ég er þakklátur fyrir það vera ekki kominn með fullt hús af konu og börnum, einfaldlega vegna þess að ég myndi ekki vilja láta fjölskylduna horfa upp á heimilisföðurinn á blindfullan á helstu djammvefum Internetsins. Það er nóg að hann skrifa bullið sitt á þessa vefsíðu sem þú nennir að lesa.